Peningamál - 18.11.2020, Qupperneq 20

Peningamál - 18.11.2020, Qupperneq 20
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 20 samdráttur og spáð var í ágúst. Horfur eru hins vegar á hægari vexti innflutnings á næsta ári. Þar vegur þungt að faraldurinn er talinn ganga hægar niður en áætlað var í ágúst sem dregur úr ferðum til útlanda og kaupum á innfluttum afurðum. Þrátt fyrir sögulegan útflutningssamdrátt mældist afgangur á viðskiptajöfnuði á fyrri helmingi ársins … Afgangur á viðskiptajöfnuði mældist 1,7% af landsframleiðslu á fyrri hluta þessa árs sem er minni afgangur en á sama tíma í fyrra en álíka mikill eða meiri en árin tvö þar á undan. Samsetning afgangs- ins hefur hins vegar breyst. Í fyrsta sinn síðan árið 2008 var halli á vöru- og þjónustuviðskiptum. Afgangur á þjónustujöfnuði minnkaði mikið en á móti vó minni halli á vöruskiptum. Afgangur á jöfnuði frumþáttatekna hefur á hinn bóginn ekki mælst jafn mikill á einum árshelmingi frá upphafi mælinga. Þar höfðu áhrif sögulega lágir innlendir vextir, hagstæð kjör á erlendum lánum og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins. … og horfur á að afgangur haldist út spátímann Á seinni helmingi ársins er búist við að vöru- og þjónustujöfnuður snúist í afgang á ný og verði tæplega 1% af landsframleiðslu á árinu öllu. Þetta er nokkru minni afgangur en spáð var í ágúst og skýrist bæði af dekkri horfum um vöxt útflutnings og óhagstæðari þróun viðskiptakjara. Á móti vegur meiri afgangur á frumþáttajöfnuði á fyrri hluta ársins sem rekja má að hluta til metarðsemi af beinni erlendri fjárfestingu. Viðskiptaafgangurinn í ár verður því heldur meiri en spáð var í ágúst eða um 2½% af landsframleiðslu (mynd III-13). Búist er við að afgangurinn aukist lítillega á næsta ári þótt hann verði heldur minni en spáð var í ágúst eða um 3% af landsframleiðslu í stað tæplega 4% í ágústspánni. Endurspeglar það fyrst og fremst horfur um hægari vöxt ferðaþjónustu á næsta ári og minni bata við- skiptakjara. Gangi spáin eftir eykst viðskiptaafgangurinn hins vegar aftur árið 2022 samhliða auknum umsvifum í ferðaþjónustu og verður hátt í 4% af landsframleiðslu líkt og spáð var í ágúst. Hagvöxtur Minni samdráttur á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst Útflutningsáföll höfðu þegar valdið því að tekið var að fjara undan efnahagsumsvifum í byrjun árs (sjá rammagrein 4). Við bætist að stór hluti útflutnings hugverkaréttinda á síðasta ári kemur fram í tölum Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi í fyrra sem jók landsframleiðslu þess fjórðungs töluvert og átti sinn þátt í um 5,7% samdrætti lands- framleiðslu milli fjórðunga á fyrsta fjórðungi þessa árs (mynd III-14). Áhrifa COVID-19-farsóttarinnar var einnig tekið að gæta undir lok fyrsta fjórðungs en þau komu fram af fullum þunga á öðrum fjórðungi ársins en þá dróst landsframleiðslan saman um 9,1% milli fjórðunga sem er svipað samdrættinum á fyrsta ársfjórðungi 2009. Milli ára dróst landsframleiðslan saman um 9,3% á öðrum fjórðungi ársins sem er minni samdráttur en spáð var í ágúst. Engu að síður er um að ræða mesta árssamdrátt sem mælst hefur hér á landi á einum ársfjórðungi. Þjóðarútgjöld minnkuðu um rúm 7% milli ára EFTIRSPURN OG HAGVÖXTUR Mynd III-13 Viðskiptajöfnuður 2015-20231 % af VLF 1. Jöfnuður rekstrarframlaga talinn með frumþáttajöfnuði. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vörur Þjónusta -10 -5 0 5 10 15 20222021202020192018201720162015 Jöfnuður frumþáttatekna Viðskiptajöfnuður 2023 Mynd III-14 Ársfjórðungslegur hagvöxtur1 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2020 1. Árstíðarleiðrétt gögn. Grunnspá Seðlabankans fyrir 3. og 4. árs- fjórðung 2020. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20202019

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.