Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ empire moviefreak.com EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ Indie wire FRÁBÆR GAMANMYND Telegraph UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD. SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART Af mörgum er að taka þegar kem- ur að forvitnilegum kvikmyndum sem sýndar verða á RIFF sem hefst 29. september og stendur yfir til 9. október. Hér verða nokkrar nefndar. Dauðavættirnar frá Inisherin / The Banshees of Inisherin Nýjasta mynd írska leikstjórans Martin McDonagh segir af tveim- ur vinum, sem Colin Farrel og Brendan Gleeson leika, sem lenda í illdeilum þegar annar þeirra slít- ur vinskapnum fyrirvaralaust og án haldbærra skýringa. Sögusviðið er afskekkt og fámenn eyja og hafa vinslitin því áhrif á lífið á eyjunni. Átök þessara fyrrum magnast og enda með ósköpum. Kvikmynd var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í byrj- un mánaðar og hlaut Farrell þar verðlaunin Volpi Cup sem besti leikarinn og McDonagh var verð- launaður fyrir besta handrit. Inn í ísinn/Rejsen til isens indre Inn í ísinn er í tilkynningu frá RIFF sögð „stórkostlegt kvik- myndaævintýri á Grænlandsjökli með þremur fremstu jöklavísinda- mönnum heims“ en þessi vísinda- menn eru í leit að svörum við spurningum sem snúa að lofts- lagsþróun, fortíð og framtíð. Eins og þekkt er bráðnar ísbreiða Grænlands hratt og reynir kvikmyndagerðarmaðurinn Lars Ostenfeld að komast að því hversu hratt með því að fara 200 metra niður í hana sem er lengra en nokkur hefur farið áður. Myndin verður m.a. sýnd í íshellinum í Langjökli. Svínka/Cerdita Þessi kvikmynd hinnar spænsku Carlotu Pereda er byggð á stutt- mynd hennar sem vakti athygli og lof fyrir fjórum árum. Cerdita er hins vegar í fullri lengd og segir af unglingsstúlku í yfirvigt sem verður fyrir stöðugu einelti í þorp- inu sem hún býr í. „Eftir að hafa náð að flýja kvalara sína úr sund- laug bæjarins verður hún vitni að því þegar þeim er rænt af dular- fullum aðkomumanni,“ segir um myndina í tilkynningu og að aðal- leikkona hennar, Laura Galán, hafi hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á aðalpersónunni. Vera Opnunarmynd RIFF, Vera, er eftir leikstjórana Tizzu Covi og Rainer Frimmel og í henni eru kannaðar myrkar hliðar frænd- hygli, grimmra fegurðarviðmiða og mótun sjálfsmyndar. Fjallar myndin um hina ítölsku Veru Gemma sem leikur sjálfa sig í myndinni en hún ólst upp við að eiga fræga foreldra, sem hafði mikil áhrif á sjálfsmynd hennar. Gemma hlaut verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og voru leikstjórarnir einnig verðlaunaðir. Munu bæði Gemma og leikstjórarnir mæta á RIFF og svara spurningum bíó- gesta. Lífstykkið/Corsage Verðlaunamynd í leikstjórn hinnar austurrísku Marie Kreut- zer. Myndin var frumsýnd í Can- nes í vor og fjallar um keisaraynj- una Elísabetu af Austurríki, sem kölluð er Sissi, sem hefur verið dáð fyrir fegurð og fágaðan smekk í áratugi og stendur nú á fertugu. Til að viðhalda ímynd sinni þarf hún sífellt að herða meira á líf- stykkinu á sama tíma og formlegu hlutverki hennar sem leiðtoga þjóðarinnar hafa verið reistar skorður, segir um myndina og að Vín þrengi að henni eins og lífstykkið sjálft og hún ferðist um Evrópu og heimsæki fyrrum elsk- huga og gamla vini í leit að þeim lífskrafti og tilgangi sem ein- kenndu æskuárin. Leikkonan Vicky Krieps leikur Sissi og hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár fyrir leik sinn. Mynd- in er tilnefnd til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna. Stelpnagengi/Girl Gang Heimildarmynd eftir hina þýsku Susanne Regina Meures sem fjallar um fjórtán ára stúlku sem er vinsæll áhrifavaldur. Stöðug sjálfsskoðun og botnlaus vöntun á nýju efni taka sinn toll og adrena- lín, frægð og fríir strigaskór geta ekki bætt fyrir það, eins og segir í lýsingu RIFF. Alla dagskrá og frekari upplýs- ingar um hátíðina má finna á riff.is og mun ýtt snjallforrit há- tíðarinnar einnig vera væntanlegt. Ástand mannsins í hlýnandi heimi - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, nálgast og fjöldi áhugaverðra kvikmynda á hlaðborðinu að vanda - Vinslit, Grænlandsjökull, einelti og sjálfsmyndir meðal umfjöllunarefna Vinslit Brendan Gleeson og Colin Farrell í The Banshees of Inisherin. Sjálfsmynd Vera Gemma og Asia Argento í opnunarmynd RIFF, Veru. Blóðug Laura Galán í hlutverki Söru sem lögð er í einelti í Cerdita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.