Peningamál - 18.11.2020, Síða 9

Peningamál - 18.11.2020, Síða 9
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 9 ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR og annars hrávöruverðs. Verðbólga gaf hins vegar enn frekar eftir á evrusvæðinu í lok sumars og þar mælist nú lítils háttar verðhjöðnun í fyrsta sinn í fjögur ár. Skýrist það af hjöðnun undirliggjandi verðbólgu sem hefur aldrei mælst minni á svæðinu, að hluta vegna minni þjón- ustuverðbólgu vegna áhrifa farsóttarinnar. Minni verðbólga á evru- svæðinu er meginástæða þess að verðbólguhorfur í helstu viðskipta- löndum hafa lítið breyst frá því í ágúst. Spáð er 0,8% verðbólgu að meðaltali í ár en að hún verði komin í 1,7% á seinni hluta spátímans. Fjármálaleg skilyrði hafa batnað eftir mikið umrót fyrr á árinu en óvissa er enn mikil Eftir verulegt umrót í kjölfar útbreiðslu faraldursins í febrúar og mars sl. hafa alþjóðlegir fjármálamarkaðir tekið við sér í takt við aukin efna- hagsumsvif og bjartsýni um að bóluefni gegn farsóttinni finnist áður en langt um líður. Mótvægisaðgerðir seðlabanka og stjórnvalda hafa gegnt lykilhlutverki í að styðja við markaði, liðka fyrir skuldabréfa- útgáfum ríkissjóða og fyrirtækja, auka tiltrú markaðsaðila á efnahags- horfum og þannig spornað við því að áfallið hefði enn djúpstæðari áhrif á fjármálakerfi heims. Hlutabréfaverð í helstu iðnríkjum hefur því hækkað frá því í vor og dregið hefur úr flökti þess (mynd I-12). Á það einkum við um hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Japan sem eru orðnar hærri en þær voru fyrir heimsfaraldurinn. Hækkun áhættu- og vaxtaálags á áhættumeiri fjáreignir hefur einnig gengið að miklu leyti til baka ásamt því að aukinn stöðugleiki hefur einkennt fjármagnsflæði til nýmarkaðsríkja eftir verulegt útflæði fyrr á árinu og hefur innflæði til hluta þeirra aukist á ný. Langtímavextir í helstu iðnríkjum hafa jafn- framt hækkað lítillega en eru enn í kringum eða við sögulegt lágmark sitt. Fjármálaleg skilyrði hafa því heilt yfir batnað en ástandið er enn brothætt og óvissa mikil. Útflutningsverð og viðskiptakjör Horfur á verðlækkun sjávarafurða í ár eftir miklar hækkanir undanfarin tvö ár ... Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarið eftir að hafa gefið mikið eftir á fyrri helmingi ársins vegna áhrifa heimsfaraldursins (mynd I-13). Markaðsaðstæður fyrir íslenskar sjávarafurðir hafa þó áfram verið erfiðar vegna minnkandi umsvifa í veitingaþjónustu í helstu viðskiptalöndum. Sjávarafurðaverð mældist um 4,3% lægra í erlendum gjaldmiðlum talið á þriðja ársfjórðungi frá sama fjórðungi í fyrra og horfur fyrir seinni hluta ársins hafa versnað frá því í ágúst. Talið er að útflutningsverð sjávarafurða lækki um 0,6% milli ára á þessu ári í stað þess að hækka um 3% eins og búist var við í ágúst. Á móti kemur að spáð er meiri hækkun á næsta ári en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. ... og útlit fyrir að álverð lækki milli ára annað árið í röð Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði skarpt á fyrsta fjórðungi þessa árs sem einkum mátti rekja til minnkandi eftirspurnar frá Kína í kjölfar þarlendra lokunaraðgerða í baráttunni við farsóttina (mynd I-13). Þá tók eftirspurnin í Bandaríkjunum og Evrópu einnig að dala undir lok fjórðungsins þegar faraldurinn skall á Vesturlönd með auknum þunga og stjórnvöld tóku að beita hertum sóttvarnaraðgerðum. Álverð hefur Heimild: Refinitiv Datastream. Vísitala, 1. jan. 2018 = 100 Mynd I-12 Alþjóðlegt hlutabréfaverð 1. janúar 2018 - 13. nóvember 2020 Evrusvæðið (EURO STOXX) Bandaríkin (S&P 500) Bretland (FTSE 350) Japan (Nikkei 225) 60 70 80 90 100 110 120 130 140 202020192018 1. Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslenskum krónum með gengisvísitölu. Álverð í USD er reiknað með því að deila í álverð í íslenskum krónum með gengi Bandaríkjadals. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2020 fyrir viðskiptakjör. Heimildir: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2010 = 100 Mynd I-13 Hrávöruverð og viðskiptakjör1 1. ársfj. 2012 - 3. ársfj. 2020 Hrávöruverð án orkuverðs (í USD) Verð sjávarafurða (í erl. gjaldm.) Álverð (í USD) Viðskiptakjör 70 80 90 100 110 120 130 140 150 ‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.