Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 12
Bæjarlind 4 / Sími: 510 7900 / www.fastlind.is Allar upplýsingar veitir NÝ TT ! 2-4HERBERGJA ÍBÚÐIRTIL SÖLU Í 210GARÐABÆ KINNARGATA 43-45 15 íbúða fjölbýlishús Útsýni 2-4 herbergja íbúðir Upphituð bílageymsla Ísskápur, frystir og uppþvottavél fylgir Eignirnar afhendast fullbúnar með gólfefnum Afhending í október 2022 OPIÐHÚS Laugardag og sunnudag 24. og 25. sept. kl. 13 - 16 Auður Löggiltur fasteignasali 8482666 audur@fastlind.is 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 M annskepnan er jú eitt af þeim dýrum sem til- heyra jarðarkúlunni og kannski þess vegna líður okkur flestum vel í návist hvers konar dýra, nema kannski þeirra sem við óttumst eða teljum að geti skaðað okkur. Homo Sapiens, algengasta og útbreiddasta tegund fremdardýra á jörðinni, heldur gjarnan gæludýr á sínum heimilum sér til ánægju og yndisauka. Að annast um aðrar lifandi verur og njóta samvista við þær, er einkar gefandi og oft er djúp vænt- umþykja milli og manna og dýra á slíkum heimilum. Skemmst er að minnast Elísabetar Bretadrottningar og hundanna hennar. Nærvera við villt dýr getur líka verið gefandi og til er fólk sem helgar líf sitt því að bjarga villtum dýrum og annast þau. Aðrir fanga þau til að loka þau inni í búrum af ýmsum ástæðum. Enn er hægt að heimsækja villt dýr í dýragörðum, þótt vonandi verði slík fangelsi lögð niður fyrr en síðar, en vissulega gleð- ur lítil börn að koma inn í slíka garða og sjá dýr sem þau annars aldrei gætu augum litið í návígi. Hér gefur að líta nokkur sýnishorn af nýlegum fréttum af dýrum úti um víða veröld. Aug- ljóslega sinnir starfsmaðurinn í dýra- garði í Beijing sem gefur ungu simp- önsum pela, þeim af mikilli natni. Hvern hefði grunað að hægt væri að keppa í fuglasöngi? Maðurinn sem hugar að fugli sínum í búri í Taílandi hefur máske þjálfað sinn fugl til söngs, því hann var mættur til fugla- söngkeppni þar sem 1.500 fuglar frá Taílandi, Malasíu og Singapore mættu til þessarar árlegu keppni. Ekki fylgdi sögu hver sigraði. Ungir piltar fengu að halda á þeim furðuverum sem skjaldbökur eru, í sérstakri miðstöð fyrir slíkar skepnur í Sri Lanka. Í dýragarði í Gvatemala var haldið upp á dag nashyrninga með pompi og prakt, og fengu tveir hvítir suðurafr- ískir nashyrningar, þau Arturo og Aurora, sérdeilis gott að borða í tilefni dagsins. Að öðru leyti virtist þeim standa nokk á sama um þá fyrirtekt í mannskepnunni að halda upp á dag tileinkaðan þeirri tegund dýra sem þau tilheyra. Hvítir nashyrningar eru merkilegar skepnur, þeir geta orðið fjörutíu til fimmtíu ára og þeir geta hlaupið ótrúlega hratt, þótt þung- lamalegir sýnist, þeir geta náð allt að 50 kílómetra hraða. Nashyrningar eru jurtaætur og verða allt að tonn að þyngd. Þeir hafa góða heyrn og lykt- arskyn en afar lélega sjón. khk@mbl.is Ljósmynd/Madaree Tohlala/AFP Söngkeppni Engu er líkara en fuglaeigandi þessi í Taílandi gefi fiðraða vini sínum merki fyrir harða keppni í fuglasöng. Ljósmynd/Johan Ordonez/AFP Nashyrningadagur Arturo og Aurora láta sér fátt um finnast um hátíðahöld í tilefni dags sem kenndur er við nashyrninga. Ljósmynd/Ishara S. Kodikara/AFP Ekki kát Af svip þessarar skjaldböku í Srí Lanka má ráða að hún kann því ekki sérlega vel að láta mannfólk handleika sig. Dýrin stór og smá um víða veröld Ljósmynd/Noel Celis / AFP Koss Hér vantar ekkert upp á vináttu og hlýju í umönnun starfsmannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.