Peningamál - 18.11.2020, Page 23

Peningamál - 18.11.2020, Page 23
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 23 IV Vinnumarkaður og nýting framleiðsluþátta Vinnumarkaður Störfum fækkaði milli ára á þriðja ársfjórðungi en minna en búist var við Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) fækkaði heildarvinnustundum um 3,7% milli ára á þriðja fjórðungi ársins. Þar af fækkaði starfandi fólki um 1,3% en meðalvinnustundum um 2,4%. Könnunin bendir hins vegar til þess að heildarvinnustundum hafi fjölgað töluvert milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi eftir mikla fækkun á fjórð- ungnum á undan (mynd 3 í viðauka 1). Þetta er töluvert kröftugri bati en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá bankans og má alfarið rekja til fjölg- unar starfa. Búist hafði verið við því að þeim myndi fækka í takt við vís- bendingar um ráðningaráform fyrirtækja og hópuppsagnir. Samkvæmt staðgreiðsluskrá fjölgaði störfum einnig í sumar en í mun minna mæli en tölur VMK benda til. Viðspyrnan varð aðallega í greinum sem veita innlendum aðilum þjónustu og lentu í sérlega íþyngjandi sóttvarnarað- gerðum á fyrri hluta ársins en einnig í fasteignastarfsemi og í greinum sem að mestu leyti fela í sér opinbera þjónustu. Sambærileg viðspyrna varð þó ekki hjá erlendu launafólki en því hefur fækkað um liðlega 17% á staðgreiðsluskrá frá því í febrúar (mynd IV-1). Bæði VMK og tölur úr staðgreiðsluskrá sýna að störfum hafi fækkað á ný í september þegar aftur tók að fjara undan efnahagsumsvifum (mynd IV-3). Skráð atvinnuleysi í sögulegum hæðum Árstíðarleiðréttar mælingar VMK benda til þess að atvinnuþátttaka hafi aukist töluvert og hlutfall starfandi hækkað á þriðja ársfjórðungi eftir mikla lækkun á fjórðungnum á undan (mynd 3 í viðauka 1). Á sama tíma jókst atvinnuleysi samkvæmt VMK um 0,7 prósentur og mældist 5,8%. Skráð atvinnuleysi, leiðrétt fyrir árstíð og án fólks á hlutabótum, hefur hins vegar aukist töluvert meira. Það mældist 10,1% í október og hefur ekki mælst svo mikið frá upphafi mælinga árið 1957 (mynd IV-2). Rúmlega helmingur fólks á atvinnuleysisskrá í október kom úr atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu og verslun. Aðflutt vinnuafl og svæði sem reiða sig á ferðaþjónustu hafa fengið þungan skell en rúmur fimmtungur erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði og svipað hlutfall meðal íbúa á Suðurnesjum voru án atvinnu í mánuðinum. Þá hefur langtímaatvinnulausum, þ.e. þeim sem hafa verið án vinnu í ár eða lengur, fjölgað en þegar farsóttin skall á hafði þegar dregið úr umsvifum í hagkerfinu eftir uppgang undanfarinna ára. Mikill munur á mælingum VMK og tölum úr skráargögnum Töluverður munur hefur verið á mælingum VMK og tölum úr skráar- gögnum um fjölda starfandi og atvinnuleysi. Mun meiri viðspyrna var í fjölgun starfa í sumar samkvæmt VMK og þá var atvinnuleysi tæpum 3 prósentum minna en skráð atvinnuleysi án fólks á hlutabótum á þriðja ársfjórðungi (mynd IV-3). Hagstofan kannaði því sérstaklega svör þeirra sem voru á almennum atvinnuleysisbótum og svöruðu vinnumarkaðskönnuninni í september. Í ljós kom að rétt rúmlega Mynd IV-1 Launafólk á staðgreiðsluskrá eftir bakgrunni og völdum atvinnugreinum1 Breyting frá febrúar 2020 (%) 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Lágmark mars - júní 2020 Júlí - júní 2020 September 2020 Bakgrunnur Valdar atvinnugreinar -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 Fa st ei gn a- st ar fs em i Fé la ga sa m tö k og ö nn ur þ jó n. M en ni ng , í þr ót tir o g tó m st un di r V ei tin ga - re ks tu rErl.Ísl.Alls V er sl un O pi nb . s tj. s. , f ræ ðs la , he ilb r.- o g fé la gs þj . Mynd IV-2 Skráð atvinnuleysi 1957-20201 % af mannafla 1. Árlegar tölur 1957-1979 en mánaðarlegar fyrir tímabilið janúar 1980 - október 2020. Án fólks á hlutabótum frá og með mars 2020. Mánaðar- legar tölur eru árstíðarleiðréttar af Seðlabankanum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 ‘20‘10‘00‘90‘80‘57 1. VMK stendur fyrir vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Skráargögn eru staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra fyrir fjölda starfandi og skráð atvinnu- leysi Vinnumálastofnunar fyrir atvinnuleysi. Atvinnuleysi er árstíðarleiðrétt og er skráð atvinnuleysi árstíðarleiðrétt af Seðlabankanum. Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-3 Fjöldi starfandi og atvinnuleysi1 Janúar - september 2020 Breyting frá fyrra ári (%) VMK Skráargögn -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 % af mannafla 3 4 5 6 7 8 9 10 J J Á SMAMFJ Fjöldi starfandi Atvinnuleysi J J Á SMAMFJ

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.