Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Tokyo línan Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik Norsku mannréttindasamtökin Iran Human Rights lýstu því yfir í gær að a.m.k. fimmtíu manns hefðu verið myrtir af írönskum öryggissveitum vegna mótmælanna miklu sem nú skekja Íran. Hafa samtökin skrásett mótmæli í um 80 borgum og öðrum þéttbýlis- kjörnum Írans frá því að þau hófust fyrir viku. Mahmood Amiry- Moghaddam, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði við AFP- fréttastofuna að alþjóðasamfélagið yrði að standa með almennum borg- urnum gegn hörku stjórnvalda, en þau hafa meðal annars reynt að loka fyrir netaðgang landsmanna til þess að koma í veg fyrir að mótmælin breiðist út. Þá vilja stjórnvöld einnig koma í veg fyrir að myndskeið af því þegar verið er að skjóta á mótmæl- endur fari í dreifingu. Voru netlokanirnar sagðar þær mestu síðan í nóvember 2019, en þá voru mótmæli gegn klerkastjórninni einnig brotin á bak aftur með valdi. Lokanirnar hafa þó verið dreifðar á milli landsvæða, þar sem algjört bann við netnotkun gæti haft mjög slæm áhrif á efnahag landsins. Antony Blinken, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjastjórn myndi létta á ýms- um viðskiptaþvingunum sínum til þess að gera almennum Írönum auð- veldara fyrir að ná netsambandi. Ebrahim Raisi Íransforseti er nú í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann að gera yrði greinarmun á „mótmæl- endum og skemmdarvögum“. Raisi neitaði í fyrradag að mæta í viðtal hjá Christiane Amanpour, frétta- manni CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, þar sem hún neitaði að bera slæðu. AFP/Kenzo Tribouillard Mótmæli Þessi kona klippti hár sitt í samstöðumótmælum við íranska sendiráðið í Brussel í gær. Að minnsta kosti fimmtíu látnir - Reynt að berja mótmælin niður Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leppstjórnir Rússa á hernumdu svæðunum í Úkraínu hófu í gær at- kvæðagreiðslu, sem að þeirra sögn á að skera úr um hvort héruðin fjögur sem þær segjast ráða yfir eigi að verða hluti af Rússlandi. Stjórnvöld í Úkraínu og vestur- veldin hafa þegar fordæmt at- kvæðagreiðslurnar, þar sem niður- staða þeirra er fyrirframgefin. Munu fulltrúar leppstjórnanna fara hús úr húsi í fylgd hermanna til að safna atkvæðum um helgina, en svo verða kjörstaðir opnaðir á þriðju- daginn fyrir þá sem vilja „greiða at- kvæði“ í eigin persónu. Rússneska TASS-fréttastofan sýndi í gær myndskeið af embættis- mönnum í Donetsk-héraði tilkynna að atkvæðagreiðslan væri hafin. Sást hvernig embættismenn og her- menn Rússa umkringdu „kjósand- ann“ meðan hann greiddi atkvæði. Farsi og skrípaleikur Litið er á fyrirhugaða innlimun héraðanna fjögurra, sem Rússar hafa hernumið að hluta til, sem stig- mögnun af þeirra hálfu á Úkraínu- stríðinu. Minna þær mjög á svipaða atkvæðagreiðslu á Krímskaga sem haldin var eftir að Rússar hernámu hann. Þykir víst að fá ríki muni við- urkenna yfirráð Rússa yfir héruð- unum fjórum, jafnvel eftir að þeir hafi knúið fram meint „samþykki“ íbúa héraðanna með gervikosning- um. „Við getum ekki og við munum ekki leyfa Pútín Rússlandsforseta að komast upp með þetta,“ sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag- inn, en hann fordæmdi atkvæða- greiðslurnar og sagði þær vera skrípaleik. Volodimír Selenskí, forseti Úkra- ínu, fordæmdi einnig atkvæða- greiðslurnar sem farsa og þakkaði bandamönnum Úkraínu á Vestur- löndum fyrir að hafa fordæmt Rússa. „Ég er þakklátur öllum í heiminum sem studdu okkur og for- dæmdu skýrt þessa rússnesku lygi,“ sagði Selenskí. Bæði Vladimír Pútín og Dmitrí Medvedev, fyrrverandi Rússlands- forseti, hafa nú gefið í skyn að Rúss- ar myndu beita „öllum mögulegum ráðum“ til þess að verja „rússneskt landsvæði“ og hótaði Medvedev því að það gæti þýtt að Rússar myndu grípa til „strategískra kjarnorku- vopna“ í því skyni. Joe Biden Bandaríkjaforseti for- dæmdi hótanir Pútíns um beitingu í ræðu sinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna á miðvikudaginn og sagði þær ósvífnar og óábyrgar. Óvíst umfang herkvaðningar Rússneska varnarmálaráðuneyt- ið sagði í gær að minnst 10.000 manns hefðu boðið sig fram sem sjálfboðaliðar, en rússnesk stjórn- völd hófu „takmarkaða herkvaðn- ingu“ á fimmtudaginn, sem á að ná til varaliðsmanna og manna sem gegnt hafa herþjónustu á aldrinum 18-65 ára. Var að sögn stjórnvalda stefnt að því að 300.000 varaliðar yrðu kvaddir í herinn. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rúss- lands, sagði þá að háskólanemar yrðu undanþegnir herkvaðningunni. Fréttamenn á vegum lettnesku fréttavefsíðunnar Meduza.io sögð- ust hins vegar hafa gögn undir höndum sem sýndu að herkvaðning- in ætti að ná til allt að 1,2 milljóna manna. Þar af væru um 16.000 manns frá Moskvu og um 3.200 frá St. Pétursborg. Er það í samræmi við það að rússneski herinn hefur einkum sótt nýliða sína til héraða sem eru lengra frá stórborgunum. Þá sagði heimildarmaður Meduza að rússnesk stjórnvöld hefðu ráð- lagt þeim sem sjá um herkvaðningu að sækja mannaflann frekar til af- skekktari svæða, þar sem minni upplýsingar væri að fá og meiri stuðningur væri við stríðsrekstur- inn. Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, hafnaði í gær fréttum Meduza.io, en hann hafði áður hafnað svipuðum fréttum sem óháða dagblaðið Novaya Gazeta flutti á fimmtudaginn. Fjöldi rússneskra karlmanna á herkvaðningaraldri hefur flúið eða reynt að flýja land, og er nánast ómögulegt að bóka flugfar frá Rúss- landi til þeirra ríkja sem krefjast ekki vegabréfsáritunar. Að sögn AFP-fréttastofunnar voru ungir karlmenn í miklum meirihluta þeirra sem komu til Jerevan, höfuð- borgar Armeníu, í gær frá Rúss- landi. „Ástandið í Rússlandi myndi láta hvern sem er vilja yfirgefa land,“ sagði Sergei, 44 ára Rússi, við fréttamenn AFP. Finnska landamæragæslan til- kynnti í gær að 6.470 rússneskir rík- isborgarar hefðu komið til Finn- lands á fimmtudaginn, daginn sem tilkynnt var um herkvaðninguna, en þeir hefðu verið 3.133 í síðustu viku. Sagði gæslan á Twitter-síðu sinni að þetta væri þó tiltölulega lítið miðað við það sem hefði verið fyrir heims- faraldurinn og að landamæragæsl- an réði því vel við aukninguna. Sannanir fyrir stríðsglæpum Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem falið var að kanna mögulega stríðsglæpi í Úkraínu- stríðinu, sagði í gær á fundi mann- réttindaráðs SÞ að Rússar hefðu framið fjölda stríðsglæpa frá upp- hafi innrásarinnar. Nefndin, sem skipuð var þremur óháðum sérfræðingum, kynnti frumniðurstöður sínar fyrir mann- réttindaráðinu í gær, og benti hún á loftárásir Rússa á óbreytta borgara, pyndingar, kynferðisofbeldi gegn fórnarlömbum á aldrinum 4-82 ára og fleiri brot. Sagði Mose að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að stríðsglæpir hefðu verið framdir í Úkraínu og að sönnunargögn þess efnis væru augljós. Anton Korinevítsj, sendiherra Úkraínu, sagði við ráðið að niður- stöðurnar væru mikilvægar til að tryggja að einhver myndi bera ábyrgð á glæpum Rússlands gegn úkraínsku þjóðinni. Fulltrúi Rússa við ráðið kaus að vera ekki viðstadd- ur fund þess og svaraði ekki ásök- unum nefndarinnar. Fulltrúar Hvíta-Rússlands, Sýrlands og Venesúela komu hins vegar Rússum til varnar. Virða þurfi landamærin Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, fundaði í gær með Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í New York, þar sem allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna fer nú fram. Er þetta fyrsti fundur þeirra frá upp- hafi innrásarinnar. Sagði Wang að virða þyrfti full- veldi og landamæri allra ríkja, á sama tíma og taka þyrfti tillit til lög- mætra öryggiskrafna allra ríkja. Þá sagði Wang að Kínverjar styddu alla viðleitni til þess að binda enda á átökin með viðræðum. „Atkvæðagreiðslurnar“ hafnar - Vesturveldin fordæma „skrípaleik“ og „farsa“ Rússa á hernumdu svæðunum - Gengið hús úr húsi til að smala atkvæðum - Deilt um fjöldann sem verður kvaddur í herinn - Rússar hafi framið stríðsglæpi AFP/Juan Barreto Úkraína Sjálfboðaliðar sjást hér í þjálfun í Donetsk-héraði með Mozart-hópnum svonefnda, en það er hópur fyrrver- andi bandarískra hermanna og sérsveitarmanna sem þjálfa heimamenn til þess að taka þátt í orrustum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.