Peningamál - 18.11.2020, Side 29

Peningamál - 18.11.2020, Side 29
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 29 VERÐBÓLGA Meiri verðbólga á spátímanum en búist var við í ágúst Verðbólga á þriðja ársfjórðungi var heldur meiri en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans sem má rekja til meiri áhrifa af gengislækkun krónunnar á verð innfluttrar vöru og minni slaka í þjóðarbúskapnum en búist var við. Einnig hefur alþjóðlegt hrávöru- og matvælaverð hækkað nokkuð að undanförnu. Verðbólguhorfur til skamms tíma hafa því versnað, einkum vegna lakari upphafsstöðu. Spáð er að verðbólga verði 3,7% bæði á fjórða fjórðungi þessa árs og á fyrsta fjórðungi næsta árs sem er um 0,8 prósentum meiri verðbólga en spáð var í ágúst. Þrátt fyrir það er sem fyrr talið að þegar áhrif gengislækk- unarinnar hafa fjarað út muni slakinn sem myndast hefur í þjóðarbú- skapnum leiða til þess að verðbólga hjaðni er líða tekur á næsta ár og verði komin í markmið á seinni hluta ársins. Áframhaldandi slaki og lítil alþjóðleg verðbólga gera það að verkum að verðbólga minnkar enn frekar og fer lítillega niður fyrir markmið á seinni hluta spátímans. Hún hjaðnar þó ekki eins mikið og spáð var í ágúst og munar þar mest um meiri hækkun hlutfallslegs innflutningsverðs í ár og á næsta ári en þá var gert ráð fyrir. Einnig eru horfur á að framleiðsluslakinn verði aðeins minni þar sem framleiðslugetan virðist minni en þá var áætlað (kafli IV). Eins og rakið er í rammagrein 1 er mikil óvissa um þessar horfur, bæði til skamms og langs tíma. Óvissan til skamms tíma tengist fyrst og fremst óvissu um gengisþróun og áhrif hennar á verðbólgu auk áhrifa farsóttarinnar á framleiðslu og neysluhegðun. Til lengri tíma ráðast verðbólguhorfur ekki síður af tímasetningu og krafti efna- hagsbatans og af langtímaáhrifum farsóttarinnar á framleiðslugetu þjóðarbúsins. Talið er að óvissan sé áþekk og í síðustu spám bankans og að heldur meiri líkur séu á að verðbólga á næstunni sé vanmetin í grunnspánni en að hún sé ofmetin. Taldar eru helmingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 11/4 -31/3 % að ári liðnu og á svipuðu bili í lok spátímans (mynd V-7). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd V-7 Verðbólguspá og óvissumat 1. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2023 PM 2020/4 PM 2020/3 Verðbólgumarkmið ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18 ‘19 ‘20 ‘21 ‘22 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil ‘23 -1 0 1 2 3 4 5 6

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.