Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 40
BÚÐINKRINGLUNNI Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö tónlistarævintýri undir stjórn Daníels Bjarnasonar á tónleikum undir merkjum Litla tónsprotans í dag, laugardag, kl. 14 og 16. Þetta eru ævintýrin Pétur og úlfurinn eftir Sergej Prokofíev og Tobbi túba eftir George Kleinsinger. Á morgun, sunnudag, kl. 17 flytur Ungsveit Sinfóníu- hljómsveitar Íslands Sinfóníu nr. 2 eftir Sergej Rakh- manínov undir stjórn Kornilios Michailidis. Tvö tónlistarævintýri í dag og Ungsveit Sinfó á morgun í Hörpu LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu karla mátti sætta sig við 1:2-tap fyrir því tékkneska í fyrri leik lið- anna í umspili um laust sæti á EM 2023 á Víkingsvelli í gær. Snúið verkefni bíður því liðsins í Tékklandi næst- komandi þriðjudag þegar síðari leikurinn fer fram. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti á lokamóti EM í Georgíu og Rúmeníu á næsta ári. »33 Erfitt verkefni bíður í Tékklandi ÍÞRÓTTIR MENNING byrjaði að tefla fimm ára,“ segir Bjartur, sem hefur teflt bæði heima og erlendis, staðið sig vel við taflborðið og var til að mynda Íslandsmeistari í sínum aldurs- flokki þegar hann var átta ára. Hann fer á skákæfingar tvisvar í viku hjá TR og segir að skákin gefi sér mikið. „Það eru svo marg- ir möguleikar í hverri skák og maður lærir að vera þolinmóður,“ segir hann. Benedikt tekur í sama streng. „Skákin er svo fjölbreytt og fær mann til þess að hugsa mikið. Hún krefst mikillar einbeit- ingar og styður þannig vel við námið í skólanum.“ Hann æfir þrisvar í viku hjá TR, í einn og hálfan tíma í hvert sinn, auk þess sem hann teflir mikið á netinu heima, fer yfir skákir sínar og spá- ir í spilin, en hann er með um 1.800 Elo-stig. „Mér hefur alltaf fundist stíllinn hjá Fischer skemmtilegur.“ Metnaðurinn leynir sér ekki hjá bræðrunum. „Mig langar til þess að verða stórmeistari og það er langtímamarkmið,“ segir Bene- dikt. Bjartur er svolítið tvístígandi, ætlar að halda áfram að tefla en leggur meiri áherslu á að verja mark Valsmanna á í 4. flokki, en hann var í 2. sæti með liði sínu á Íslandsmótinu, þegar hann var í 5. flokki. „Mér finnst eiginlega aðeins skemmtilegra í fótboltanum en tefli mikið meira á veturna.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Evrópumót ungmenna í skák verð- ur haldið í Antalya í Tyrklandi 5.- 15. nóvember. Skáksamband Ís- lands sendir 16 skákmenn til keppni, en að meðtöldum farar- stjórum og forráðamönnum verða tæplega 40 manns í hópnum, sem Helgi Ólafsson stórmeistari leiðir. „Við mætum sterkustu krökkum í Evrópu og þetta verður erfitt en skemmtilegt,“ segir Benedikt Þór- isson, sem er að verða 16 ára og tekur þátt í mótinu í þriðja sinn. Þórir Benediktsson, faðir hans, verður honum til aðstoðar. Þórir hefur nær alla tíð verið viðloðandi skákina, bæði sem skák- maður, dómari og stjórnarmaður. Hann segir að þau foreldrarnir hafi stutt synina vel í skákinni og farið með þeim á mót. Skák hefur verið helsta tóm- stundagaman Benedikts frá barn- æsku. „Pabbi sýndi mér fyrst skákborð og taflmenn þegar ég var þriggja ára en ég byrjaði ekki að tefla af alvöru fyrr en nokkrum ár- um síðar,“ rifjar hann upp, en Benedikt, sem er á fyrsta ári í Kvennaskólanum í Reykjavík, hef- ur æft og teflt fyrir Taflfélag Reykjavíkur í nær áratug. Metnaður Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Benedikt hefur tvisvar verið Íslandsmeistari í sínum ald- ursflokki, síðast í ár. Þegar hann var í Austurbæjarskólanum sigraði hann meðal annars þrisvar í Skólanetskákmótinu frá desember 2019 til maí 2020, þ.e. í 4., 10. og 15. mótinu af samtals 16 mótum. Hann var líka í verðlaunasæti á ár- legu alþjóðlegu móti í Kragerö í Noregi í febrúar. Þar tefldu 18 Ís- lendingar, þar á meðal stór hluti U25-landsliðshópsins, afrekshópur frá TR og hluti landsliðsmanna í opnum flokki og kvennaflokki. Bjartur, bróðir hans, sem er 13 ára í 8. bekk í Austurbæjarskóla, vann til verðlauna í sínum aldursflokki og hækkaði um 78 stig, en hann er með um 1.300 Elo-stig. „Pabbi kenndi mér skák og ég Einbeittir bræður - Benedikt og Bjartur Þórissynir efnilegir skákmenn - Fjölmenni á Evrópumóti ungmenna í skák í Tyrklandi Morgunblaðið/Eggert Skák Þórir Benediktsson kenndi Bjarti og Benedikt að tefla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.