Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 1
Æðislegt að lifa lífi í tónlist Flamingóog fögur klæði Björk Guðmundsdóttir hefur jafn mikla ánægju af tónlistarsköpun og áður en ný plata frá henni er væntanleg. Björk segist enn verða æst yfir tilhugsuninni um öll lögin sem hún eigi eftir að semja og vonast til að fá tíma til að ljúka því. 14 25. SEPTEMBER 2022SUNNUDAGUR Gaman í sundi Mikið um dýrðirá Tískuvikunni íMílanó. 18-19 Listakona íNew YorkFatahönnuðurinn Ragna Fróðadóttir stýrir tískufyrirtæki og sinnir myndlist í uppáhaldsborginni sinni. 8 og 10 Hópur grænlenskraungmenna kemurárlega til Íslands oglærir að synda. 20 L A U G A R D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 224. tölublað . 110. árgangur . LEGGUR SKÍÐIN Á HILLUNA ÍSLENSK MYNDLISTAR- HÁTÍÐ Í VÍN RELATIONS Í AUSTURRÍKI 37STURLA SNÆR 32 Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af- brotafræði við Háskóla Íslands, seg- ir ekki skrýtið að þjóðin sé slegin yfir fregnum vikunnar. Hann segir að Ísland skeri sig talsvert úr þegar kemur að öfgafullri orðræðu kenndri við nýnasisma. „Við Íslendingar höfum hingað til ekki haft mikið af öfgahópum, hvorki til hægri né vinstri, og slíkir hópar eiga mjög litlar rætur á Íslandi. Við sjáum þetta víða á Norðurlöndum og í öðrum löndum Evrópu, þar sem eru skipulagðir hópar sem hafa meira að segja náð langt í pólitík.“ Hann segir að vissulega séu alltaf einhverjar raddir en þær séu samt hófsamari heldur en í löndum þar sem skipu- lagðir öfgahópar hafa náð að festa sig í sessi. Það er vel þekkt að raddir öfga- manna ná betur eyrum fólks þegar fólk telur sig búa við skarðan hlut miðað við aðra hópa, ekki síst hópa nýrra þegna. Helgi segir að oft fái öfgahópar byr undir báða vængi þegar þjóðfélagið sé að breytast, ekki síst þegar mikið er um innflytj- endur, sem hafa kannski ólíkan trú- ar- og menningarlegan bakgrunn og aðlagist illa. Hann segir slíku ekki til að dreifa á Íslandi, sem gefi landinu sérstöðu innan Norðurlanda, því þrátt fyrir að útlendingum í landinu hafi fjölgað gífurlega frá aldamótum, frá 2% upp í 15-16% í dag, þá sé sá hópur að aðlagast landinu mjög vel. „Þetta er mestmegnis fólk með svip- aðan norðurevrópskan bakgrunn í trúar- og menningarlegu tilliti,“ seg- ir hann og bætir við að innflytjendur hafi komið sér vel fyrir íslenskt at- vinnulíf. „En það eru ekki sömu landamæri og voru og öfgahugmyndir eru alls staðar á netinu. Hermiáhrif eru vel þekkt í afbrotafræði og hugsanlega eru þessir drengir að herma eftir einhverju sem þeir sjá erlendis.“ Hófsamari orðræða hér - Ísland sér á parti innan Norðurlandanna - Minna um öfgahópa - Sami trúar- og menningarbakgrunnur - Léttir að meintri árás var afstýrt - Hermiáhrif Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Kom í veg fyrir árás. MLéttir að lögreglan gat … »22 _ Björk Guðmundsdóttir stefnir að því að halda tónleika hér á landi á næsta ári. „Við höfum reynt mikið að fá Cornucopiu til Íslands en það er mjög erfitt að fjármagna. Eins og staðan er núna þá stefnum við að því að koma fram á Íslandi árið 2023,“ segir Björk m.a. í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Síðasta tónleikaferð var kölluð Cornucopia, sem Björk lýsir sem stafrænu leikhúsi. Ljósmynd/Viðar Logi Von er á plötunni Fossoru á næstunni. Tónleikar með Björk á næsta ári? Hinn árlegi peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík var haldinn í 101. sinn í gærmorgun. Nemendur á þriðja ári klæddu sig á þjóðlegan máta og dönsuðu og sungu um borg og bý. Reynir Jónasson harm- onikkuleikari spilaði fyrir hópinn, en þess má geta að hann verður níræður á mánudaginn. Morgunblaðið/Eggert Hátíðlegir kvenskælingar prýddu bæinn Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is/taigo Tímalausi töffarinn Taigo Rúmgóður smábíll með frábæra aksturshæfni bæði til innanbæjaraksturs og á þjóðvegum landsins. Verð 4.890.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.