Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
frétta- og mannlífsmyndir sem tekn-
ar voru hér á landi á áratugunum um
og eftir miðja síðustu öld. Hann var
einn merkasti frétta- og heimilda-
ljósmyndari þjóðarinnar.
„Við á safninu tökum fagnandi á
móti þessu einstaklega merka og
mikla ljósmyndasafni og erum þakk-
lát bæði fjölskyldu Ólafs, sem og
Morgunblaðinu, sem hefur varðveitt
og sinnt safninu af metnaði um langa
hríð,“ segir Guðbrandur. Hann bæt-
ir við að þegar séu hjá þeim ýmis
merkileg söfn fréttaljósmyndara og
líta megi svo á „að safn Ólafs K.
Magnússonar sé sannarlega komið á
góðan stað, þar sem það verður opið
og öllum almenningi aðgengilegt um
ókomna tíð. En þar sem Ólafur var
frumkvöðull á sviði fréttaljósmynd-
unar hér á landi og afar afkastamik-
ill, þá má segja að hér bætist hátt í
tveir áratugir við myndræna skrán-
ingu sögunnar, sem við varðveitum á
safninu. Það er mikið fagnaðarefni“.
Eftir lát Ólafs var búið um filmu-
safn Ólafs á Morgunblaðinu sam-
kvæmt ýtrustu kröfum safna. Nú
verða fluttar af blaðinu á
Ljósmyndasafnið um 140 filmu-
möppur, jafn margar möppur með
snertiprentum og umtalsverður
fjöldi prenta og ýmissa gagna frá
ferli ljósmyndarans. Unnið er að bók
með helstu ljósmyndum Ólafs og
umfjöllun um ævi hans og feril.
þessu verður ljósmyndasafnið að-
gengilegra fyrir alla áhugasama.
Ljósmyndir Ólafs hafa ekki verið
mikið sýndar opinberlega hin síðari
ár og vonandi verður hér breyting
á,“ segir Kristinn.
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
eru varðveitt ljósmyndasöfn ýmissa
fréttamiðla fyrri tíðar og margra
fréttaljósmyndara. Þegar safn Ólafs
K. bætist þar við getur safnið með
enn betri hætti þjónustað ýmsa sem
leita að myndefni frá seinni hluta
tuttugustu aldar en Ólafur tók
margar þekktustu og mikilvægustu
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hið viðamikla filmu- og myndasafn
Ólafs K. Magnússonar, fyrrverandi
ljósmyndara á Morgunblaðinu, verð-
ur afhent Ljósmyndasafni Reykja-
víkur til varðveislu. Ólafur (1926-
1997) hóf störf sem ljósmyndari
blaðsins árið 1947 og starfaði við
blaðið til sjötugs, í 49 ár, en hann
lést ári síðar. Hann nam fréttaljós-
myndun og kvikmyndagerð í New
York og Hollywood og varð fyrstur
Íslendinga til að gera fréttaljós-
myndun að ævistarfi. Mörg fyrstu
árin í starfi var hann eini fastráðni
ljósmyndari blaðsins en þegar hann
lét af störfum var ljósmyndadeild
hans skipuð nær tveimur tugum
starfsmanna.
Haraldur Johannessen, ritstjóri
og framkvæmdastjóri Árvakurs,
undirritaði ásamt Kristni, syni
Ólafs, og Guðbrandi Benediktssyni,
safnstjóra Borgarsögusafns Reykja-
víkur, sem Ljósmyndasafn Reykja-
víkur er hluti af, samninginn um til-
færslu safnsins. Lesendur miðla
Árvakurs munu sem endranær njóta
verka frumkvöðulsins með margs-
konar hætti í miðlum útgáfunnar.
„Afkomendur Ólafs K. Magnús-
sonar ljósmyndara fagna þessum
áfanga og hlakka til að vinna með
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Með
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Óeirðir Á einni kunnustu mynd Ólafs K., sem hefur verið kölluð fréttamynd 20. aldar á Íslandi, má sjá lögreglumenn
með kylfur og hjálma hrekja andstæðinga aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu af Austurvelli 30. mars 1949.
Taka fagnandi við
einstöku myndasafni
- Ljósmyndir Ólafs K. af Morgunblaðinu á Ljósmyndasafnið
Morgunblaðið/RAX
Meistarinn Ólafur K. með mynda-
vél sína einhvern tímann um 1990.
Íslenskur ríkisborgari hefur stefnt
Bjarna Benediktssyni fjármálaráð-
herra, fyrir hönd íslenska ríkisins,
og krafist þess að bótaskylda rík-
isins verði viðurkennd vegna
ákvörðunar sóttvarnalæknis frá 24.
nóvember 2021. Í henni fólst 14
daga ólögmæt frelsissvipting stefn-
anda, að hans mati. Stefnandinn
krefst þess að honum verði greidd
2,1 milljón króna í miskabætur með
vöxtum. Auk þess krefst hann þess
að ríkið greiði málskostnaðinn.
Málsatvik eru í stuttu máli þau
að stefnandinn kom til landsins 11.
nóvember 2021 frá Bretlandi. Hann
hafnaði PCR-prófi og forskráningu
við komuna og vísaði aðallega til 71.
greinar stjórnarskrárinnar sem
fjallar um friðhelgi einkalífs.
Nokkrum dögum fyrir komuna
til landsins sendi stefnandi lög-
reglustjóranum á Suðurnesjum
bréf og bað um leiðbeiningar varð-
andi afleiðingar þess ef hann neit-
aði að fara í sýnatöku við komuna.
Daginn fyrir heimkomuna sendi
hann lögreglustjóranum tölvupóst
og kvaðst hvorki mundu fylla út
forskráningarform né fara í sýna-
töku eða framvísa vottorði. Við
komuna tilkynnti stefnandinn í flug-
stöðinni um þessa ákvörðun og var
þá beðinn um persónuupplýsingar
sem hann veitti.
Þegar heim var komið fékk
stefnandinn upphringingu frá smit-
rakningarteymi almannavarna-
deildar lögreglunnar. Hann sagðist
ekki búinn að ákveða hvort hann
ætlaði að halda sóttkví. Daginn eft-
ir komu lögreglumenn í heimsókn.
Þeir sögðu stefnandann hafa gerst
brotlegan við sóttvarnalög og að
hann þyrfti að vera í sóttkví í 14
daga, ef hann ætlaði ekki í sýna-
töku. Honum var einnig tjáð að öll
fjölskyldan þyrfti að vera í 14 daga
sóttkví. Aðspurð sagði lögreglan að
þetta væri ákvörðun sóttvarna-
læknis. Daginn eftir komu svo
sömu lögreglumenn og sögðu að
fjölskyldan þyrfti ekki að vera í
sóttkví með stefnanda.
Stefnandinn bað lögregluna ítrek-
að um að fá stjórnvaldsákvörðunina
um sóttkví tilkynnta skriflega.
Ákvörðun sóttvarnalæknis var loks
birt stefnanda með bréfi 24. nóv-
ember 2021, daginn áður en sóttkví
hans rann út. gudni@mbl.is
Stefnir vegna
frelsissviptingar
- Skipað í sóttkví við komu til landsins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Próf Stefnandinn neitaði að fara í
sýnatöku við komu til landsins.
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Annar mannanna sem handteknir
voru í gær vegna gruns um skipu-
lagningu á hryðjuverkum hér á landi
var einnig handtekinn fyrir ellefu
dögum vegna gruns um að framleiða
vopn.
Sami maðurinn er talinn hafa
framleitt þrívíddarprentaða byssu
sem notuð var í skotárás í miðbæ
Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem
maður var skotinn í brjóstið.
Var maðurinn látinn sæta einangr-
un í eina viku en var látinn laus 20.
september, einum degi áður en hann
var aftur handtekinn vegna gruns um
að hafa skipulagt hryðjuverk.
Mennirnir sem handteknir voru í
fyrradag grunaðir um að hafa skipu-
lagt hryðjuverk, bæði í iðnaðarhús-
næði í Mosfellsbæ og í Holtasmára í
Kópavogi, höfðu í fórum sínum íhluti
í vopn prentaða með þrívíddarprent-
ara.
Þórdís Björg Björgvinsdóttir, einn
af eigendum 3D verk, sem flytur inn
þrívíddarprentara, segir að hver sem
er geti þrívíddarprentað íhluti í
byssu en viðkomandi þurfi þá að vera
búinn að kynna sér málið vel og prófa
sig töluvert áfram.
Jón Gunnarsson dómsmálaráð-
herra sagði í samtali við mbl.is í gær
að frumvarp um afbrotavarnir eða
forvirkar rannsóknarheimildir
myndi ná til ýmiss konar glæpa, ekki
eingöngu þeirra sem snúa að þjóð-
aröryggi.
Jón sagði í samtali við mbl.is eftir
fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun
að frumvarpið væri á lokametrunum
og að hann myndi leggja það fram á
þinginu mjög fljótlega.
Hann vonast til þess að skilningur
sé á því að á Íslandi er glímt við vax-
andi ógn í skipulagðri glæpastarf-
semi, óháð fregnum um ætluð
hryðjuverk.
„Það er eitthvað sem við þurfum að
stíga mjög fast til jarðar í og bregð-
ast við,“ bætti Jón við.
Jón sagði þá einnig í samtali við
mbl.is í gær að engar sérstakar
ákvarðanir hefðu verið teknar um
frekari vopnaburð lögreglu eða ör-
yggisgæslu á Alþingi eða á öðrum
stofnunum en farið yrði yfir mál í
framhaldi af hryðjuverkaógninni sem
lögregla greindi frá í fyrradag.
„Við þurfum að taka það til yfir-
vegaðrar umræðu og átta okkur á
þessum veruleika, sem er að ein-
hverju leyti nýr fyrir okkur, og
bregðast við því með viðeigandi
hætti.“
Áður tekinn fyrir vopnaframleiðslu
- Annar mannanna sem voru handteknir vegna hryðjuverkamáls hafði áður komið við sögu lögreglu
Morgunblaðið/Eggert
Hryðjuverk Lögreglan upplýsti um
hryðjuverkaógnina í fyrradag.