Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
AF LISTUM
Snorri Rafn
Hallsson
Íslenska myndlistarhátíðin Rela-
tions var haldin dagana 16.-18. sept-
ember í þriðja og fjórða hverfi
Vínarborgar. Hátíðin var haldin í til-
efni þess að ákveðið var að opna
sendiráð að nýju í Austurríki, en það
þjónar jafnframt Slóveníu, Slóvakíu,
Króatíu og Ungverjalandi.
Sendiherrabústað
breytt í sýningarrými
Helgin hófst á listasýningu í
bústað Kristínar A. Árnadóttur
sendiherra. Öllum húsgögnum hafði
verið rúttað út til að rýma fyrir þeim
fjölmörgu verkum sem almenningi
bauðst að berja augum. Þeirra á
meðal voru verk úr fórum Listasafns
Íslands eftir eldri meistara á borð
við Ásgrím Jónsson, Björgu Þor-
steinsdóttur og Kjarval. Fjölmargir
íslenskir listamenn sem tengjast
Austurríki með einum eða öðrum
hætti fylgdu verkum sínum einnig til
Vínar og voru allir salir bústaðarins
dekkaðir frá gólfi og upp í loft.
Það er táknrænt að sendiherra
hefji störf á því að blása til listasýn-
ingar. „Hugmyndin var að kynna
íslenska listmenningu, byggja brýr
og láta hluti gerast,“ segir Kristín og
bætir við: „Arfleifðin okkar hér í
Austurríki felst í listinni og menn-
ingunni. Hingað hefur fólk komið til
að mennta sig og þau sem búa hér
tengjast með einum eða öðrum hætti
menningu og listum. Þegar nýtt
sendiráð er opnað í menningar-
höfuðborg Evrópu er við hæfi að það
sé gert með svona viðburði.“
Viðtökurnar voru enda góðar og
varð varla þverfótað á opnuninni
fyrir áhugafólki um íslenska mynd-
list. Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir utanríkisráðherra var
viðstödd og sagði í ávarpi sínu að
það væri auðveldara að eiga í sam-
skiptum við Austurríki en mörg önn-
ur lönd því ekki þurfi að deila um
fiskinn. Engu að síður sé mikilvægt
að við stöndum vörð um gildin okk-
ar. Óháð því hver maður er, hvaðan
maður kemur eða hvern mann elsk-
ar verður maður að eiga rétt á að
geta skapað og tjáð sig.
Hafið flutt til eyjunnar
í miðri Evrópu
Á laugardagskvöldið var opnuð
samsýning Huldu Vilhjálmsdóttur
og Hjartar Matthíasar Skúlasonar í
RUT’s Gallery. Sýningin ber titilinn
Sjávarmál – Meeresspiegel og
samanstendur af málverkum eftir
Huldu og dúkkum eftir Hjört sem
hann vann úr afgangsstriga frá
Huldu.
Sjávarmál er fimmta sýningin
sem Rut Marrow efnir til á arki-
tektastofu eiginmanns síns. „Ég vel
hingað inn það sem mér finnst passa
og þá sérstaklega listamenn sem
virkilega snerta mig,“ segir Rut og
bætir við: „Ég heimsótti þau Huldu
og Hjört þegar þau voru með vinnu-
stofu saman og sá strax hvað það eru
falleg tengsl þeirra á milli, þau tala
svo vel saman þessi verk þó ólík
séu.“
Dúkkur Hjartar spegla sig í sjón-
um á meðan verk Huldu teygja sig
niður í djúpið. Verk Huldu spanna
tímabilið frá 2013 til 2022. „Í austur-
rískri myndlist er mikið um sterka
liti og blóm og ég valdi þau verk sem
mér fannst ríma við það. Ég hugsaði
með mér að okkar blóm væru
kannski svolítið í hafinu, allur þessi
sjávargróður og flóra sem við þurf-
um að nýta betur. Sjávarmálið er lín-
an sem tengir mannheiminn og and-
ans heim. Í sögunni um Alfinn
álfakóng fer hann í sjóinn til að leita
að lækningu fyrir son sinn, og ég sé
þetta svipað, er að leita eftir þessum
mætti sem má finna í andlegu hlið-
inni. Og það er málverkið,“ segir
Hulda.
Á köflum er líkt og dúkkur Hjart-
ar stingi sér á kaf og komi upp í lit-
sterkum verkum Huldu. Þannig
Íslensk myndlist á eyjunni Austurríki
mynda þau oft eina heild. En hvern-
ig túlkar maður hafið með brúðum?
„Það er nefnilega trixið,“ segir
Hjörtur og bætir við: „Það getur
verið erfitt því ég notast alltaf við
sama formið, sömu dúkkuna en ég
set hana í ýmsar stellingar, brýt
hana niður og bæti á hana. Dúkk-
urnar sem eru svona hálfar og hálfar
til að mynda, þær eru eins og litlir
strákar sem hafa vaðið út í sjó upp
að nafla og horfa á eigin spegil-
mynd.“
RUT’s Gallery er á Mittersteig 13
í fjórða hverfi Vínar og er sýningin
opin fram í desember. „Það er um að
gera að koma á daginn og trufla
arkitektana, banka á gluggann og
segja: „Halló! Ég vil koma inn!“,“
segir Rut.
Málverkið er lifandi gjörningur
Eftir hádegi á sunnudeginum
bauð myndlistarmaðurinn Jakob
Veigar Sigurðsson gestum og gang-
andi inn á vinnustofu sína í þriðja
hverfi Vínar. Um þessar mundir
vinnur hann að sýningu sem sett
verður upp í Listasafni Árnesinga á
næsta ári. Innblástur og efnivið
sækir Jakob Veigar að stórum hluta
til Íran þar sem hann hefur dvalið.
„Ég er mikið að vinna með textíl,
strigann sem ég brýt í sundur en ég
vinn einnig með handverksfólki,
hirðingjum í Íran sem vinna verk
sem verða svo mín að lokum, þó þau
eigi sinn þátt í þeim.“
Mikla athygli vakti flennistórt
verk í vinnslu þar sem Jakob Veigar
túlkar eyðimörkina í Íran. En hvern-
ig er að bjóða fólki í vinnurýmið þar
sem verkin eru ekki tilbúin? „Það er
svo gaman þegar fólk verður fyrir
vonbrigðum,“ segir Jakob Veigar
kíminn og bætir við: „Þetta er lif-
andi, listin er alltaf lifandi og mál-
verkið sérstaklega. Það er það sem
er svo skemmtilegt. Eins og Leon-
ardo da Vinci sagði þá er málverk
aldrei tilbúið fyrr en einhver tekur
það af manni. Þessi gjörningur –
hann er lifandi og heldur alltaf
áfram – er jafnvel áhugaverðari en
verkið sjálft því verkið endar oft
bara leiðinlega.“
„Besti píanóleikari Evrópu“
Viðburðaröðinni lauk á mynd-
listarkvöldverði í sendiherra-
bústaðnum – The Salon – þar sem
samankomið var allt það listafólk
sem tók þátt í helginni ásamt fulltrú-
um fjölmiðla, listasafna og gallería í
Austurríki. Þó tilgangurinn hafi ver-
ið að veita fólki tækifæri til að tala
saman og mynda tengsl var sá hátt-
ar hafður á að forrétturinn var
snæddur í algerri þögn. Þögn sem
síðar var rofin af engum öðrum en
okkar eigin Snorra Ásmundssyni,
sem kynnir sig sem „besta
píanóleikara Evrópu, en hann lék
heldur óhefðbundið með lögum
Ennio Morricone og annarra. Eftir
kóngadans við teknótónlist var gest-
um aftur frjálst að losa um málbeinið
og styrkja þær tengingar sem helgin
svo sannarlega skapaði.
Ljósmynd/Saleh Rozati
Félagar Jakob Veigar Sigurðsson
og Hallgrímur Árnason við verk sín.
Ljósmynd/Snorri Rafn Hallsson
Gjörningur Snorri Ásmundsson,
sýndi mikil tilþrif við píanóið.
Ljósmynd/Hallgrímur Árnason
Málverk Verk eftir Ásgrím Jónsson, Hjört Matthías Skúlason og Hallgrím
Árnason voru meðal þess sem sjá mátti í sendiherrabústað Íslands í Vín.
Ljósmynd/Jakob Veigar Sigurðsson
Textílverk Verkið 24 hours in Iran
eftir Jakob Veigar Sigurðsson.
Ljósmynd/Jakob Veigar Sigurðsson
Spjall Kristín Gunnlaugsdóttir segir gestum frá verki sínu Not so bad.
Ljósmynd/Jakob Veigar Sigurðsson
RUTs Margt var um manninn á sýningu Huldu og Hjartar í RUTs Gallery.
Ljósmynd/Jakob Veigar Sigurðsson
Prúðbúin Frá opnun sýningarinnar Sjávarmál – Meeresspiegel. Frá vinstri
eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Hulda
Vilhjálmsdóttir, Hjörtur Matthías Skúlason, Rut Marrow, Kristín A. Árna-
dóttir, sendiherra Íslands í Austurríki og Norbert Grabensteiner.