Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Varðskipið Freyja er komið til
Reykjavíkur eftir að hafa farið í
slipp í Stavanger í Noregi. Skipið
var málað upp á nýtt og er nú ekki
lengur flekkótt eins og það hefur
verið frá því það kom hingað frá
Hollandi í litum Gæslunnar. Skipið
er því eins og nýsleginn túskild-
ingur, eins og starfsmaður Gæsl-
unnar vonaði þegar skipið var sent
út í slipp.
Freyja er nýjasta varðskip Land-
helgisgæslunnar og er með heima-
höfn á Siglufirði. Það hefur mikla
dráttargetu og hefur komið að góð-
um notum. Skipið var keypt á síð-
asta ári eftir útboð Ríkiskaupa og
Landhelgisgæslunnar og kom til
landsins í nóvember. Fyrir sigl-
inguna til landsins var það prófað og
málað í litum Gæslunnar í Rotter-
dam. Fljótt fór gráa málningin að
flagna en skipið var þannig útlítandi
við gæslustörf þar til fór í slipp.
Freyja er tólf ára gömul og var
lengst af notuð til ýmiss konar þjón-
ustuverkefna fyrir olíuiðnaðinn, síð-
ast þegar sett var niður gaslögn frá
Svíþjóð yfir til Póllands.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Freyja Varðskipið sigldi nýmálað til hafnar í Reykjavík í gærmorgun.
Freyja í nýjum búningi
- Varðskipið er komið aftur til lands-
ins eftir að hafa verið málað í Noregi
HAUSTGOLF
ÆFÐU SVEIFLUNA Á ALICANTE
LÖNG HELGI | 14. - 18. OKTÓBER
ALICANTE GOLF 4*
TVÍBÝLI MEÐ MORGUNVERÐI AFNOT AF
GOLFBÍL OG ÓTAKMÖRKUÐU GOLFI.
VERÐ FRÁ148.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
INNIFALIÐ Í VERÐI:
BEINT FLUG
GISTING M. MORGUNVERÐI
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG.
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
Morgunblaðið/Golli
Fimmþúsundkallar Dýrt getur ver-
ið að gera mistök í heimabankanum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Maður varð fyrir 900 þúsund
króna tapi við kaup á bréfum í
hlutabréfasjóði hjá Landsbank-
anum. Hann gerði þau mistök að
slá inn tölu með einu aukanúlli
þegar hann pantaði bréfin og
bankinn vildi ekki láta viðskiptin
ganga til baka þótt mistökin væru
augljós.
Maðurinn sem er hátt á
áttræðisaldri segist í sumar hafa
verið í sambandi við ráðgjafa sinn
hjá Landsbankanum um ráðlegg-
ingar um ávöxtun fjármuna. Feng-
ið ráð um að úrvalsbréf væru góð-
ur kostur og rétt gæti verið að
færa peninga af bankareikningi yf-
ir í Úrvalsbréf sem er einhvers
konar hlutabréfasjóður. Hann
ákvað að gera þetta á fimmtudag-
inn í síðustu viku. Gengi bréfanna
var þá 4,983. Átti hann 1.100 þús-
und krónur inni á bankabók og
ætlaði að færa þá fjárhæð yfir í
bréfin. Svo illa tókst til að hann
skrifaði 11 milljónir í stað 1,1 millj-
ónar. Hann segir að mistökin hafi
vissulega verið sín en hann vissi
ekki um þau fyrr en á mánudag
þegar ráðgjafinn hringdi til að
segja honum að viðskiptin væru
gengin í gegn en hann skuldaði
bankanum 10 milljónir því hann
hefði ekki verið með nóg inni á
bókinni sem hann vildi greiða með.
Gengi bréfanna hrundi
Þegar maðurinn áttaði sig á mis-
tökunum vildi hann hætta við við-
skiptin en ráðgjafinn sagði að það
væri ekki hægt, þótt afgreiðsla
bréfanna hefði farið fram þennan
sama dag. Var ákveðið að hafa
samband á þriðjudag og þá var
honum tjáð að hann gæti selt bréf-
in aftur, eða greitt þessar 10 millj-
ónir sem vantaði. Gengið hafði þá
lækkað í 4,69 og skildist honum að
með því að selja myndi hann tapa
mánaðar ferð á sólarströnd með
konunni. Þetta var á þriðjudegi,
rétt fyrir lokun markaða, og ráð-
gjafinn gat ekki sagt hvað rétt
væri að gera í stöðunni. Var því
ákveðið að bíða til miðvikudags
eftir hugsanlegri hækkun mark-
aða. Að morgni miðvikudags hafði
gengi bréfanna enn lækkað, í 4,55.
Bankinn vildi ekki taka þátt
Ráðgjafinn ræddi við yfirmenn
sína um það hvort bankinn vildi
taka skellinn með viðskiptavin-
inum. Svarið við því var nei, nema
hvað bankinn myndi gefa eftir 150
þúsund króna söluþóknun. Mað-
urinn taldi sig verða að ljúka mál-
inu. Hann fékk síðan endanleg
svör með því að fylgjast með
bankabókinni í heimabankanum.
Út af henni fóru 900 þúsund krón-
ur í fyrradag.
Maðurinn segir að þótt mistökin
hafi verið sín sé hann sár út í
bankann fyrir að hafa ekki viljað
hjálpa sér að leiðrétta þau. Eins
hafi hann þráspurt ráðgjafann rétt
fyrir lokun markaðar á þriðjudag
um ráðleggingar um hvað væri
best fyrir hann að gera en ekki
fengið skýr svör. Svo hafi ráðgjaf-
inn hringt á miðvikudagsmorgni,
fyrir opnun markaða, og þá getað
sagt honum að gengið hefði enn
lækkað. Hann hafi væntanlega vit-
að það fyrir lokun daginn áður.
Tapaði 900 þúsund á einu aukanúlli
- Maður sem gerði mistök við kaup í hlutabréfasjóði er sár út í Landsbankann fyrir að vilja ekki
aðstoða sig við að láta viðskiptin ganga til baka - Keypti hluti fyrir 11 milljónir í stað 1,1 milljónar
Ætlað er að ríflega 20 þúsund
manns hafi sótt sjávarútvegssýn-
ingun Iceland Fishing EXPO sem
var í Laugardalshöll í Reykjavík,
stóð í þrjá daga og lauk í gær-
kvöldi. „Áhuginn var mikill, ekki
síst erlendis frá. Íslensk fyrirtæki
kynntu hér margar áhugaverðar
nýjungar í útgerð, vinnslu og fisk-
eldi. Sjávarútvegur og allt sem hon-
um tengist er í dag er mjög háþró-
að,“ segir Ólafur M. Jóhannesson,
framkvæmdastjóri sýningarinnar.
Allt tóku um 150 innlend og er-
lend fyrirtæki þátt í sýningunni
sem jafnan er á þriggja ára fresti. Í
Laugardalshöll nú mátti sjá fólk
víða af landinu kynna sér búnað og
nýmæli í greininni. Viðburðir sem
þessi eru svo líka alltaf skemmtileg
mannamót; vettvangur til að rækta
tengsl og skapa. sbs@mbl.is
Meira en 20 þúsund gestir sóttu sjávarútvegssýninguna Iceland Fishing EXPO
Háþróuð
tækni og
mannamót
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon