Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 26
26 MESSUR á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Nánari upplýsingar veitir Gunnar Svavarsson | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf gunnar@kontakt.is | 892 1470 Til sölu kjöt- og matvöruverslun Um er að ræða gamalgróna kjöt- og matvöruverslun með gott orðspor. Veltan er um 240 milljónir króna. Verslunin, sem er um 220 fm að stærð, er á mjög góðum stað í íbúðahverfi miðsvæðis í borginni. Hún er í leiguhúsnæði, í eigu sömu aðila, og getur verið laus með skömmum fyrirvara ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar. Krisztina Kalló Szklen- ár organisti. Kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Sunnudagaskólanum á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Ingunnar djákna og Valla. Stuttur fundur með foreldrum/ forráðamönnum fermingarbarna vorsins 2023. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu. BESSASTAÐASÓKN | Kl. 11. Sunnudagaskóli í Brekkuskógum. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur, Þórey María og Þórarinn. Kl. 17. Síðdegisguðsþjónusta í Bessastaðakirkju- sr. Hans Guðberg. Lærisveinar hans og Ástvald- ur organisti. Sérstakur gestasöngvari Steini í Hjálmum. BORGARNESKIRKJA | Kveðjumessa sr. Þor- björns Hlyns Árnasonar og innsetningarmessa sr. Heiðrúnar Helgu Bjarnadóttur verður í Borgar- neskirkju sunnudag, 25. september, kl. 14. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnasonar og sr. Anna Eiríks- dóttir þjóna fyrir altari. Steinunn Árnadóttir leik- ur á orgel og kór Borgarneskirkju leiðir sálma- söng. Að lokinni athöfn verður kirkjugestum boðið til kaffisamsætis á Hótel Borgarnes. BÚSTAÐAKIRKJA | Bangsablessun fer fram í barnamessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 25. september kl. 11. Börn á öllum aldri hjartanlega velkomin með bangsana, dúkkurnar, tuskudýrin og leikföngin. Antonía Hevesí verður við flygil- inn. Daníel Ágúst Gautason djákni og séra Þor- valdur Víðisson, leiða stundina. Hefðbundin guðsþjónusta kl. 13, þar sem félagar úr Kamm- erkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Antoníu Hevesí. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum. DIGRANESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Ásdís og Hálfdán annast samveru sunnu- dagaskólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, organisti Sólveig Sigríður Einars- dóttir. Hressing að messu lokinni. DÓMKIRKJAN | Sunnudaginn 25. september er fjölskyldumessa kl. 11. Fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra er sérstaklega boðin velkomin. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Douglas leikur á orgelið. Kaffi, djús, kleinur og gott samfélag í safnaðarheimilinu eft- ir messu. EYRARBAKKAKIRKJA | Verið velkomin til messu sunnudaginn 25. september kl. 20. Prestur er Gunnar Jóhannesson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar. Einar Aron töframaður verður með töfrasýningu. Boðið upp á pylsur og djús eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Fjallað verður um gleðina í tali og tónum. Kór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir fríkirkjuprestur predikar. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudaginn 25. september kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur Fríkirkjunn- ar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Söng- hópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra eru hvött til að mæta GAULVERJABÆJARKIRKJA | Verið velkomin til messu sunnudaginn 25. september kl. 14. Prestur er Gunnar Jóhannesson. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 25. september kl. 11 verður kveðjumessa í Grafar- vogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson kveð- ur Grafarvogssöfnuð eftir 6 ára þjónustu. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson og sr. Sigurður Grét- ar Helgason þjóna. Drengur verður fermdur. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffi og meðlæti í boði að lokinni messu. GRENSÁSKIRKJA | Messa í Grensáskirkju kl. 11. Guðspjallstexti dagsins endar á orðunum „Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning“ og verða áhyggjur því umfjöllunarefni dagsins. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjón- um, Ásta Haraldsdóttir organisti spilar og Kirkju- kór Grensáskirkju leiðir messusöng. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli sunnudaginn 25. sept- ember kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson predik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Allan, Vox feminae Kvennakórinn syngur undir stjórn Hrafnhildar Árnadóttur. Sunnudagaskólinn í safnarheimilinu í umsjá Dórutheu Örnólfsdóttur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi- sopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa við kertaljós kl. 20. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Björn Thoroddsen, Mar- grét Eir og Guðmundur Sigurðsson flytja ljúfa tóna. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgríms- kirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragn- heiður Bjarnadóttir sjá um barnastarfið. Erindi um endurbyggingu Miðgarðarkirkju í Grímsey kl. 12.20. Söfnunartónleikar „Hljómar frá heim- skautabaugi“ kl. 17. Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Upphaf orgelkrakkahátíðar í Reykjavík. Guðný Einarsdóttir organisti fræðir um orgelið og fær til sín leynigest. Prestur: sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson. Ungir og aldnir hvattir til að fjöl- menna í kirkjuna til skemmtilegrar samveru á sunnudagsmorgni. HJALLAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaginn 25. september er íhugunarguðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 17. Matthías V. Baldursson og Friðrik Karlsson leika fallega tónlist. Við íhugum og leggjum það sem á okkur hvílir fram í bæn, kveikjum á kertum og njótum þess að slaka á og hvíla í kyrrð og ró í helgarlok. Prestur er sr. Sunna Dóra. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL | Guðsþjón- usta kl. 14.15 á sal á 2. hæð. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínum. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 17. Organisti Keith Reed. Forsöngvari frá kirkjukór leiðir al- mennan söng. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11. Samkoma. Service. Translation into English. Kl. 14. Samkoma á ensku. English speaking ser- vice. Kl. 16. Samkoma á spænsku. Reuniónes en español. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Íslenska kirkjan í Svíþjóð. Gautaborg. Íslensk guðsþjón- usta í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 25. september kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Org- elleik annast Tómas Guðni Eggertsson. Altris- ganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldmessa sunnu- dag kl. 20. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari og Vox Felix færa okkur tónlistina. KIRKJUSELIÐ í spöng | Sunnudaginn 25. september kl. 13 verður Selmessa í Kirkjusel- inu í Spöng. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjón- ar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Hákon Leifsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjördís Perla Rafnsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja und- ir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimil- inu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sara Grímsdóttir söngkona leiðir sunnudagaskólann, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Góðir grannar syngja und- ir stjórn Egils Gunnarssonar og undirleik Bjarts Loga Guðnasonar organista. Aðalsteinn kirkju- vörður og messuþjónarnir sjá um léttan hádeg- isverð í safnaðarheimilinu að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laugarneskirkju annast tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Miðvikudagur 28.9. Foreldrasamvera í Safnað- arheimilinu kl. 10. Helgistund með sr. Davíð Þór í Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 kl. 14. Fimmtudagur 29.9. Helgistund með sr. Davíð Þór í Hásalnum, Hátúni 10, kl. 15.30. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 með hefðbundnu formi. Sr. Arndís Linn prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, org- anista. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Bjarni Þór Jónat- ansson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og sögur í sunnudagaskólanum. Umsjón Krist- rún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjöl- skylduguðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju (Innri- Njarðvík) kl. 11. Sr. Brynja Vigdís þjónar fyrir alt- ari og félagar úr kór Njarðvíkurkirkna syngja und- ir stjórn Stefáns Helga, organista. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tónlistarmessa verður í kirkju Óháða safnaðarins, sunnudaginn 25. september kl. 14. Séra Pétur þjónar fyrir alt- ari, Gunnar Hrafnsson leikur á kontrabassa sænsku tónlistarmessuna og frumfluttir verða tveir danskir jazzsálmar. Óháði kórinn leiðir messunsöng. Barnastarf og maul eftir messu. SELFOSSKIRKJA | Verið velkomin til messu sunnudag 25. september kl. 11. Prestur er sr. Gunnar Jóhannesson. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Óli og Siggi Már leiða stundina. Helgi Hannesson spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sig- urður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti er Sveinn Arnar Sæmunds- son. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Karólína Lárusdóttir myndlistarkona. Sr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands, tal- ar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrum Hólabiskup, prédikar. Organisti er Friðrik Vignir. Kammerkórnum syng- ur. Stephen William Lárus Stephen færir kirkj- unni að gjöf tvær myndir eftir Karólínu. Kaffiveit- ingar. Stund fyrir eldra fólk þirðjudag kl. 14. Kaffi, tón- list og erindi sem Björgvin Schram flytur. STRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta verður í Strandarkirkju sunnudaginn 25. september kl. 14. Kór Þorláks- og Hjallakirkju leiðir safnaðar- söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Sr. Sigríð- ur Munda Jónsdóttir sóknarprestur þjónar. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 15. Organisti Keith Reed. Forsöngvari frá kirkjukór leiðir al- mennan söng. VÍDALÍNSKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 11. Kór Vídalínskirku syngur m.a. kórverk eftir breska tónskáldið John Rutter. Hann er eitt þekktasta tónskáld Breta á sviði kirkjutónlistar. Í mess- unni verða sungin þrjú verk eftir Rutter en auk þess verða sungnir hefðbundnir sálmar. Prestur verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Jóhann Bald- vinsson stjórnar Kór Vídalínskirkju og Kristín Jó- hannesdóttir leikur á orgelið. Sunnudagaskóli kl. 11. Við minnum líka á sunnudagaskólann í Urriðarholtsskóla kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 10. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Benna og Dísu. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknar- prestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffi- hressing í safnaðarheimilinu á eftir. Morgunblaðið/Ómar Bessastaðakirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.