Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
JEPPABREYTINGAR
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
SÉRPANTANIR
RYÐVÖRN
,,Njála er ótrúleg og margslungin,
segir Guðni Ágústsson fyrrverandi
ráðherra. ,,Söguna má sjá sífellt í
nýju ljósi það er óskaplega gaman
að fara með fólki
á Njálu-slóðir svo
ekki sé talað um
hinn nýja miðbæ
Selfoss. Og
þrennan í þessari
ferð minni sem
ég fer í sem
leiðsögumaður er
Laugardæla-
kirkja og að gröf
Bobby Fischers.
Segi hans mögnuðu áhrif á þjóðfélag
okkar með lífi og dauða sínum.“
Konungkaffi og
hetja heimsins
Næstkomandi föstudag, 30. sept-
ember, stendur Ferðafélag Íslands
fyrir leiðangri um Njáluslóðir. Lagt
verður upp í ferðina kl. 9. frá Há-
degismóum í Reykjavík og komið til
baka undir kvöld. Farið verður aust-
ur fyrir fjall með með fyrstu við-
komu í Konungshúsinu í miðbænum
nýja á Selfossi.
„Ég fer yfir sögu húsanna í nýja
gamla miðbænum og sögu Selfoss.
Við drekkum kaffi í Konungskaffi,
göngum um hinn fagra miðbæ og að
styttu Egils Thorarensen kaupfé-
lagsstjóra en hann mótaði að stórum
hluta athafnalífið og uppgang Sel-
foss í fjörutíu ár, segir Guðni. Einn-
ig verður viðkoma höfð í Laug-
ardælum skammt frá Selfossi þar
sem skákmeistarinn Bobby Fischer
er jarðsettur.
„Bobby Fischer er hetja heims-
ins, hann verður ræddur næstu þús-
und árin ekkert síður en Njála.“
Réðu ráðum og spunnu vefinn
Þegar komið er á Niáluslóðir í
Rangárþingi birtast hetjur Njálu
ljóslifandi í frásögn. Farið verður
meðal annars að Hlíðarenda í
Fljótshlíð og að Bergþórshvoli í
Landeyjum; það er til tveggja af
helstu sögustöðum Njálu. Að þessu
sinni verður þó sérstaklega beint
sjónum að konunum í Njálu og hve
mikil áhrif þær höfðu á alla fram-
vindu mála. Réðu ráðu og spunnu
vefinn. Þetta eru Rannveig Sigfús-
dóttir, Unnur Gígja Marðardóttir,
Gunnhildur kóngamóðir, Melkorka
Mýrkjartansdóttir, Hallgerður lang-
brók Höskuldsdóttir, Bergþóra
Skarphéðinsdóttir, Þorgerður
Glúmsdóttir og Hildigunnur Stark-
aðardóttir.
„Auðvitað er hlutur Hallgerðar
langbrókar og Bergþóru stærstur í
fyrri hluta Njálu en Hildigunnar
Starkaðardóttur, konu Höskuldar
Hvítanesgoða, í þeim seinni. Allt hið
illa hlaust af Hallgerði, sagði Njáll
og köld eru kvennaráð, sagði Flosi
um frænku sína Hildigunni. Í dag sé
ég örlög Hallgerðar í ljósi nútímans,
hún var misnotuð stúlka og lögð í
einelti. Karlar hennar þrír að tölu
slógu hana kinnhest, sem kostaði þá
lífið. Flestir skilja Hallgerði betur
eftir að ég hef vakið umræðu um
hvernig hún var svikin og niðurlægð
í Njálu. Hallgerður er kona sam-
tímans að mörgu leyti. Átti stork-
andi líf og sögð flagð undir fögru
skinni. Hún bauð karlaveldinu
byrginn og á þau fleygu orð að hún
vildi engin hornkerling vera.“
Einn stærsti harmleikur
Íslandssögunnar
Guðni segir alltaf magnað að
koma að að Bergþórshvoli í Land-
eyjum. Sterkar tilfinningar fari oft
um fólk þegar Njálsbrenna er rifj-
uð upp og örlögum Njáls, Bergþóru
og Þórðar litla Kárasonar lýst.
Stundum falli tár.
„Þríhyrningur er fjallið í Njálu.
Þangað kom Flosi á þriðjudegi í lok
ágúst í þá miklu blóðhefnd sem
kostaði Njál, einn göfugasta mann
sögunnar, lífið svo og Bergþóru
konu hans og þrjá syni þeirra og
litla drenginn. Einn stærsti harm-
leikur Íslandssögunnar. Það er því
af nægu að taka og ég vona að eng-
um leiðist í þessari mögnuðu ferð
og við komum í tvær kirkjur;
Laugardæli og Hlíðarenda,“ segir
Guðni Ágústsson.
Fer um Rangárþing og
segir frá konum í Njálu
- Guðni Ágústsson sögumaður í ferð Ferðafélags Íslands
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fljótshlíð Í væntanlegum leiðangri verður m.a. komið við í Hlíðarenda-
kirkju í Fljótshlíð sem hér sést. Í baksýn er hinn svipsterki Eyjafjallajökull.
Guðni
Ágústsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þegar góðar vísur tala inn í að-
stæður og gera stundina léttari og
jafnvel hlýlegri er tilganginum náð,“
segir sr. Hjálmar Jónsson fyrrver-
andi dómkirkjuprestur í Reykavík.
Fyrir nokkrum dögum kom út bókin
Stundum verða stökur til sem hefur
að geyma kveðskap Hjálmars frá
ýmsum tímum. Þetta eru einkum og
helst lausavísur ýmiss konar – gjarn-
an settar saman í dagsins önn til að
fanga stund og stemningu. Aðrar eru
ortar við alvarlegri tilefni svo greina
má að „hjartað er í borði“ eins Hjálm-
ar kemst að orði. Hann kynnti bók
sína á Hafnartorgi í Reykjavík í vik-
unni, þar sem fjöldi gesta samfagnaði
honum með útgáfuna.
Unnið úr eðalmálmi
Kveðskapur hefur fylgt sr. Hjálm-
ari síðan í barnæsku. Fljótt varð hon-
um bókstaflega eðlislægt að grípa
góð tilefni og yrkja um. „Ég hef
stundum sagt að skáldskapur sé bæði
íþrótt og sköpun. Bæði er þetta leikur
að orðum undir ólíkum bragarháttum
– en svo líka sköpun og vinna með
hugmyndir og veruleika. Þar reynir
líka á leikni að vinna úr þeim eðal-
málmi sem íslensk tunga er,“ segir sr.
Hjálmar sem byrjaði að fikta við
vísnagerð sjö ára gamall.
„Ég var átta ára strákur að alast
upp í Biskupstungum þegar afi minn,
Kristinn Bjarnason, kom í heimsókn
eitt sinn sem oftar. Hann fór gjarnan
með vísur sem hann samdi og hvatti
mig til að prófa, hvað ég og gerði. Vís-
urnar sem ég samdi voru réttar hvað
varðar stuðla, höfuðstafi og rím – sem
hvatti mig áfram. Þarna við bættist
að ég stamaði mikið á þessum árum.
Þá var gott að geta meitlað mál sitt,
enda hvarf stamið þegar ég fór með
vísurnar mínar. Með tímanum hvarf
stamið en þjálfunin í kveðskap var
komin,“ segir Hjálmar – sem um dag-
ana hefur ort þúsundir vísna. Sumum
hefur skolað út en aðrar lifa – svo sem
staka sem Hjálmar orti einhverju
sinni á leiðinni norður í land:
Á Holtavörðuheiði syng
og hef ei neins að sakna.
Horfi ég yfir Húnaþing
og hendingarnar vakna.
Vísurnar í bókinni góðu eru því
sem næst í tímaröð, þær fyrstu frá
námsárum, en svo frá prestskap,
þingmennsku og fleiri verkum á
löngum ferli. Tilefnin hafa verið ýmis
og vísurnar eru samkvæmt því. Ekk-
ert er ákveðið – heldur einfaldlega
koma vísurnar fljúgandi. Eða eins og
Hjálmar yrkir:
Andagift ég ekki skil
eða þekki
stundum verða stökur til
og stundum ekki.
Bæði ylur og birta
„Skáldskapur er í ættinni. Langa-
langalangafi minn var skáldið Bólu-
Hjálmar, sem þekktur var fyrir
beittar vísur þegar hann bjó í
Blönduhlíðinni í Skagafirði. Fleiri
hagyrðingar eru í ættinni, karlar og
konur, og mörg hver hafa gefið út
vísur, kvæði og ljóð. Indriði G. Þor-
steinsson hafði þetta einhverju sinni
á orði við mig en bætti við að minn
kveðskapur væri mun mildari en
hins fræga forföður,“ segir sr.
Hjálmar sem lýsir bók sinni sem
ævisögubroti – og þetta eru loka-
orðin:
Vinafundir, vinakynni
veita bæði yl og hlýju
Ljómi þannig sól í sinni
sálin verður ung að nýju.
Skáldskapur er íþrótt og sköpun
- Ævisögubrot eftir sr. Hjálmar Jónsson í nýrri bók - Vísurnar koma stundum
fljúgandi - Fanga stund og stemninguna - Lærði ungur að meitla íslenskt mál
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfundur Skáldskapur er í ættinni, segir sr. Hjálmar hér með nýju bókina.
„Bangsar, dúkkur og tuskudýr eru
börnunum dýrmæt,“ segir sr. Þor-
valdur Víðisson sóknarpestur í
Fossvogsprestakalli í Reykjavík.
Við messu í Bústaðakirkju í Reykja-
vík á morgun, sunnudag kl. 11, fer
þarf fram bangsablessun eins og
slíkt er kallað.
„Fátt stendur börnunum nær en
bangarnir sem þau taka nú með í
kirkjuna. Segja má svo að bangs-
arnir séu tákn fyrir traust, sem er
náskylt því að trúa. Að treysta og
trúa gerir lífið auðveldara. Svona
þurfum við alltaf að vera tilbúin til
að nálgast börnin á þeirra for-
sendum,“ segir sr. Þorvaldur. Hann
bendir á að mörg undanfarin ár
hafi læknarnemar í kynningarskyni
verið reglulega með svonefndan
bangsaspítala, í því skyni að við-
kynning barna af heilbrigðisþjón-
ustunni verði sem best. Hugsunin
með bangsamessunni nú sé á marga
vísu hin sama: það er að skapa
traust og trúnað. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bústaðakirkja Prestar og djáknar með
bangsa sem nú fá góðar móttökur.
Bangsar blessaðir
í Bústaðakirkju