Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Umspil EM U21 karla Fyrri leikir: Ísland – Tékkland..................................... 1:2 Króatía – Danmörk .................................. 2:1 Slóvakía – Úkranía ................................... 3:2 Írland – Ísrael........................................... 1:1 2. deild kvenna Efri hluti: Grótta – ÍR................................................ 0:1 Staðan: Fram 15 12 2 1 37:10 38 Grótta 16 10 4 2 53:14 34 ÍR 16 10 2 4 42:23 32 Völsungur 15 9 3 3 43:17 30 ÍA 15 9 1 5 47:24 28 KH 15 5 1 9 39:43 16 _ Fram og Grótta hafa unnið sér sæti í 1. deild og taka þar sæti Hauka og Fjölnis. Holland B-deild: Venlo – Telstar ........................................ 1:1 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá Venlo. Þjóðadeild UEFA A-deild, 3. riðill: Þýskaland – Ungverjaland...................... 0:1 Ítalía – England........................................ 1:0 _ Ungverjaland 10, Ítalía 8, Þýskaland 6, England 2. B-deild, 3. riðill: Bosnía – Svartfjallaland .......................... 1:0 Finnland – Rúmenía................................. 1:1 _ Bosnía 11, Svartfjallaland 7, Finnland 5, Rúmenía 4. C-deild, 4. riðill: Georgía – Norður-Makedónía................. 2:0 Búlgaría – Gíbraltar................................. 5:1 _ Georgía 13, Norður-Makedónía 7, Búlg- aría 6, Gíbraltar 1. D-deild, 2. riðill: Eistland – Malta ....................................... 2:1 _ Eistland 9, Malta 6, San Marínó 0. Vináttulandsleikir karla Kamerún – Úsbekistan............................ 0:2 Suður-Kórea – Kostaríka ........................ 2:2 Japan – Bandaríkin .................................. 2:0 Paragvæ – Sameinuðu furstadæmin ...... 1:0 Úrúgvæ – Íran.......................................... 0:1 Kanada – Katar ........................................ 2:0 Sádi-Arabía – Ekvador ............................ 0:0 Brasilía – Gana ......................................... 3:0 Marokkó – Síle.......................................... 2:0 >;(//24)3;( 1. deild karla Ármann – Skallagrímur....................... 93:81 Fjölnir – Selfoss.................................... 52:89 Hrunamenn – Hamar......................... 87:105 Álftanes – Þór Ak. ................................ 90:85 ÍA – Sindri............................................. 75:80 1. deild kvenna Tindastóll – Breiðablik b ..................... 95:26 Svíþjóð Borås – Fryshuset ............................. 110:63 - Gunnar Ólafsson var ekki í leikmanna- hópi Fryshuset. HM kvenna í Ástralíu A-riðill: Púertóríkó – Bandaríkin.................... 42:106 Belgía – Suður-Kórea .......................... 84:61 Kína – Bosnía........................................ 98:51 _ Kína 4, Bandaríkin 4, Belgía 2, Púertó- ríkó 2, Bosnía 0, Suður-Kórea 0. B-riðill: Serbía – Japan ...................................... 69:64 Frakkland – Kanada ............................ 45:59 Malí – Ástralía .................................... 58:118 _ Kanada 4, Serbía 2, Japan 2, Frakkland 2, Ástralía 2, Malí 0. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Varmá: Afturelding – Valur................... L14 Þórsvöllur: Þór/KA – Stjarnan.............. S14 Laugardalur: Þróttur R. – KR............... S14 Keflavík: Keflavík – ÍBV ........................ S14 Selfoss: Selfoss – Breiðablik .................. S14 2. deild kvenna, efri hluti: Úlfarsárdalur: Fram – Völsungur ........ L15 Akranes: ÍA – KH................................... L15 2. deild kvenna, neðri hluti: Álftanes: Álftanes – Sindri .................... L12 Vopnafjörður: Einherji – ÍH ................. L14 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Úlfarsárdalur: Fram – HK ............... L13.30 Eyjar: ÍBV – Stjarnan ........................... L14 Selfoss: Selfoss – Valur .......................... L16 KA-heimilið: KA/Þór – Haukar ............. S16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – Valur U ............... L16 1.deild kvenna, Grill 66-deildin: Úlfarsárdalur: Fram U – FH................. S16 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar/Þór – Stjarnan ..... L17 UM HELGINA! ég er búinn að ná munnlegu sam- komulagi á öðrum stað. Ætli það spili ekki eitthvað inn í en það er svo sem ekki meira um það að segja,“ sagði Arnar í sam- tali við mbl.is í gær. Hann kvaðst ekki geta gefið neitt upp um hvaða félag væri að ræða að svo stöddu. „Nei, ég ætla ekkert að fara meira út í það eða tjá mig meira um það. Það er raunin,“ sagði Arnar einnig. Karlalið Vals er talið líklegasti næsti áfangastaður Arnars. gunnaregill@mbl.is Hallgrímur Jónasson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Tekur hann við starfinu af Arnari Grétarssyni, sem er hættur störf- um. KA tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gær en liðið er í þriðja sæti Bestu deildar karla fyrir loka- sprett Íslandsmótsins og í dauða- færi til að vinna sér inn Evr- ópusæti þegar fimm leikir eru eftir. Arnar tók við liði KA á miðju sumri 2020, þar sem Hallgrímur var honum til aðstoðar allar götur síðan, og undir stjórn Arnars hef- ur liðið náð sínum besta árangri frá því það varð Íslandsmeistari árið 1989. KA endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nánast öruggt með að enda í einu af þremur efstu sætunum í ár. Munnlegt samkomulag En hvers vegna klárar Arnar ekki tímabilið sem þjálfari KA? „Það þarf kannski meira að heyra í stjórnarmönnum KA varð- andi það. En málið er bara það að Hallgrímur í stað Arnars Ljósmynd/Þórir Tryggvason KA Hallgrímur Jónasson er tekinn við af Arnari Grétarssyni. ALPAGREINAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Skortur á fjármagni er ástæðan fyrir því að Sturla Snær Snorrason, fremsti skíðamaður landsins undan- farin ár, ákvað að leggja skíðin á hill- una. Sturla Snær, sem er 28 ára gamall, hefur fjórum sinnum orðið Íslands- meistari í svigi og tvívegis í stórsvigi og þá á hann fjöldann allan af Ís- lands- og bikarmeistaratitlum í ung- lingaflokki. Hann hefur verið hluti af World Racing Academy-skíðaliðinu und- anfarin ár þar sem hann hefur æft og keppt víðsvegar um heiminn en hann fór meðal annars á tvenna Ólympíu- leika fyrir Íslands hönd á ferlinum; til Pyeongchang árið 2018 og til Pek- ing árið 2022. „Þetta var mjög erfið ákvörðun,“ sagði Sturla Snær í samtali við Morgunblaðið. „Ég var búinn að vera að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og að endingu ákvað ég að taka stóra handbremsubeygju og kalla þetta gott. Ég tók þessa ákvörðun stuttu áður en ég átti að leggja af stað til Ítalíu til þess að hefja undirbúnings- tímabil mitt. Það er margt sem spilar inn í þessa ákvörðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta fyrst og fremst um fjármagn og ég sá einfald- lega ekki fram á að geta fjármagnað tímabilið,“ sagði Sturla. Betra að segja sem minnst Tímabilið hjá Sturlu kostar í kringum fimm til sex milljónir en hann hefur verið á föstum styrk hjá Skíðasambandi Íslands undanfarin ár sem hljóðar upp á tæplega tvær milljónir króna. „Eftir að Ólympíustyrkurinn datt út, sem ég hef verið á síðustu ár, þá var í raun engin leið fyrir mig til þess að fjármagna tímabilið. Keppnis- tímabilið er langt og ég hef því meðal annars þurft að fjármagna það hing- að til með sumarvinnu. Sumarvinnan hjá mér hefur hins vegar farið í það að borga upp skuldir síðustu ára, ásamt því að fjármagna næstu tíma- bil og í lok sumars stendur lítið eftir. Ég má ekki sækja um yfirdrátt þar sem ég er ekki launamaður þannig séð og ég hef því þurft að nota kreditkort síðustu mánuði tíma- bilsins til þess að halda mér á floti. Það er mikið hark að sníkja út styrki hjá fyrirtækjum og hingað til hafa þetta mestmegnis verið einhverjir hundraðþúsundkallar hér og þar. Það er mjög erfitt fyrir fólk í ein- staklingsíþróttum að fá háa fjár- styrki, enda sjá fyrirtæki kannski ekki mikinn tilgang í því og það er kannski betra að segja sem minnst í þeim efnum.“ Meiddist illa í Peking Sturla ætlaði sér stóra hluti á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem fram fóru í febrúar á þessu ári. „Síðasta keppnistímabil tók klár- lega á og þegar ég var loksins búinn að ná upp góðum takti lenti ég í því að greinast með kórónuveiruna á Vetrarólympíuleikunum. Það setti auðvitað allt í uppnám hjá mér og það endaði með því að ég þurfti draga mig úr keppni í stórsvigi. Ég lét hins vegar slag standa í svigkeppninni en það var bara of mikið eftir rúmlega viku í einangrun og án æfinga og almennilegs matar í raun. Ég meiddist svo illa í svig- keppninni en markmiðið þar var að blanda mér í einhverja toppbaráttu. Eftir meiðslin þá var tímabilið svo gott sem búið hjá mér og sumarið fór svo bara í það að jafna mig á þessum þremur beygjum sem ég tók á Ól- ympíuleikunum.“ Á ennþá helling inni Sturla sá fram á að geta tryggt sér keppnisrétt í heimsbikarnum í svigi á komandi tímabili enda einungis nokkrum sætum frá því á heimslist- anum. „Ég er í góðu formi og ég tel mig eiga helling inni. Ég tók mjög stórt skref fram á við á mínum ferli á síð- asta keppnistímabili, bæði þegar kemur að hraða og tækni. Jafnvægið var orðið mjög gott og þetta var allt eitthvað sem sýndi fram á að hægt væri að byggja ennþá frekar á í haust og í vetur. Það er líka oft þann- ig að menn eru á toppnum í þessum alpagreinum í kringum þrítugt og það gerir þessa ákvörðun kannski extra svekkjandi. Maður er búinn að leggja hrika- lega mikið á sig síðustu ár, fyrir sjálf- an sig, skíðasambandið og auðvitað land og þjóð. Skíðasambandið hefur stutt vel við bakið á mér í gegnum tíðina en því miður var ekki grund- völlur að þessu sinni fyrir meiri stuðning frá þeim. Það er bara eins og það er og að endingu þökkuðu þeir mér fyrir samstarfið og skrifuðu fallega kveðju til mín á heimasíðunni sinni sem ég er þakklátur fyrir.“ Horfir sáttur til baka Ásamt því að fara á tvenna Ólympíuleika tók Sturla þátt í tveim- ur heimsmeistaramótum fullorðinna. „Ég horfi mjög sáttur til baka yfir ferilinn. Það var nóg af hápunktum og það var líka nóg af lágpunktum. Það er fyndið að hugsa til þess núna hversu reglulega maður skíðaði út úr brautinni í upphafi bransans og ef það gerðist ekki þá datt maður á hausinn. Svo loksins þegar maður er hættur að detta þá þarf maður að hætta! Að öllu gríni slepptu samt þá var þetta mikið ævintýri og það var magnað að fá tækifæri til þess að upplifa tvenna Ólympíuleika. Það sem stendur hins vegar upp úr á mínum ferli er allt fólkið sem ég hef kynnst á þessu ferðalagi mínu. Ég hef kynnst ótrúlega góðu fólki sem er góðir vinir mínir í dag og að fá að æfa og eyða tíma með þeim í bestu mögulegu aðstæðum fyrir skíðafólk hefur verið ómetanlegt.“ Nýr kafli tekur við Sturla hefur lagt líf og sál í skíða- mennskuna en hefur á sama tíma þurft að fórna miklu líka. „Ég sé klárlega ekki eftir neinu. Ég hef lært ótrúlega mikið á stuttum ferli og ég hef líka þroskast mikið sem manneskja. Ég hef þurft að standa á eigin fótum, í ókunnugum löndum, og ég hef öðlast mjög dýr- mæta reynslu sem ég mun búa að alla mína ævi. Ég hef fengið að upp- lifa ýmislegt sem margir fá aldrei að upplifa á lífsleiðinni. Þetta hefur líka verið erfitt, ég hef þurft að kljást við mikið mótlæti, sem hefur kennt mér betur á lífið. Núna tekur við nýr kafli hjá mér þar sem að ég get vonandi einbeitt mér að einhverjum starfsferli og vonandi námi líka. Ég er ekkert ung- lamb en á sama tíma er ég nú ekkert hrikalega gamall heldur. Ég er kannski aðeins seinni en sumir en þetta sleppur nú alveg til. Þó keppn- isskíðin séu komin á hilluna þá verð ég alltaf íþróttamaður og ég verð mættur í fjöllin um leið og fyrsti snjórinn fellur.“ Blendnar tilfinningar En gengur einn sigursælasti skíðamaður þjóðarinnar sáttur frá borði? „Tilfinningarnar eru mjög blendn- ar. Ég er fúll yfir því að hafa ekki náð að toppa mig því ég veit að ég á hell- ing inni. Á sama tíma er þetta líka léttir því núna þarf maður ekki að standa lengur í harkinu sem fylgir því að vera íslenskur atvinnumaður í einstaklingsíþrótt. Ég er bæði búinn að hlæja mikið og gráta mikið síð- ustu daga en ég horfi svo sannarlega fram á veginn með bros á vör,“ bætti Sturla Snær við í samtali við Morg- unblaðið. Mikið hlegið og mikið grát- ið til skiptis Ljósmynd/SKÍ Hættur Sturla Snær Snorrason hefði átt góða möguleika á að komast inn í heimsbikarinn á komandi keppnistímabili en sá draumur er úr sögunni. - Sturla Snær Snorrason leggur skíðin á hilluna af fjárhagsástæðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.