Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Þ
ó að Bragi Þorfinnsson
hafi átt gott forskot fyrir
tvær síðustu umferðir
Haustmóts Taflfélags
Reykjavíkur og unnið allar skákir
sínar er sigurinn á mótinu þó ekki í
höfn því í lokaumferðunum átti
hann að tefla við þá sem næstir
komu, Alexander Oliver Mai, sem
var einn í 2. sæti með sex vinninga
af sjö mögulegum, og við Íslands-
meistarann, Hjörvar Stein Grét-
arsson, sem var með 5½ vinning
fyrir umferð gærkvöldsins. Hjörv-
ar Steinn hefur verið duglegur við
að tefla á mótum innanlands og því
gefið yngri skákmönnum kost á að
etja kappi við öflugan stórmeist-
ara, hefur misst 1½ vinning gegn
þeim Birni Hólm Birkissyni og Al-
exander Oliver Mai.
Keppendur í A-flokki eru tíu
talsins og undir er titillinn Skák-
meistari TR, sem hvorki Bragi né
Hjörvar geta unnið því að þeir eru
ekki félagsmenn í TR, og stendur
baráttan því milli Alexanders Oli-
vers og Björns Hólm.
Í Opna flokknum er Ingvar Wu
Skarphéðinsson efstur með sex
vinninga af sjö mögulegum. Jó-
hann Arnar Finnsson kemur næst-
ur með 5½ vinning.
Yfirburðir Magnúsar Carlsens
á kynslóðamótinu
Magnús Carlsen hefur verið
mikið í fréttum undanfarið vegna
samskipta hans við Hans Nie-
mann. Hann gaf strax skákina við
Bandaríkjamanninn í 5. umferð
Kynslóðamóts Juliusar Baers en
tók svo til óspilltra málanna gegn
öðrum þátttakendum og hlaut 12
vinninga af 15 mögulegum og
þetta var hans eina tap. Af 16
keppendum komust átta efstu í út-
sláttarkeppni. Ekki var loku fyrir
það skotið að Magnús þyrfti að
kljást við Niemann, sem varð í 4.
sæti, á einhverjum stigum úr-
slitakeppninnar en í fyrstu umferð
féll Niemann úr leik en Magnús
vann Aronjan 3:1 og átti í gær að
tefla við Vincent Keymer í undan-
úrslitum.
Þjóðverjinn ungi sló út eina af
hetjum Indverja í átta manna úrslit-
um, 3:1.
Julius Baers – kynslóðamót; 1.
skák:
Keymer – Praggnanandhaa
Í þessari stöðu liggur fyrir að
svartur er að vinna baráttuna á
drottningarvæng en kóngsstaðan er
viðkvæm og Keymer knúði fram sig-
ur með nokkrum hnitmiðuðum leikj-
um:
41. h6! Hxc3
41. … g6 42. h7+ Kh8 43. Dh6
kemur á sama stað niður.
42. h7+ Kh8 43. Rgxf7+!
– og svartur gafst upp, 43. …
Rxf7 er svarað með 44. Rg6 mát.
Eins og fram hefur komið tjáði
Magnús Carlsen sig um það mál
sem vakið hefur heimsathygli sl.
miðvikudag – en áfram í dylgjustíl.
Að þessu sinni var þjálfari Nie-
manns, Maxim Dlugy, skotmarkið.
Dlugy varð heimsmeistari unglinga
árið 1985 og átti sæti í bandaríska
ólympíuliðinu um skeið. Hann er
einn þeirra sem settir hafa verið út
af sakramentinu á Chess.com-
vefnum vinsæla. Þess er að vænta
að Alþjóðaskáksambandið, FIDE,
muni fljótlega senda frá sér yfirlýs-
ingu um málið.
Vignir Vatnar í 2. sæti
í Slóveníu
Vignir Vatnar Stefánsson, sem
stefnir að stórmeistaratitli, varð í 2.
sæti á opnu skákmóti í Nova Gorcia
í Slóveníu sem lauk sl. fimmtudag.
Vignir fékk 6½ vinning af níu mögu-
legum en gat með sigri í loka-
umferðinni náð árangri upp á u.þ.b.
2.600 elo-stig en hafði þó ekki teflt
við nægilega marga stórmeistara til
að úr yrði fullgildur áfangi. Vignir
mun tefla á HM unglinga 20 ára og
yngri í Sardiníu á Ítalíu í næsta
mánuði. Birkir Ísak Jóhannsson
verður einnig meðal keppenda þar.
Magnús Carlsen situr
við sinn keip – svindl-
málið vindur upp á sig
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Mótshald HM ungm
Fulltrúi Íslands á HM Josef Omarsson tekur þátt í HM ungmenna 12 ára og
yngri í Batumi í Georgíu. Hann er hér við upphaf mótsins ásamt föður sín-
um, skákdómaranum góðkunna, Omar Salama.
Fyrir nokkru kom
á markað bókin
„Heimurinn eins og
hann er“, hispurslaus
og hrífandi lýsing á
loftslagsvandanum og
kjörum fátækra í Afr-
íku og Asíu. Höfund-
urinn, Stefán Jón
Hafstein fjölmiðla-
maður, gjörþekkir
efnið eftir áratuga
starf á vegum Þróun-
arstofnunar Íslands.
Bókin er samsett úr mörgum
ólíkum köflum sem mynda öfluga
og sannfærandi heild. Höfundur
kann vel til verka og textinn er líf-
legur og skemmtilegur. Bókin er
frumleg og beitt ádeila á gömlu og
nýju nýlendustefnuna og meðferð
Vesturlanda á fátæka fólkinu í
Afríku og einnig nútímaleg viðbót
við byltingarritið „Bréf til Láru“
eftir Þórberg. Sagan hefst með
ánægjulegri stangveiðiferð gam-
alla vina en á augabragði er sögu-
maður orðinn hátt settur embætt-
ismaður í Rómaborg og berst
þaðan heilagri baráttu fyrir lífi
bræðra og systra í Afríku.
Þessi hröðu efnistök líkjast
framvindunni í verðlaunamyndinni
Deer Hunter þar sem fjörleg og
ævintýraleg giftingarveisla ungra
verkamanna í stálveri í Bandaríkj-
unum breytist skyndilega í helvíti
á jörðu þegar drengirnir eru send-
ir nauðugir til Víetnams til að
myrða saklaust fólk í akkorði.
Í bókinni stendur höfundur með
annan fótinn í hinu forna Róma-
veldi þar sem Sesar, Síseró og
Ágústínus keisari og fleiri stór-
menni eru á kreiki en hinn fótinn í
fátækrahverfum Afríku og spinnur
sinn frásagnarvef af mikilli list.
Í Laxdælu kallar höfundur til
sögu spekinginn Gest Oddleifsson
frá Haga og Þórð
lága son hans og
þeirra aukahlutverk í
sögunni er áhrifamik-
ið og geymist í minni
lesandans alla tíð.
Þessa tækni notar
Stefán Jón í sinni
sögu og þar birtast
margar persónur sem
segja örfáar kjarn-
miklar setningar sem
eru í raun meginefni
bókarinnar.
Bókin er troðfull af
ýmiskonar lærdómi
um þróun mannkynsins, ofbeldi og
eyðileggingu Vesturlandabúa á
menningu frumbyggja, sögu Afr-
íku og lífið í Rómaveldi á fyrstu
öld f. Kr.
Þessa speki kynnir höfundur í
litlum skömmtum um alla bók
þannig að lesandi er alltaf jafn
forvitinn um framvinduna.
Þessi bók er dýrmætur fengur
fyrir unnendur náttúrunnar og op-
inbera starfsmenn sem úthluta
styrkjum af miklu örlæti til mis-
heiðarlegra starfsfélaga í þróun-
arlöndunum. Þetta öndvegisrit
verður betra og betra við hvern
yfirlestur og ber keim af snilld-
arriti Alexanders Solsénitsíns,
Kálfurinn sem stangaði eikina,
enda sitja þessar bækur hlið við
hlið í bókaskápnum mínum.
Ég óska SJH til hamingju með
frábæra bók.
Heimurinn
eins og hann er
Ellert Ólafsson
Ellert
Ólafsson
Höfundur er verkfræðingur og bóka-
útgefandi sem hefur nýlega skrifað
tvær bækur um þá náttúruvá sem
maðurinn hefur valdið lífríki jarðar.
Einar Ágústsson fæddist 23.
september 1922 í Hallgeirsey í
Austur-Landeyjum. Foreldrar
hans voru hjónin Ágúst Ein-
arsson, f. 1898, d. 1988, og
Helga Jónasdóttir, f. 1897, d.
1929.
Einar lauk embættisprófi í
lögfræði frá HÍ 1947 og öðl-
aðist hdl.-réttindi 1951. Hann
var skrifstofustjóri Sölu-
nefndar varnarliðseigna 1947-
54 og starfsmaður fjárhags-
ráðs, fulltrúi í fjármálaráðu-
neyti 1954-57, sparisjóðsstjóri
Samvinnusparisjóðsins 1957-63
og fulltrúi forstjóra Sambands
íslenskra samvinnufélaga og
forstöðumaður lífeyrissjóðs
sambandsins til 1960.
Einar var bankastjóri Sam-
vinnubankans 1963-71, alþing-
ismaður fyrir Framsóknar-
flokkinn 1963-79 og var
utanríkisráðherra 1971-78.
Hann var sendiherra í Dan-
mörku frá 1980 til æviloka.
Einar var formaður Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur
1958-61 og varaformaður
flokksins 1967-80. Hann var
borgarfulltrúi í Reykjavík
1962-71.
Kona Einars var Þórunn
Sigurðardóttir, f. 1927 d. 2019,
húsfreyja og eignuðust þau
fjögur börn.
Einar lést 12.4. 1986.
Merkir Íslendingar
Einar
Ágústsson
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
WEXIÖDISK, COMENDA OG HOBART UPPÞVOTTAVÉLAR
ÖFLUGUR LIÐSAUKI Í ELDHÚSIÐ
WEXIÖDISK
Vandaðar og öflugar vélar
fyrir þá sem vilja það besta
COMENDA
Ódýrari kostur - öflug og
góð vél fyrir stærri eldhús
HOBART
Frábær fyrir minni eldhús,
kaffistofur o.fl.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
Allt um sjávarútveg
» Bókin er samsett úr
mörgum ólíkum
köflum sem mynda öfl-
uga og sannfærandi
heild.