Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 36
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is „Í langan tíma hef ég unnið að því að skapa tón- list sem mér finnst að ég geti kallað mína eigin,“ segir Hallur Már í fréttatilkynningu vegna plöt- unnar. „Prufað, mótað, breytt, hent. Smám sam- an tóku að myndast þræðir og mynstur sem mynda nú þessar hljóðmyndir.“ Nýjasti ávöxtur vinnunnar er þessi plata sem út kom í septemberbyrj- un og færði okkur mögulega haustið en rökkurbragur er yfir henni á köflum (fyrsta lagið heitir „Theme For This Dark Place“). Og þó. Verkið er marglaga og ekki er sýnt á öll spil í fyrsta rennsli. Og Hallur sjálfur tiltekur brasilískt bossanova sem áhrifavald, m.a. í stuttu spjalli við pistilritara! Sóknin eftir stemningu sem ég nefndi í upphafi, hana nær Hallur að knýja vel fram í gegnum lögin öll, sem eru sjö að tölu. „Sú tónlist sem hefur haft mest áhrif á mig í gegnum tíðina byggist ekki endilega á melódíu eða lagasmíði heldur miklu frekar vissri stemningu, andrúms- lofti sem leikur um tónlistina þó að það sé mögulega erfitt að festa fingur á það,“ segir Hallur. Platan er í nákvæmlega þessum fasa, líður áfram í „ambient“-gír og kvikmynda- tónlistarblær hangir sömuleiðis yfir. Eno, Radiohead, þetta kom upp í hugann og einnig Warp-merkið góða, þá einkum Boards of Can- ada en Hallur tekur hofmannlega ofan fyrir því meistaratvíeyki í laginu „Letiklukkur“. Á sama tíma er Hallur að tálga til persónulegan stíl sem blæðir meir og meir í gegn, ef ég ber saman þessi tvö verk sem út hafa komið frá honum. Sjá t.d. „Maílægð“ sem er nánast u-beygja frá þeim lögum sem á undan komu. Hrár gítarleikur stýrir því, nettir Tortoise-straumar og jafnvel Á meðan laufin sofa Talk Talk (hámarkshrós!). Lagið er stutt, hálf- gerð stemma, og um miðbikið læðist inn ómur sem hljómar eins og básúna í blábyrjun en er lík- ast til hljóðgervill. Það er heillandi „æ ég hendi þessu bara inn“-andi yfir og ástæða fyrir því að sögn Halls. „Hlutir geta tapað töfrum sínum með of mikilli vinnslu og útkoman verður kannski allt önnur en lagt var upp með í byrjun. Ég nota því oft upptökur eða hljóð sem gerast tiltölulega snemma í ferlinu, kannski bara fyrsta rennslið. Ég vil gjarnan reyna að halda þessu hráu og með því einhverjum galdri. Það er oft hagur í því láta hluti einfaldlega „slæda“.“ Aðspurður hvernig hann finni tíma í þetta segist hann vinna þetta á kvöldin og á nóttunni og þeim tíma sem hann getur stolið um helgar en Hallur er fjölskyldumaður. Tónlistin er unnin í heimahljóðveri og svo „hef ég sett trommusett í stofuna ef fólk er í útlöndum“ segir hann kími- leitur en upplýsir greinarhöfund um leið að börn- in séu komin á þægilegan aldur upp á svona brölt. „Ég er líka kominn með giska góða sýn á það hvernig ég vil vinna þetta þannig að tíminn er kannski ekki aðalatriðið lengur,“ bætir hann við. „Verklagið er orðið nokkuð gott.“ Hann beri líka hluti undir félaga sína í Lea- ves, þar sem hann lék á bassa, en mikill kærleikur er með þeim og samband gott. Hallur segist alltaf hafa unnið í eigin tónlist, einnig þegar hann var meðlimur í nefndri hljómsveit. Hann sé þannig tónlistarmaður að hann verði að gera eigin tón- list, hann tengi lítt við ábreiðustarfsemi og slíkt og muni seint troða upp á English Pub. Hann kveður með því að segja frá því að mögulega verði haldið upp á plötuna í október með einhvers konar gjörningi/boði hvar tónlistin fái að hljóma. Næsta plata sé svo að malla og marinerast í rólegheitum eins og hinar tvær gerðu. » Ég vil gjarnan reyna að halda þessu hráu og með því ein- hverjum galdri. Það er oft hagur í því láta hluti einfaldlega „slæda“. Hallur Már sendi frá sér stutt- skífuna Gullöldin árið 2018 en snarar nú út breiðskífu sem kallast sýnir/athuganir. And- rúm og stemning er útgangs- punkturinn, eiginleikar sem eru dregnir fram á einkar sannfær- andi hátt. Tónlistarmaður Hallur Már hefur sýslað við tónlist um áratugabil. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Eyfirski kvennakórinn Embla held- ur tónleika í Guðríðarkirkju í Graf- arholti á morgun, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam, píanóleikari Helga Kvam og ein- söngvari með kórnum Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Á efnis- skránni verða íslenskar söngperlur eftir Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Árna Thorstensen, Emil Thoroddsen og fleiri þekkt ís- lensk tónskáld. Kvennakórinn Embla var stofn- aður árið 2002 og á því 20 ára starfsafmæli á þessu ári. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Söngkonan Diddú syngur með eyfirska kvennakórnum Emblu í Guðríðarkirkju. Diddú syngur með Emblu í Grafarholti Surface of Memory er titill sýningar Hörpu Árnadóttur sem opnuð verður í dag í menningar- húsinu Norður- bryggju í Kaup- mannahöfn og stendur hún yfir til 29. janúar á næsta ári. Á sýningunni má sjá úrval af mál- verkum og teikningum eftir Hörpu sem hún vann á síðastliðnum ára- tug. Verkin eru unnin bæði á striga og pappír og fela í sér tilrauna- kennda rannsókn á yfirborði og gegnsæi, eins og segir í tilkynn- ingu. Harpa er kunn fyrir málverk sem hún kallar „sprunguverk“ og eru þau í forgrunni á sýningunni sem er fyrsta einkasýning hennar í Danmörku. Verk Hörpu sýnd á Norðurbryggju Harpa Árnadóttir Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum í Hömrum í Hofi á morgun, sunnudag, kl 16. „Þar verða fluttar perlur ítalskrar tón- listar frá hinu svokallaða Bel Canto-tímabili, t.d. Una furtiva lagrima eftir Donizetti og Nessun Dorma eftir Puccini og hið gull- fallega tríó Næturgalann eftir Ciardi,“ segir í tilkynningu. Flytj- endur eru Gissur Páll Gissurarson tenór, Pamela de Sensi á flautu og Steingrímur Þórhallsson á píanó. Miðar fást á mak.is og tix.is. Perlur frá Bel Canto-tímabilinu í Hömrum Listafólk Gissur Páll Gissurarson, Pamela de Sensi, og Steingrímur Þórhallsson. Rithöfundurinn Kjell Espmark er látinn, 92 ára að aldri. „Öll hans verk einkennd- ust af nákvæmni og næmni,“ hef- ur SVT eftir Mats Malm, rit- ara Sænsku aka- demíunnar (SA), sem árlega veitir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Espmark sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók 1956 og var afar afkasta- mikið skáld, en bækur hans hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál, þeirra á meðal íslensku. Hann eyddi stórum hluta ævinnar í rann- sóknir á bókmenntum og var í tæp 20 ár prófessor í bókmenntun við háskólann í Stokkhómi. Espmark var valinn inn í SA árið 1981 og sat þar á stól nr. 16 fram til dauðadags, en hann var ritari SA í 17 ár. Espmark, ásamt Peter Englund og Klas Östergren, studdi Söru Danius þegar hún sem ritari SA beitti sér fyrir því að tekið væri á málefnum Jeans-Claude Arnault, eiginmanns Katarinu Frostenson sem einnig átti sæti í SA, eftir að fram komu ásakanir um kynferðis- ofbeldi Arnaults. Í því ferli gagn- rýndi Espmark Horace Engdahl, sem einnig situr í SA, harðlega. Espmark látinn, 92 ára Kjell Espmark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.