Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
✝
Atli Sigurðsson
fæddist 14. apr-
íl 1945 á Lundar-
brekku. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 9. sept-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urgeirsson bóndi, f.
26. janúar 1899, d.
2. janúar 1987, og
Marína Bald-
ursdóttir húsmóðir, f. 20. október
1908, d. 8. maí 1978.
Bræður Atla: Sigurgeir, f. 8.7.
1931, d. 27.6. 2014, Baldur, f. 3.7.
1935, d. 7.2. 2005, Hjörtur, f.
13.11. 1938, d. 19.10. 1998.
Atli kvæntist 8.6. 1969 Krist-
ínu Sigurðardóttur, f. 27.5. 1937,
d. 17.1. 2015, frá Ingjaldsstöðum.
Börn þeirra: 1) Elma, f. 30.4.
1970, sambýlismaður Þráinn
Óskarsson. Barn
þeirra Atli, f. 8.10.
2005. 2) Ragna, f.
26.2. 1972, sambýlis-
maður Guðmundur
Sigfinnsson. Börn
hennar Eiríka Aska,
f. 20.7. 1997, Berg-
lind, f. 17.4. 1999, og
Fanney Birta, f. 9.4.
2007. Börn Guð-
mundar Róbert
Þorri, f. 6.9. 2001,
Finnur Gauti, f. 30.6. 2004, og
Sara Kristín, f. 31.7. 2008. 3) Sig-
urður, f. 28.12. 1974, kvæntur
Berglindi Gunnarsdóttur. Börn
þeirra Emilía Eir Karlsdóttir, f.
1.4. 1997, Arney Hrund, f. 8.4.
2012, og Líney Rut, f. 24.11. 2014.
Útför Atla fer fram frá Þor-
geirskirkju í Þingeyjarsveit í
dag, 24. september 2022, klukkan
13.
Hversdagshetjan Atli föður-
bróðir er farinn frá okkur snöggt
og óundirbúið. Við áttum sömu
rætur, bæði alin upp á Lundar-
brekku í Bárðardal í stórfjölskyldu
þess tíma. Þeir voru fjórir bræð-
urnir og var Atli yngstur, skírður
þegar elsti bróðirinn Sigurgeir var
fermdur og síðan var ég skírð við
fermingu Atla. Hinir voru Baldur
og Hjörtur, síðan voru þeir Krist-
ján og Jónas Sigurðarsynir, en
þessir sex ungu menn voru systk-
inasynir. Oft var heimilislífið hjá
þessum fjölskyldum líflegt og
skemmtilegt þrátt fyrir lífsins áföll
og brauðstritið var á þessum árum
erfitt. Fyrstu ár ævinnar bjó ég í
sama húsi og þeir bræður og for-
eldrar þeirra, Baldur þá kominn
með fjölskyldu og einnig faðir
minn. Í mínum huga voru þeir
strákarnir Atli, Hjörtur og Jónas,
þetta voru ungir menn sem fóru á
böll og reyndu að skemmta sér.
Fannst mér barninu mjög gaman
að fylgjast með þessum ungu
mönnum. Atli gekk í farskóla og
fór svo í smíðadeildina á Laugum
og eftir þá veru eru til eftir hann
ýmsir fallegir smíðisgripir. Hann
smíðaði eldhúsinnréttingu fyrir
foreldra mína þegar þau byggðu
sér hús. Einn vetur var hann í und-
irbúningi fyrir nám í bifvélavirkjun
á BSA á Akureyri, fóru þeir saman
í það nám hann og Tryggvi Valde-
marsson frá Halldórsstöðum. Þeir
leigðu herbergiskompu og voru
svo í fæði á öðrum stað, einnig tóku
þeir meiraprófið þennan vetur í
hjáverkum.
Ungur veiktist hann af misling-
um og fór illa út úr þeim heilsufars-
lega. Þegar hann er 23 ára veikist
hann af mjög alvarlegri liðagigt
sem endaði með langri sjúkrahús-
vist og síðan endurhæfingu. Á
þessum árum var hann mjólkurbíl-
stjóri. Í byrjun veikindanna var
hann á sjúkrahúsinu á Húsavík en
var fljótlega fluttur suður og sagði
hann mér fyrir stuttu að hann
hefði verið fluttur í sjúkrabörum í
farangursrými farþegaflugvélar
aleinn innan um farangur farþeg-
anna og að kuldinn þar hefði verið
alveg hræðilegur.
Stína kemur sem ráðskona í
barnaskólann hér og hefjast þar
þeirra kynni sem enda með hjóna-
bandi og Atli flytur til hennar í
Ingjaldsstaði og er þar bóndi upp
frá því. Þau byrja sinn búskap í
gamla húsinu en byggja sér fljót-
lega íbúðarhús og oft sagði frændi
frá því að hann hefði þurft að slá
víxil til að geta byrjað þessa bygg-
ingu. Síðar byggðu þau upp öll úti-
hús og hefur Siggi verið þeirra
stoð og stytta í búskapnum og öll-
um framkvæmdum seinni árin og
hefur nú tekið við keflinu.
Mér þótti ákaflega vænt um
þennan frænda, hann var góður og
nærgætinn við mig í æsku og
margar góðar minningar á ég úr
eldhúsinu á Ingjaldsstöðum. Síð-
ustu árin höfum við átt mörg sím-
töl og spjallað um hitt og þetta. Í
ágúst hafði ég samband við hann
og spurði hvort hann gæti selt mér
mjólk, svarið kom fljótt og vel:
„Nei,“ en svo kom: „Ég get gefið
þér mjólk.“ Þetta var í síðasta sinn
sem við sáumst.
Takk fyrir allt Atli minn og
hvíldu í friði.
Friðrika Sigurgeirsdóttir.
Með fráfalli Atla á Ingjaldsstöð-
um er dýpsta röddin í blönduðum
kór fjölskyldunnar hljóðnuð,
hljómmikli bassinn sem við þekkt-
um svo vel. Þegar ég opna minn-
ingakistu bernskunnar sé ég hann
fyrir mér í rauða fjósasloppnum og
heyri drynjandi röddina syngja:
„Sigurður hóstakarl, Kristján
skarði …“ Atli kenndi mér margt í
gegnum tíðina, bæði til munns og
handa. Hann kenndi mér að
þekkja horblöðkur frá öðrum lág-
gróðri, að sækja og reka kýr,
mjólka og sinna öðrum störfum í
fjósi. Hann kenndi mér líka hand-
tökin í fjárhúsunum, að raka dreif
og moka heyi í blásara. Atli var
alltaf mjög varkár með okkur
krakkana í kringum vélar og tæki,
sagði okkur til þannig að við skild-
um að við þyrftum að sýna fyllstu
aðgætni. Sá lærdómur hefur fylgt
mér æ síðan.
Atli hjálpaði mér að takast á við
myrkfælni bernskunnar og beitti
til þess ýmsum rökum og aðferð-
um. Í stað þess að fylgja mér upp í
gamla bæ á kvöldin stóð hann á
tröppunum og horfði á eftir mér
hlaupa upp varpann og taka stóran
sveig fram hjá bústað Jósafats á
Granastöðum. Ég kastaði mæðinni
á hlaðinu, leit til baka og sá hann
standa í bjarmanum frá útiljósinu
og veifa til mín. Ég var komin heim
heilu og höldnu eins og hann hafði
lofað. Þegar ímyndunaraflið tók yf-
ir og honum fannst ég vera orðin
óþarflega skreytin í frásögnum þá
benti hann mér á að betra væri að
hafa það sem sannara reyndist.
Hann brýndi fyrir mér þolinmæði
þegar honum fannst ég of óþolin-
móð við einhver verk og minnti
mig á að „allt vill lagið hafa“. Þann-
ig lagði hann mér margar lífsregl-
urnar, hægum og dimmum rómi.
Þær eru ófáar stundirnar sem
við Atli höfum varið saman yfir
kaffibolla og pípureyk og hann hef-
ur farið með gátur og vísur fyrir
mig, enda var vísnabrunnur hans
ótæmandi. Ég hef í gegnum tíðina
skrifað niður ótal vísur sem hann
varðveitti í munnlegri geymd og
fór með fyrir mig í góðu tómi. Ég
var komin yfir fimmtugt þegar
hann mat það svo að ég væri orðin
nógu fullorðin til að heyra eina og
eina sem helst mátti ekki fara með
í björtu.
Mér þykir vænt um síðustu
heimsókn Atla og Elmu til mín fyr-
ir nokkrum vikum. Ég sé hann fyr-
ir mér í eldhúskróknum á Smyrla-
hrauni, rifja upp ferð okkar á
Þjóðminjasafnið (að skoða gamalt
rusl) og Kaffivagninn þar sem þeir
Gunni fengu gamlar pönnukökur
með stöðnum rjóma. Veitingar
sem ekki hefði verið boðið upp á á
Ingjaldsstöðum. Ferðin með Ellu
systur í Fly over Iceland fannst
honum nú aðeins meira krassandi.
Atli heilsaði mér gjarnan með
glettnu augnaráði og orðunum:
„Ertu komin kelli mín? Gleður þig
að sjá mig.“ Nú kveð ég hann á
svipuðum nótum: „Ertu farinn
gamli minn? Ég á eftir að sakna
þín. Nú hefur guli stakkurinn þjón-
að hlutverki sínu, þú ert kominn í
betri jakkann og farinn á fund
Stínu þinnar eins og forðum.
Farðu vel minn kæri vinur og
hafðu þakkir fyrir allt og allt.“
Frændsystkinum mínum og
fjölskyldum votta ég innilega sam-
úð mína.
Kristrún.
Nú er góður félagi og vinur far-
inn yfir móðuna miklu. Atli bóndi á
Ingjaldsstöðum lést í faðmi fjöl-
skyldu sinnar á Landspítalanum 9.
september síðastliðinn. Við Atli
áttum margar góðar spjallstundir í
eldhúskróknum hjá honum. Hann
hafði gaman af að spjalla um allt
milli himins og jarðar. Hann var
glettinn enda með mikið skopskyn.
Við hjónin vorum á Ingjaldsstöð-
um núna á gangnadögunum og
röbbuðum mikið við gamla eins og
við kölluðum hann oftast. Atli hafði
mjög gaman af að syngja og hafði
hann góða bassarödd. Eftir að
hljóðfæri kom í húsið til Berg-
lindar og Sigga tóku þeir feðgar
stundum lagið þar saman í góðum
dúett, þá var gamli í essinu sínu.
Þegar Stína var enn hjá okkur var
oft tekið lagið þar við orgelið. Nú
seinni árin söng Atli stundum með
litlu afastelpunum sínum, þeim
Arney og Líneyju, og sakna þær
hans mikið. Við söknum góðs vinar
sem nú er kominn til Stínu sinnar í
Draumalandið.
Við minnumst hans með hlýhug
og þökkum allar góðar samveru-
stundir sem við áttum með honum.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Sigga tengdasonar,
Elmu, Rögnu og fjölskyldna
þeirra.
Gunnar og Sigurlaug
Anna, Elín Díanna,
Maríanna og fjölskyldur.
Atli Sigurðsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
EDDA BJÖRNSDÓTTIR,
Hraunbæ 103, Reykjavík,
lést sunnudaginn 11. september á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin verður í Fella- og Hólakirkju mánudaginn
26. september klukkan 15.
Björn Birgir Stefánsson Bente Jensen
Inga Stefánsdóttir Sigurður Ragnarsson
Jósefína G. Stefánsdóttir Grétar Einarsson
Ásdís Stefánsdóttir
Hallgrímur Stefánsson
Ari Stefánsson Kristín Linda Árnadóttir
Árni Stefánsson
Margrét Edda Stefánsdóttir
og ömmubörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
HÖRÐUR LÁRUSSON,
Efstasundi 63,
lést á Landspítalanum Fossvogi
þriðjudaginn 20. september.
Útför auglýst síðar.
Unnur Harðardóttir Jón Eiríksson
Lárus Þ. Harðarson Tina Hardarson
Tryggvi Harðarson Harpa Jónsdóttir
Anna Guðrún Harðardóttir Hallgrímur Guðmundsson
Hafdís Harðardóttir Jóhann Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RÖGNVALDUR HARTMANN ÁRNASON,
Sauðárkróki,
lést á líknardeild Landspítalans
18. september. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju föstudaginn 30. september klukkan 14.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknar- og krabbameins-
lækningadeildar Landspítalans og lyflækningadeildarinnar á
Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Árni Jón Rögnvaldsson
Anna Birna Rögnvaldsdóttir Ingólfur Arnarson
Berglind Rögnvaldsdóttir Jens Hilmersson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLBERA SIGRÍÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
Egilsbraut 9, Þorlákshöfn,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ þriðjudaginn 13. september.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn fimmtudaginn
29. september klukkan 13.
Lilja Arnardóttir Hróbjartur Ægir Óskarsson
Ísleifur Arnarson Patricia Bono
Elsa Arnardóttir
Erlingur Örn Arnarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN JÓNSSON
prentari,
Þorragötu 7, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
19. september.
Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 30. september
klukkan 15.
Björk Aðalsteinsdóttir
Jón Aðalsteinn Kristinsson Bryndís Guðmundsdóttir
Guðný Hildur Kristinsdóttir Mark Wilson
Hilmar Þór Kristinsson Rannveig Eir Einarsdóttir
Arna Björk Kristinsdóttir Ingimar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Sólför
HRAFNS JÖKULSSONAR
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
afa, frænda og bróður fer fram frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 30. september
klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast Hrafns er bent á góðgerðarfélög í
þágu barna. Fólk er hvatt til að koma bjartklætt til kirkju á
sólfarardegi.
Oddný Halldórsdóttir
Þorsteinn Máni Hrafnsson
Örnólfur Hrafn Hrafnsson
Þórhildur Helga Hrafnsdóttir
Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir
Ronald Mánason
Zoey Elísabet Mánadóttir
Styrmir Starri Örnólfsson
frændfólk og systkini
Eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
GUÐRÚN DAGNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR,
Beykihlíð 23,
áður Vegamótastíg 9,
lést 15. september á Landspítalanum
í Fossvogi.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Sverrir Júlíusson
Trausti Þór Sverrisson Marcella Martinelli
Ágúst Örn Sverrisson
Freyr Sverrisson Janet L. Sawin
Sverrir Sverrisson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi,
langafi og bróðir
RAGNAR ARNALDS,
rithöfundur og fyrrverandi ráðherra,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
Kópavogstúni 12, 15. september.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
30. september klukkan 16.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið.
Hallveig Thorlacius
Guðrún Arnalds Logi Vígþórsson
Helga Arnalds Elías Halldór Bjarnason
Sara, Úlfur, Ragnar Hrafn, Hallveig,
Kolbeinn, óskírð Eldjárn
og systkini hins látna