Peningamál - 18.11.2020, Page 11

Peningamál - 18.11.2020, Page 11
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 11 Mynd II-1 Meginvextir Seðlabanka Íslands1 1. janúar 2015 - 13. nóvember 2020 1. Meginvextir Seðlabankans eru vextir á 7 daga bundnum innlánum. Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 1 2 3 4 5 6 7 2018 20192015 2016 2017 2020 % Mynd II-2 Ávöxtunarkrafa ríkistryggðra skuldabréfa¹ 2. janúar 2015 - 13. nóvember 2020 1. Út frá eingreiðsluvaxtaferlum (metnum með aðferð Nelson-Siegel) þar sem er notast við vexti á millibankamarkaði með krónur og vexti ríkistryggðra skuldabréfa. Heimild: Seðlabanki Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Óverðtryggð 5 ára Verðtryggð 5 ára Óverðtryggð 10 ára Verðtryggð 10 ára 2018 20192015 2016 2017 2020 Peningastefnan og markaðsvextir Meginvextir óbreyttir frá því í maí … Meginvextir Seðlabankans (vextir á bundnum innlánum til sjö daga) hafa verið óbreyttir frá því í maí þegar peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði þá um 0,75 prósentur. Þeir voru 1% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála og hafa lækkað um samtals 2 prósentur frá árs- byrjun (mynd II-1). Seðlabankinn hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að auka laust fé í umferð með það að markmiði að bæta aðgengi að lánsfé og örva eftirspurn. Samkvæmt könnun bankans frá því í byrjun nóvember búast markaðsaðilar við því að vextir bankans haldist óbreyttir fram undir lok næsta árs en verði komnir í 1,25% eftir tvö ár. Raunvextir bankans hafa lækkað samhliða lækkun meginvaxta. Þeir eru nú -2,1% miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs og hafa lækkað um 0,7 prósentur frá því í lok maí sl. og um 2,5 prósentur frá sama tíma í fyrra. Vaxtamunur gagnvart útlöndum hefur einnig minnkað á árinu og eru skammtímaraunvextir nú orðnir 2 prósentum lægri hér á landi en að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. … en langtímavextir hafa hækkað Ávöxtunarkrafa tíu ára óverðtryggðra ríkisbréfa tók að hækka í sumar og var 3,2% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála. Það er 0,5 prós- entna hækkun frá því í lok febrúar þegar COVID-19 greindist í fyrsta sinn hér á landi. Ávöxtunarkrafan er þó enn 0,3 prósentum lægri en fyrir ári (mynd II-2). Krafa bréfa með styttri líftíma hefur ekki hækkað í sama mæli en aukið laust fé í umferð og lækkun skammtíma- vaxta hefur aukið eftirspurn eftir ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum. Ávöxtunarkrafa tíu ára verðtryggðra ríkisbréfa tók einnig að hækka í lok sumars og var 0,7% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála. Fjármögnunarþörf ríkissjóðs hefur aukist eftir því sem áhrif faraldursins verða langvinnari og vega væntingar um aukna skuldsetningu ríkis- sjóðs á næstu árum að öllum líkindum þungt í hækkun langtímavaxta að undanförnu. Erlendir aðilar hafa einnig selt ríkisskuldabréf fyrir um 45 ma.kr. frá því í byrjun ágúst. Þá hafa jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis snemma í nóvember ýtt undir bjartsýni fjárfesta um skjótari bata í kjölfar efnahagsáfallsins. Í mars sl. tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi hefja kaup á ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði til að tryggja enn frekar að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist til heimila og fyrirtækja. Skuldabréfakaup bankans til þessa nema um 2 ma.kr. að kaupverði en heildarfjárhæð kaupanna getur numið allt að 150 ma.kr. samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Þrátt fyrir horfur um aukna skuldsetningu ríkissjóðs á næstu árum (sjá rammagrein 3) og töluvert umrót í heimsbúskapnum og á fjár- málamörkuðum um allan heim hefur áhættuálag erlendra skuldbind- inga ríkissjóðs haldist tiltölulega stöðugt á árinu. Fjármögnunarskilyrði fyrir erlendri lántöku ríkissjóðs virðast því almennt góð um þessar mundir. II Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.