Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Andlát ungrar
íranskar
konu eftir
að hún var sett í
varðhald fyrir að
uppfylla ekki kröf-
ur um klæðaburð
hefur valdið gríðar-
legri ólgu í Íran og hafa sprott-
ið upp mótmæli gegn siðgæðis-
lögreglunni um allt land.
Yfirvöld hafa brugðist við af
hörku og virðast tugir manna
hafa fallið í valinn. Samtökin
Mannréttindi í Íran (Iran Hum-
an Rights) sögðu í gær að 50
manns hefðu látið lífið frá því
að mótmælin hófust fyrir viku.
Yfirvöld segja hins vegar að 17
séu látnir.
Mahsa Amini var af kúrd-
ískum uppruna og var í heim-
sókn í höfuðborginni ásamt
fjölskyldu sinni þegar hún var
handtekin fyrir þær sakir að
bera híjab, höfuðklút, sem á að
hylja hár og háls, með óviðeig-
andi hætti. Lýst var yfir því að
hún væri látin 16. september.
Hún hafði þá legið meðvitund-
arlaus á sjúkrahúsi í þrjá daga
eftir að hún var handtekin.
Mótmælendur halda því fram
að hún hafi fengið högg í varð-
haldinu og höfuðkúpubrotnað.
Hún hafi látið lífið vegna þess
að dregist hafi að flytja hana á
sjúkrahús, sem er í aðeins fjög-
urra mínútna fjarlægð.
Siðgæðislögreglan í Íran fer
um götur í Íran í grænum
sendibílum og er með strangt
eftirlit. Konur eru stöðvaðar og
áreittar. Þykist þeir sjá eitt-
hvað athugavert eru konur
handteknar með valdi og fluttar
á sérstakar lögreglustöðvar.
Konur eru skyldaðar til að
bera híjab í Íran, en hins vegar
er ekki kveðið á um hvernig eigi
að sveipa sig höfuðklútnum
þannig að siðgæðisvörðunum er
í sjálfsvald sett hvenær þeir
láta til skarar skríða.
Klerkastjórnin í Íran hefur í
fjóra áratugi stjórnað í krafti
ógnar og ofbeldis. Hún heldur
nútímalegu samfélagi í spenni-
treyju ofstækis og afturhalds.
Skyldan til að bera höfuðklúta
er aðeins einn angi af kúgun
kvenna í landinu, en réttleysi
þeirra kemur fram með ýmsum
hætti. Konur geta til dæmis
ekki komist einhliða út úr
hjónabandi, jafnvel þótt þær
búi við heimilisofbeldi og vald-
beitingu.
Íransstjórn sáir einnig fræj-
um upplausnar og sundrungar
allt í kringum sig, ýtir undir
hryðjuverk og kyndir undir
átökum hvar sem hún getur,
allt frá Írak til Jemen. Mark-
miðið er að verða ráðandi afl í
Mið-Austurlöndum og er áætl-
un íranskra stjórnvalda um að
koma sér upp kjarnorkuvopn-
um hluti af þeim áformum. Oft
er eins og menn
átti sig ekki á ör-
yggisógninni sem
myndi fylgja því að
Írönum tækist að
koma sér upp
kjarnorkuvopnum.
Heima fyrir ræð-
ur spilling ríkjum. Á þessari öld
hefur ítrekað soðið upp úr, en
hingað til hefur hörku verið
beitt til að lægja öldurnar. 2009
voru mikil mótmæli í kjölfar
umdeildra kosninga. 2019 sauð
upp úr vegna hækkana á olíu-
verði. Fyrr á þessu ári blossuðu
upp mótmæli vegna verðhækk-
ana.
Mótmælin nú eru hins vegar
mun útbreiddari en mótmælin
fyrr á árinu og konur eru í
fararbroddi. Á netinu má finna
myndskeið af konum sem rífa af
sér höfuðklútana og kveikja
jafnvel í þeim. Í fjölmiðlum
hafa birst viðtöl við konur, yfir-
leitt án þess að nöfn þeirra
komi fram, þar sem þær segjast
einfaldlega vilja fá að ráða því
hvernig þær klæðast. Margar
segjast taka þátt í mótmæl-
unum, jafnvel þótt þær óttist
um líf sitt. Margar lýsa því líka
hvernig siðgæðislögreglan hef-
ur ofsótt þær og gert þeim lífið
leitt í áranna rás.
Stjórnvöld hafa brugðist við
með því að loka fyrir netið og
félagsmiðla til að koma í veg
fyrir að umheimurinn fái að
fylgjast með því hvernig gengið
er á milli bols og höfuðs á mót-
mælendum.
Bandaríkjamenn hafa svarað
með því að segja að banni við að
veita netþjónustu í Íran verði
aflétt til að gera írönskum
stjórnvöldum erfitt fyrir að
loka á samskipti á netinu og
einangra mótmælendur.
Í gær var fólki smalað á
fjöldafundi í Íran til stuðnings
stjórnvöldum og höfuðklútnum.
Forseti Írans hefur sagt að
andlát Amini verði rannsakað
og talað við foreldra hennar.
Hann hefur líka sagt að hann
sætti sig mótmæli, en ekki við
spellvirki.
Það er holur hljómur í slíkum
málflutningi þegar ráðist er á
friðsamlega mótmælendur með
skotvopnum og ofbeldi. Bylt-
ingin í Íran hefur reynst langlíf
og því miður getur vel verið að
stjórnvöldum takist að kæfa
niður mótmælin vegna morðs-
ins á Amini og lægja öldurnar
líkt og áður þegar soðið hefur
upp úr. Það er borin von að aft-
urhaldsöflin við stjórnvölinn í
Íran muni gera það með því að
veita konum aukin réttindi.
Líklegri eru þau til að beita
sömu aðferðum og venjulega;
sýna vald sitt, sýna að þeir, sem
snúist gegn þeim, þurfi ekki
bara að óttast um frelsi sitt
heldur líf sitt.
Dauði ungrar konu í
höndum siðgæðis-
lögreglunnar í Íran
hefur kveikt mót-
mæli um allt landið}
Konur bjóða
klerkunum byrginn
A
ðgerðir Seðlabankans og ríkis-
stjórnarinnar eru að ýta mörgum
út í verðtryggð lán sem nú mega
vera til 25 ára. En hver er mun-
urinn á 25 ára verðtryggðu og
óverðtryggðu láni fyrir 40 milljónir króna
samkvæmt reiknivél Landsbankans?
Greiðslubyrði óverðtryggðs láns á 7% vöxt-
um til 25 ára er 283.000 á mánuði og sú upp-
hæð á að haldast óbreytt út lánstímann, þó
vaxtabreytingar geti vissulega haft áhrif,
bæði til hækkunar og lækkunar. Verðtryggða
lánið er hins vegar á 2,3% vöxtum og fyrsta
greiðslan af því er 177.000 krónur og það er
þessi munur sem freistar margra, en eftir að-
eins fimm ár er afborgun verðtryggða lánsins
búin að ná afborgunum af því óverðtryggða og
þá byrjar ballið fyrir alvöru.
Eftir 10 ár er afborgun verðtryggða lánsins
komin upp í 450.000 og eftirstöðvar þess hafa hækkað um
28,6 milljónir á meðan eftirstöðvar óverðtryggða lánsins
hafa lækkað um tæpar níu milljónir og eftir 15 ár er af-
borgun verðtryggða lánsins komin upp í 723.000 krónur.
Til að standast greiðslumat fyrir svo háum afborgun-
um þarf fólk að hafa tvær milljónir á mánuði í laun. Þessi
lán eiga að vera fyrir þau sem ekki standast greiðslumat
fyrir óverðtryggðu láni og það er ólíklegt að lægstu laun
eða örorkubætur verði 2 milljónir að 15 árum liðnum
þegar afborgun óverðtryggða lánsins er enn þá 283.000.
Á þessum 15 árum er höfuðstóll verðtryggða lánsins
kominn upp í 77,4 milljónir á meðan höfuð-
stóll óverðtryggða lánsins hefur lækkað um
milljón á ári í 25 milljónir. Munurinn er þre-
faldur.
Eftir 20 ár hefur óverðtryggða lánið lækk-
að enn og er komið í 14,3 milljónir þegar
óverðtryggða lánið stendur í 65,6 milljónum
Munurinn er fimmfaldur.
Þegar þarna er komið eru einungis fimm ár
eftir af lánstímanum þannig að lántakandinn
þarf að greiða niður 65 milljón króna höfuð-
stól á aðeins fimm árum, enda hækka afborg-
anir upp frá því sífellt þannig að síðustu þrjú
ár lánstímans fara mánaðarlegar afborganir
frá 1,5 milljónum upp í í 1,9 milljónir í síðustu
afborgun. Síðasta afborgun óverðtryggða
lánsins er aftur á móti 283.000 eins og allar
hinar 299. Á lánstímanum mun óverðtryggði
lántakandinn greiða 85 milljónir en sá verð-
tryggði 215 milljónir.
Þetta eru lánin sem þeim, sem „ekki standast greiðslu-
mat“ fyrir óverðtryggðum lánum, er boðið upp á. Þetta
eru lánin sem ekki má afnema þrátt fyrir harða baráttu
Flokks fólksins, Hagsmunasamtaka heimilanna og
fremstu verkalýðsforingja landsins. Þetta eru lánin sem
allar ríkisstjórnir undanfarinn áratug hafa varið með
kjafti og klóm.
Þetta er ekkert annað en opinber glæpastarfsemi.
Ásthildur
Lóa Þórs-
dóttir
Pistill
Opinber glæpastarfsemi
Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Þ
essar fréttir eru mjög
sjokkerandi,“ segir Helgi
Gunnlaugsson, prófessor í
afbrotafræði í Háskóla Ís-
lands, um áform ungra Íslendinga
um hryðjuverk, sem lögreglan kom í
veg fyrir á fimmtudag. Síðasta sumar
voru þrjár skotárásir gerðar á al-
menning á Norð-
urlöndum svo að
menn setti hljóða
og nú virðist sem
lögreglan hafi
komið í veg fyrir
hugsanlegan
harmleik á Ís-
landi.
„Ég sé að
sumir eru að
segja að þetta
komi ekki á óvart,
en ég get ekki verið sammála því. Við
Íslendingar höfum hingað til ekki
haft mikið af öfgahópum, hvorki til
hægri né vinstri. Við sjáum þetta víða
á Norðurlöndunum og í öðrum lönd-
um Evrópu, þar sem eru skipulagðir
hópar, sem hafa meira að segja náð
langt í pólitík.“ Hann segir kjarna
slíkra hópa oft tengjast útlend-
ingaandúð og ekki síst andúð á mjög
ólíkum menningarhópum eins og
múslimum. „En ef við skoðum póli-
tíska litrófið á Íslandi, þá er það hóf-
samt. Við erum núna með ríkisstjórn
með tveimur andstæðum flokkum
sem vinna saman. Þessir öfgahópar
hafa blessunarlega ekki náð að festa
rætur á Íslandi.“
Helgi segir að varhugavert sé að
draga of miklar ályktanir meðan mál-
ið sé enn í rannsókn. „Maður veltir
því samt fyrir sér hvort þetta séu
bara einstaklingar á eigin vegum, eða
hvort þeir séu í slagtogi með öðrum
hérlendis eða tengdir við einhverja
hópa erlendis. Þetta gerist ekki á ein-
um degi svo þeir hafa verið að skipu-
leggja þetta í einhvern tíma, sem er
mikið áhyggjuefni.“
En hvaða hvatir liggja að baki
svona áformum? „Rannsóknir segja
að einstaklingar sem tengjast öfga-
hópum séu oft einstaklingar á jaðr-
inum, sem hafa kannski verið afskiptir
eða vanræktir og telja sig eiga harma
að hefna. Þeir upplifa að eitthvað hafi
verið gert á þeirra hlut og finnst þeir
ekki skulda samfélaginu neitt, sem
þeim finnst ekkert gera fyrir þá. Það
er allavega þessi sálfræðilega skýr-
ing.“ Helgi segir að félags- og menn-
ingarlegar skýringar tengist oft hug-
myndafræði þjóðernishyggju, um
hreinan kynstofn, verndun lands og
tungu. Hugmyndir í ætt við nýnas-
isma fá oft byr undir báða vængi við
breytingar, eins og þegar stórir hópar
innflytjenda flytja til landsins. „Þá
fyllist margir fortíðarþrá eftir ein-
hverju gömlu ímynduðu samfélagi og
óánægja kemur upp meðal heima-
manna sem finnst lítið fyrir þá gert
meðan aðrir hópar séu í forgangi. Þá
verður til jarðvegur þar sem öfga-
skoðanir ná að þrífast. En við höfum
ekki þessar aðstæður hér á Íslandi.
Mikill fjöldi útlendinga hefur sest að á
Íslandi á síðustu árum og hefur þeim
fjölgað frá 2% um aldamótin upp í 15-
16% í dag, sem er svipað hlutfall og
annars staðar á Norðurlöndum. En
þetta er mestmegnis fólk sem hefur
komið hingað til að vinna og er með
svipaðan norðurevrópskan bakgrunn í
trúar- og menningarlegu tilliti. Þetta
hefur ekki bara gengið vel, heldur í
rauninni bjargað efnahagsmálum á Ís-
landi í greinum eins og ferðaþjónustu,
byggingariðnaði og sjávarútvegi.“
Helgi segir að það sé verulegt
áhyggjuefni að orðræða öfgamanna
hafi náð eyrum þessara ungu Íslend-
inga. „En á sama tíma er það mikill
léttir að lögreglan hafi getað afstýrt
þessu áður en þeir gátu látið til skar-
ar skríða.“
Léttir að lögreglan
gat afstýrt harmleik
Morgunblaðið/Ásdís
Vopn Ungu Íslendingarnir sem voru handteknir á fimmtudag voru búnir að
viða að sér sprengiefnum og vopnum, auk þess að nota þrívíddarprentara.
Helgi
Gunnlaugsson
Árásir á almenning eru ekki al-
gengar á Norðurlöndum. Þó
varð mesta mannfall í nokkurri
árás einstaklings á almenning í
heiminum í árás nýnasistans
Anders Breiviks í Noregi, þar
sem hann myrti 77 ungmenni
hinn örlagaríka dag, 22. júlí
2011. Núna í sumar hafa þrjár
árásir verið gerðar á Norður-
löndum sem minna á hryllinginn
frá sumrinu 2011.
Aðfaranótt laugardagsins 25.
júní var gerð skotárás við
skemmtistað samkynhneigðra í
Osló og létu tveir lífið og 21
særðist. Árásarmaðurinn var
norskur ríkisborgari af írönsk-
um ættum. Sunnudaginn 3. júlí
gekk 22ja ára gamall Dani inn í
vörumiðstöðina Field‘s og hóf
skothríð. Þrír létust og tíu
særðust. Föstudaginn 19. ágúst
hóf 15 ára sænskur unglingur
skotárás í verslunarmiðstöðinni
Emporia í Malmö í Svíþjóð þar
sem tveir særðust.
Árásir knún-
ar mannhatri
ÞRJÁR ÁRÁSIR Á NORÐ-
URLÖNDUM Í SUMAR