Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Hágæða útskurðarjárn
frá Austuríki
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
6 stk sett
25.980 kr.
Marmara-
brýnasett
8.980 kr.
Gott úrval af
stökum járnum
Verð frá 3.820 kr.
Útskurðajárnasett
með hnífum
25.530 kr.
Mikið úrval af marmarabrýnum.
Kjullur
Verð frá 4.980 k
Vefverslun brynja.is
r.
Opið
virka
daga
frá 9-18
lau frá 11-1
7
Útskurðahnífasett
15.980 kr.
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
24. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 141.54
Sterlingspund 160.33
Kanadadalur 105.36
Dönsk króna 18.813
Norsk króna 13.669
Sænsk króna 12.867
Svissn. franki 144.47
Japanskt jen 1.0052
SDR 182.68
Evra 139.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.1365
« Hagnaður Dress
Up Games nam í
fyrra um 8,5 m.kr.
og lækkar um eina
milljón á milli ára.
Tekjur félagsins
námu um 12,2
m.kr. og drógust
einnig saman um
rúma milljón frá
fyrra ári. Eigið fé
félagsins var í árs-
lok um 89 m.kr. Félagið hagnaðist vel á
árum áður og á árunum 2008-2010 um
rúmar 300 m.kr. en síðan þá hafa tekjur
þess lækkað ár frá ári. Eigandi fyrir-
tækisins er Inga María Guðmundsdóttir,
búsett á Ísafirði, en hún stofnaði vefsíð-
una árið 1998. Dress Up Games er vef-
síða sem býður upp á samnefndan
dúkkulísuleik og aðra svipaða sem
hægt er að spila ókeypis, en tekjur
síðunnar koma af auglýsingasölu.
Minni tekjur Dress up
Games en mikið eigið fé
Inga María
Guðmundsdóttir.
standa frammi fyrir sameiginlegri
áskorun við orkuskipti sem þjóðir
heims gætu ekki leyst hvert í sínu
horni. Ef hvert ríki ætli að huga
fyrst og fremst að eigin hagsmunum,
og orkusjálfstæði, sé baráttan töpuð.
Benti Hörður í því efni á að mörg
ríki geti ekki orðið sjálfbær með
endurnýjanlega orku, meðal annars
vegna takmarkaðs landrýmis.
Áttfalda þarf framleiðsluna
Þá hafi Alþjóðaorkumálastofnunin
(IEA) áætlað fyrir loftslagsráðstefn-
una í Glasgow í fyrra að ef heimurinn
eigi að ná kolefnishlutleysi fyrir 2050
þurfi að áttfalda framleiðslu endur-
nýjanlegrar orku í heiminum. Hins
vegar skorti nokkuð á stuðning
almennings við uppbyggingu orku-
innviða. Fólk vilji ekki hafa þá í
túnfætinum og spurt sé: „Hvað fæ ég
út úr því?“
„Alþjóðlegt samstarf er gríðar-
lega mikilvægt en við verðum að
ræða um stóra fílinn í herberginu
[sem er spurningin um] hvaðan
orkan eigi að koma,“ sagði Hörður
og benti á að tæknin að baki rafelds-
neyti og kolefnisförgun væri góð en
orkufrek. „Og hvaðan á orkan að
koma?“ spurði Hörður sem taldi
orkutæknina hafa þróast mikið.
Framlag gegn loftslagsvánni
Adair Turner lávarður tók einnig
til máls en hann leiðir alþjóðlegt
samstarf um orkuskipti [Energy
Transitions Commission] sem miðar
að því að heimsbyggðin nái kolefnis-
hlutleysi um miðja öldina.
Turner lávarður vitnaði í þau orð
Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur
Reykfjörð að engin eyja sé eyland
þótt eyja sé. Það væri afskaplega vel
sagt enda gæti Ísland bókstaflega
orðið hluti af brú milli Evrópu og
Bandaríkjanna sem verði mikilsvert
framlag í baráttunni gegn loftslags-
breytingum, ásamt því að stuðla að
auknu orkuöryggi.
Margfalda þarf orkuframboðið
Svo setti hann málið í alþjóðlegt
samhengi. Nú séu framleiddar um 27
þúsund teravattstundir af raforku í
heiminum en til að ná markmiðum í
loftslagsmálum þurfi að auka hana í
120 þúsund teravattstundir.
Fram undan séu mikil tækifæri í
uppbyggingu vindorkuvera á hafi en
Alþjóðaorkumálastofnunin hafi
áætlað að sá orkukostur bjóði upp á
420 þúsund teravattstundir af orku –
um fimmtánfalda þá orku sem
heimsbyggðin notar nú.
Sé litið á landakortið komi í ljós að
stór hluti nýtanlegrar vindorku á
hafi úti sé tengdur orkuboganum
sem liggi frá Noregsströndum,
meðfram Bretlandi og Írlandi, til
Íslands, þaðan til Grænlands og
Nýfundnalands en þaðan megi
tengja bogann við bandaríska orku-
kerfið. Það er að segja að tengja
vindorkubúin í orkuboganum við
stærri markaði í gegnum sæstrengi.
„Ef við gerum það munum við
leysa úr læðingi gríðarlega orkulind
í vindorku á hafi, jarðhita og í vatns-
afli á Grænlandi sem gæti orðið
gríðarstór hluti af svarinu [við þess-
um vanda], bæði hvað varðar orku-
öryggi innan NATO og sem lausn
sem gagnast gegn loftslagsbreyting-
um,“ sagði Turner sem ávarpaði
fundinn með fjarfundabúnaði.
Tók hann dæmi af hugmyndum
um að framleiða vindorku og sólar-
orku í Marokkó og flytja til Bret-
lands um sæstreng og sömuleiðis frá
vesturhluta Ástralíu til Singapúr.
Ísland verði hluti af orkubrú
Ljósmynd/Zephyr Iceland
Nýr orkukostur Fjárfestar hafa látið meta staðhætti víða á Íslandi m.t.t. hugsanlegrar vindorkuframleiðslu.
Orðið meira knýjandi
» Chellie Pingree, þingkona í
fulltrúadeild Bandaríkjanna frá
Maine, tengdi þróun heims-
mála, í kjölfar stríðsins í Úkra-
ínu, við fæðu- og orkuöryggi og
sagði þau mál orðin knýjandi.
» Meðal ræðumanna var Halla
Hrund Logadóttir, orkumála-
stjóri og kennari við Harvard-
háskóla, sem sagði orkuskiptin
í Evrópu kalla á gríðarmikla
uppbyggingu.
» Ken Berlin, félagi við hug-
veituna sem tók þátt í ráð-
stefnunni, rifjaði upp að stjórn
Bidens forseta hygðist verja
340 milljörðum dala í verkefni í
þágu loftslagsmála.
- Forstjóri Landsvirkjunar segir þjóðríkin ekki geta hugað aðeins að eigin hag andspænis loftslagsvá
- Turner lávarður leggur til vindorkubrú frá Evrópu til Bandaríkjanna - Ísland hlekkur í keðjunni
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Staða Íslands í samhengi orku- og
loftslagsmála var til umræðu á ráð-
stefnu í Washington DC í fyrradag,
en hún var skipulögð af hugveitunni
Atlantic Council Global Energy
Center, Grænvangi og sendiráði
Íslands í Washington.
Meðal þátttakenda voru Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra og
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra, en þær
ræddu meðal annars markmið Ís-
lands í loftslagsmálum og varðandi
sjálfbæra orkunýtingu.
Meðal ræðumanna var Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
sem rifjaði upp markmið íslenskra
stjórnvalda í loftslagsmálum.
Þau hefðu undirritað Parísarsam-
komulagið um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda en jafnframt
sett sér metnaðarfyllra markmið um
að hverfa frá jarðefnaeldsneyti fyrir
2040. Landsvirkjun væri í opinberri
eigu og ynni að þessum markmiðum.
Finna þurfi út hvernig þau geti
orðið að veruleika en til þess þurfi að
svara því hvaðan orkan á að koma.
Ný orka þarf að koma til
Til að draga úr losuninni þurfi
almenningur að taka upp einfaldari
lifnaðarhætti og samfélögin að nota
og framleiða orku á skilvirkari hátt.
Það sé þó aðeins hluti af lausninni
enda þurfi ný orkuöflun að koma til,
ef draga á úr vægi jarðefnaeldsneyt-
is með nýrri endurnýjanlegri orku.
Á Íslandi séu miklir möguleikar til
vindorkuvinnslu sem sé ákjósanleg
sem þriðja stoð í orkukerfinu. Þ.e.
ásamt jarðhita og vatnsafli. Lands-
virkjun undirbúi slíka uppbyggingu.
Hörður sagði heimsbyggðina