Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Veldu
lífræna
hollustu
LKL, vegan, gluteinlaust
60 ÁRA Helga er Reykvíkingur,
ólst upp í Langholtshverfi. Hún bjó
erlendis í 15 ár, í Bretlandi, Þýska-
landi og Sviss, lengst í Genf í Sviss
eða 9 ár. Hún býr núna í Mosfells-
bæ. Hún er leikskólakennari og
uppeldis- og menntunarfræðingur
að mennt og er leikskólastjóri í
Fífuborg í Reykjavík. Áhugamálin
eru golf og gönguferðir.
FJÖLSKYLDA Sigurður Harðar-
son, f. 1962, framkvæmdastjóri hjá
Centra – fyrirtækjaráðgjöf. Pálína,
f. 1979, Pétur, f. 1982, Stefán Alex-
is, f. 1993, og Daníel Emil, f. 1995.
Barnabörnin eru orðin sjö. For-
eldrar Helgu eru Sigurður Emil Ágústsson, f. 1921, d. 2011, lögreglumaður
og vann hjá Umferðarráði, og Pálína Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1920, d. 1990,
húsmóðir.
Helga Sigurðardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú átt einkar auðvelt með að laða
aðra til samstarfs við þig og átt að notfæra
þér þann byr. Gakktu þó ekki of langt.
20. apríl - 20. maí +
Naut Láttu ekki aðra taka ákvarðanir fyrir
þig, þú átt að vera maður til þess sjálfur.
Mundu að aðrir reiða sig á þig svo þú skalt
takmarka þig við það sem þú getur staðið
við.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Einhverjar glæringar eru í loftinu
svo þú skalt hafa hægt um þig og segja
sem minnst. Stoppaðu við, brettu upp erm-
arnar og taktu á þeim málum, sem þú verð-
ur að leysa.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Dagurinn hentar sérstaklega vel til
skemmtana. Sú tilbreyting þarf ekki að
vera stórtæk, aðeins eitthvað annað en
venjulega.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er margt sem þú þarft að af-
greiða í skyndi. Mikilvæg augnablik hafa
ekki endilega dýrlega umgjörð.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Láttu það ekki slá þig út af laginu
þótt vinir þínir segi þér eitt og annað um
sjálfan þig sem þér kann að falla miður.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur áhyggjur af fjármálunum.
Mundu að ekki er sama hvernig hlutirnir
eru sagðir. Passaðu upp á mannorðið.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Láttu draumórana ekki ná
þannig tökum á þér að þú hafir ekki hug-
ann við vinnuna. Sumt er bara svona og við
því er ekkert að gera nema viðurkenna
staðreyndir.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Fólk stækkar við hrós þitt og
verður betri útgáfa af sjálfu sér. Ekki ríg-
halda í hluti af gömlum vana.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert á báðum áttum um hvort
þú eigir að þóknast vini þínum eða gera
ástvini þínum til hæfis. Hristu af þér slenið
og vertu jákvæður og þá fara hlutirnir að
gerast hjá þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þær óvenjulegu fréttir sem þú
færð í dag eru bitinn sem þig vantaði í
púsluspilið. Allt er það gott en varastu of-
metnað.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sofðu, borðaðu og vertu glaður.
Fáðu vini þína og fjölskyldu til þess að taka
þátt í því með þér.
Á
sdís Erla Guðjónsdóttir
fæddist 24. september
1972 á Selfossi og ólst
þar upp. „Það var gott
að alast upp í austurbæ
Selfoss, foreldrar mínir voru frum-
byggjar þar og hlýjar minningar á
ég frá leikjum krakkanna í hverfinu
á ómalbikuðum götum.“
Ásdís gekk í Grunnskóla Selfoss
og síðan lá leiðin í Fjölbrautaskóla
Suðurlands. „Fjölbrautaskólaárin
voru frábær, en þar var ég virk í fé-
lagsstörfum og var m.a. meðlimur í
kór F.Su sem var gæfuspor því þar
kynntumst við Sölvi minn.“ Ásdís
gekk síðan í Kennaraháskóla Ís-
lands þar sem hún útskrifaðist árið
2000 með B.ed.-gráðu með áherslu á
list- og verkgreinar.
Ásdís kenndi myndmennt í Sand-
víkurskóla á Selfossi og hefur kennt
list- og verkgreinar frá árinu 2011 í
Myllubakkaskóla í Keflavík. „List-
sköpun með börnum er eitt af því
skemmtilegasta sem ég geri og það
eru forréttindi að fá að vinna með
þeim og sjá þau fá útrás í sköpun.
Mér finnst ég vera lukkunnar pam-
fíll að vinna við það sem gefur svo
mikið. List- og verkgreinateymið í
Myllubakkaskóla er sterkt og skól-
inn á sér langa sögu um áherslu á
list- og verkgreinar þar sem nem-
endur fá að njóta sín í sköpun með
margvíslegum hætti.“
Handverk og hönnun hefur ávallt
skipað stóran sess í huga afmælis-
barnsins og hefur Ásdís sótt fjölda
námskeiða í myndlist, handverki og
grafískri hönnun. Á árunum 2004-
2017 hélt Ásdís úti fyrirtæki sínu,
Disa Designs, ásamt eiginmanni sín-
um þar sem hún hannaði búta-
saumsuppskriftir og markaðssetti í
Bandaríkjunum. Hún gaf út fjölda
uppskriftabóka sem dreift var um
Bandaríkin og víðar. Þá tók hún í
fjölda ára þátt í „International Quilt
Market“-sýningum sem haldnar eru
tvisvar á ári í ýmsum ríkjum Banda-
ríkjanna.
Hér heima voru uppskriftirnar
gefnar út á íslensku og í gegnum
árin hefur Ásdís haldið námskeið á
vinnustofu sinni bæði í bútasaumi
og ýmsu öðru handverki.
„Bútasaumsævintýrið með Disa
Designs var skemmtilegur tími, þar
sem við Sölvi fengum tækifæri til
þess að vinna saman að þessu gælu-
verkefni okkar og ferðast vítt og
breitt um Bandaríkin í leiðinni,
ómetanlegur tími. Hins vegar er af-
ar flókið að halda úti starfandi fyrir-
tæki í Bandaríkjunum búandi á Ís-
landi og þar kom að við ákváðum að
setja orkuna meira í heimahagana
og fjölskylduna. Að vissu leyti var
ég fegin að við skyldum taka þetta
skref, ekki síst þegar Covid skall á,
það hefði nánast ekki verið hægt að
halda fyrirtækinu gangandi þá.
Ég þarf alltaf að hafa eitthvað
nýtt á prjónunum, finnst gott að
setja áskoranir á mig og prófa nýja
hluti. Nú hef ég tekið teikniblýant-
inn upp eftir frekar langt hlé sem er
frekar skemmtilegt og markmiðið
jafnvel að setja upp sýningu á
næsta ári.“ Síðasta vetur var Ásdís
með teikningar í Víkurfréttum í
hverri viku. „Teikningarnar áttu að
spegla stemninguna í þjóðfélaginu,
en ég ákvað að taka mér pásu í
sumar.“
Áhugamál Ásdísar eru margvís-
leg fyrir utan listsköpun. „Samvera
með fjölskyldunni gleður mest, að
skapa góðar stundir og minningar
saman. Börnin mín fjögur eru mitt
helsta afrek í lífinu og nýlega urðum
Ásdís Erla Guðjónsdóttir, list- og verkgreinakennari við Myllubakkaskóla – 50 ára
Mömmuknús Ásdís og barnahópurinn, frá vinstri: Herdís Birta, Ásdís Erla,
Andri Snær, Arnór Sindri og sá yngsti, Hrafnkell Blær.
Alltaf með eitthvað á prjónunum
Hjónin Ásdís og Sölvi um borð í Dísunni, hobbíbát eiginmannsins.
Amman Ásdís í nýja ömmuhlutverk-
inu með Maron Pál litla.
Til hamingju með daginn
Kópavogur Bella
Benjamínsdóttir
fæddist 23. mars
2022 í Reykjavík. Hún
vó 5.378 g og var 55,5
cm löng. Foreldrar
hennar eru Tinna
Vibeka og Benjamín
Bjarnason.
Nýr borgari