Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Á brúnni Göngu- og hjólabrýr setja víða svip sinn á borgarlandslagið og greiða götu fólks. Kristinn Magnússon Orkukreppan í Evrópu beinir sjónum að þeirri eftirsóttu grænu orku, sem við íbúar landsins búum að. Þar kunna að vegast á siðferði- leg og viðskiptaleg sjónarmið, ekki síst varðandi þá auknu hreinu orku, sem við þurfum til að standa við skuldbindingar okkar um samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda. Gnótt er fjárfesta og Evrópustyrkja sem fáanlegir væru til að tengja Ísland við aðrar orkuþurfandi þjóðir. Mikilvægt er að eyða óvissu um hver staða okk- ar yrði og skuldbindingar, ef slíkur strengur yrði lagður að frumkvæði annarra en okkar sjálfra. Við blasir að orkukostnaður þeirra sem tengdir eru hinu evrópska raforkuneti hefur aukist gríðarlega að undanförnu, m.a.s. tífaldast, s.s. í Suður-Noregi og í Bretlandi. Stjórnvöld beggja landa hafa brugðist við með niðurgreiðslum, en þrátt fyrir það mun raf- magnsreikningur venjulegs bresks heimilis t.d. hækka um sem svarar 33 þús. kr. á mánuði. Niðurgreiðslurnar munu svo valda harkalegum niðurskurði ríkissjóðanna, ef að líkum lætur. Ódýr orka fallvatna og jarðvarma hefur lengi vegið upp á móti viðvarandi dýrtíð og vaxtaokri hérlendis og er að auki ein styrkasta stoð at- vinnulífsins. Þessi verðmæti mætti nýta enn frekar með orkusæknum, vistvænum iðnaði. Búhnykkir fjölþættir Senn er að baki metsumar í ferðaþjónustu og enn fjölgar ferðafólki. Hlýnun jarðar og marg- háttaðir landkostir hafa leitt til aukinnar eftir- spurnar útlendinga eftir fasteignum, jörðum, ám og fossum. Landið sjálft mun gefa meira af sér í hlýnandi veðráttu. Þá fjölgar þeim sem líta til ávinnings þess að styttri siglingaleiðir frá Asíu munu opnast af völdum bráðnunar. Hér þarf að standa vaktina. Skyldi því vera sinnt sem skyldi? Hér fellur til sjávar á degi hverjum margföld sú gnótt drykkjarvatns sem þornandi heims- byggð þarf til svölunar þorsta sínum. Víða er horft öfundaraugum til okkar í þessu samhengi. Ferskt vatnið og hreinn sjórinn skapa einnig hag- felldar forsendur fiskeldis á landi, sem nú vex ört. Bætist það við umdeilt eldi í sjókvíum. Því er spáð að verðmætasköpun fisk- eldis taki á allra næstu árum fram úr hefðbundnum fiskveiðum, sem lengst af hafa verið grunnstoð ís- lensk atvinnulífs. Þá er ótalið hugvitið, sköpunarkrafturinn, menningin og hugverkarétturinn, sem senn nálgast 20% af árlegum útflutningstekjum okkar. Girndaraugu þjóðanna og kröpp kjör fátækra Þegar litið er yfir sviðið blasir við mikil auð- legð og það að við búum að flestu því sem aðrar þjóðir sækjast hvað mest eftir nú um stundir. Það sem helst varpar skugga á þessar alls- nægtir okkar er sú dapurlega staðreynd að um tíund landsmanna hokrar hér við fátæktar- mörk. Þetta er auðvitað óviðunandi og sóma- kennd okkar er misboðið. Fátæka fólkið á sama rétt til að njóta auðlinda landsins eins og aðrir. Lífsgæði í okkar ríka landi eru ekki einkaréttur útvalinna. Því er stærsta áskorun okkar í dag að rétta hlut þessa fátæka fólks – og það tafar- laust! Hin stóra áskorunin hlýtur að felast í því að standa vörð um þau miklu verðmæti sem okkur er falið að varðveita, nýta og ávaxta. Þjóðir heimsins eru teknar að líta þau girndaraugum og auðlindastefna Íslands þarf að taka af öll tví- mæli um eignarhald og ákvörðunarrétt lands- manna sjálfra. Jakob Frímann Magnússon » Það sem helst varpar skugga á þessar allsnægtir okkar er sú dapurlega stað- reynd að um tíund landsmanna hokrar hér við fátæktarmörk. Jakob Frímann Magnússon Höfundur er þingmaður. Stærstu áskoranir Íslands Eitt helsta við- fangsefni kjara- viðræðnanna verður hvernig eigi að verja kaupmáttinn í land- inu. Sumir fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar segja lausn- ina vera að hækka nafnlaun til að mæta verðlagshækkunum og hækkandi vöxtum. Hér er ekki verið að fara ótroðnar slóðir. Í bók- inni Í stormum sinna tíða er haft eftir dr. Benjamín H.J. Eiríkssyni hagfræðingi: „Efnahagsvandi okkar Íslendinga er fólginn í þeirri fáránlegu skoðun launþegasamtakanna og foringja þeirra, að kjarabætur séu fólgnar í miklum krónutöluhækkunum. Stefna og baráttuaðferðir launþega- samtakanna, allt frá því komm- únistar fóru að láta á sér bera eftir 1930, hafa ekki verið í neinu sam- ræmi við staðreyndir lífsins og eðli okkar þjóðfélags. Þessar aðferðir spilla hinum sönnu farsældarmálum alþýðu.“ Að þessu sögðu er rétt að staldra við og líta blákalt á stöðuna. Efna- hagslífið tók mun betur við sér í kjölfar heimsfaraldurs en búist var við. Spár um krappan efnahagssam- drátt gengu ekki eftir að fullu. Á þessum grunni hefur náðst mikill árangur á vinnumarkaði. Launavísi- tala Hagstofunnar hefur hækkað um 24% frá undirritun kjarasamn- inga 2019 og einnig dregið verulega úr atvinnuleysi. Alls staðar nema á Íslandi Þegar þróun launa frá undirritun lífskjarasamninga er skoðuð í al- þjóðlegu samhengi sést hve góður árangurinn hefur í raun verið. Hækkun launa er ríflega þrefalt meiri hérlendis en að meðaltali í hinum ríkjum Norðurlandanna á mælikvarða launa í framleiðslu- greinum, sem gjarnan er notaður í alþjóðlegum samanburði. Ef litið er til lengra tímabils er svipaða sögu að segja, laun í framleiðslugreinum hafa hækkað um tæplega 7% að jafnaði á ári. Það er margföld hækkun miðað við helstu samanburðarlönd. Hvers vegna hafa laun á Íslandi hækkað svo langt umfram laun hjá nágranna- og viðskiptaþjóðum? Líkt og kom fram í Kjarafréttum Efling- ar nýverið hækka nafnlaun að jafn- aði í takt við verðbólgu og fram- leiðnivöxt til lengri tíma litið. Af launaþróun síðasta áratugar mætti halda að framleiðni hérlendis hafi aukist margfalt umfram önnur þró- uð ríki. Raunin er hins vegar sú að fram- leiðni hefur vaxið hóflega síðustu ár eða um 1,3% árlega að jafnaði, sem er aðeins eilítið umfram saman- burðarþjóðir. Yfir sama tímabil hef- ur verðbólga verið hófstillt, eða tæp 3%, sem er þó meira en í saman- burðarlöndum. Laun hafa því hækk- að talsvert umfram svigrúm fram- leiðnivaxtar og verðbólgu. Ísland sker sig að þessu leyti algjörlega úr hópi nágrannaþjóðanna. Laun hækka sem sagt í takt við fram- leiðni og verðlag í þróuðum ríkjum, en ekki á Íslandi. Eða hvað? Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis Staðreyndin er sú að þegar laun hækka umfram þetta svigrúm kem- ur að endanum að skuldadögum. Af- leiðing þessara miklu launahækk- ana hérlendis er sú að aukinn þrýstingur er á innlendar verðlags- hækkanir og eftirspurn. Hér er verðstöðugleika fórnað. Til að bæta gráu ofan á svart hefur sú staða kallað á aðhald af hálfu Seðlabank- ans til að spyrna gegn undirliggj- andi verðbólguþrýstingi. Endur- speglast aðhaldið í hærri stýrivöxtum, sem voru yfir hlutlaus- um vöxtum yfir tímabilið.* Reikn- ingurinn birtist því í aukinni verð- bólgu og hærra vaxtastigi, sem dregur úr kaupmættinum. Ástæða þess að verðbólga og vextir voru ekki hærri en raun ber vitni, þrátt fyrir miklar launahækk- anir, eru hagfelld ytri skilyrði hér áður, viðskiptakjarabati til ársins 2018 og uppgangur í ferðaþjónustu. Það var mikil mildi. Nú er staðan breytt og erlendir liðir sem áður unnu gegn innlendum kostnaðar- hækkunum eru nú sjálfstæður verð- bólguvaldur. Við erum ekki lengur með þessi spil á hendi og getum því ekki leikið sama leikinn aftur núna. Róum öll í sömu átt Í komandi kjaraviðræðum er markmið okkar allra að standa vörð um þann mikla árangur sem náðst hefur. Þar sem ytri skilyrði sem áður reyndust okkur hagfelld leggj- ast nú á sömu sveif og innlend verð- bólga verður að taka mið af því. Haga skal seglum eftir vindum. Það er grundvallarmisskilningur að hægt sé að kreista fram aukinn kaupmátt með pennastriki. Hann verður aðeins varanlegur ef laun haldast í hendur við verðmæta- sköpun og framleiðni. Við semjum okkur ekki frá grundvallarlögmál- um efnahagslífsins. Í þessu er síg- andi lukka best. Jóhannes Stefánsson og Gunnar Úlfarsson » Það er grundvallar- misskilningur að hægt sé að kreista fram aukinn kaupmátt með pennastriki. Hann verð- ur aðeins varanlegur ef laun haldast í hendur við verðmætasköpun og framleiðni. Gunnar Úlfarsson Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá Viðskiptaráði. Lifandi hundur er öflugri en dautt ljón Jóhannes Stefánsson 2010 til 2020* 6,4% Meðalárshækkun launa, framleiðni og verðlags 6% 4% 2% 0% Framleiðni Verðbólga Nafnlaun Danmörk Finnland Þýskaland Ísland Holland Noregur Svíþjóð Bretland Bandaríkin *Hækkun tímakaups í framleiðslugreinum. Heimild: OECD. Launahækkanir í framleiðslugreinum* 8% 6% 4% 2% 0% 2002 til 2022 1. ársfj. 2019 til 1. ársfj. 2022 Danmörk Finnland Þýskaland Ísland Holland Noregur Svíþjóð Bretland Bandaríkin 6,8% 7,4% *Hækkun tímakaups í framleiðslugreinum. Tölur fyrir Ísland ná frá árinu 2005. Heimild: OECD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.