Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 11
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin af blússum, bolum, renndum jakkapeysum og vestum í fallegum litum Leggings í nokkrum litum Nýjar gerðir af göllum NÝSENDING Póstsendu m FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, 22. september, í frétt um leiðangur skákfólks úr Fjölni í Grafarvogi til Grænlands, var rangt farið með nafn eins nemenda úr Rimaskóla sem utan fór. Sá heitir Aron Örn Hlyns- son Scheving, en ekki Sveinsson eins og í fréttinni stóð. Beðist er velvirð- ingar á þessu. LEIÐRÉTT Aron er Hlynsson B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið 11-16 Sparikjólar í úrvali Skoðið netverslun laxdal.is Str. S/M -XXL/XXXL - 2XL-6XL 5 litir Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 Við erum á facebook You &me buxur ERTU ÁSKRIFANDI Í C-HRFLOKKI? 140 hvalir voru í gær komnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði og tveir til viðbótar á leiðinni. Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf., segir að veiðarnar hafi gengið mjög vel frá höfuðdegi, veður hafi verið óvana- lega hagstæð miðað við árstíma og hvalirnir haldið sig nálægt landi. Segir Kristján að hvalbátarnir hafi nánast komið með tvo hvali á dag. Það sé óvanalegt fyrir sept- ember því tíð sé oft rysjótt á þess- um tíma. Spáð er brælu um helgina en Kristján segir að farið verði aft- ur af stað eftir helgi og væntanlega verið að út næstu viku. Hvalur hf. búinn að veiða 142 hvali Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Reglur um rafhlaupahjól verða hertar til muna nái fyrirhugað frumvarp Sigurðar Inga Jóhanns- sonar innviðaráðherra um breyt- ingar á umferðarlögum fram að ganga. Drög frumvarpsins hafa verið kynnt í samráðsgátt stjórn- valda. Refisvert verður að stjórna raf- hlaupahjólum undir áhrifum áfengis. Miðað verður við sömu mörk og við akstur bíla, magn áfengis í blóði skal ekki vera meira en 0,5 prómill. Refsingar geta ver- ið allt frá sektum að tveggja ára fangelsi. „Ásamt því er tekið fram, líkt og um önnur vélknúin öku- tæki, að það leysi ökumann ekki undan sök telji hann vínandamagn minna en raun ber vitni,“ segir í drögunum. Þá segir ennfremur að ökumanni rafhlaupahjóls verði skylt að gangast undir öndunar- próf eða láta lögreglu í té svita- og munnvatnssýni sé þess krafist. Í greinargerð með frumvarps- drögunum er rakið að aukin um- ferð rafhlaupahjóla hafi leitt til þess að 17% þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni á síðast- liðnu ári hafi verið á rafhlaupahjól- um, en umferð þeirra sé þó innan við 1% af allri umferð. „42% alvar- lega slasaðra í umferðinni á síð- asta ári voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti fyrrgreindra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardög- um. Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust seint þessa daga og samkvæmt könnun höfðu 40% veg- farenda á aldrinum 18 til 24 ára ekið rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna,“ segir í greinargerðinni. Í hópi slas- aðra voru ungmenni áberandi og komu börn allt niður í átta ára á neyðarmóttöku vegna slysa á raf- hlaupahjólum. Meðal annarra breytinga á reglum um rafhlaupahjól sem frumvarpsdrögin fela í sér er að börnum yngri en 13 ára verði bannað að aka þeim. Þá verði leyfilegt að aka rafhlaupahjólum á götum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klukkustund en bannað verður að nota raf- hlaupahjól, rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól sem hámarkshraða hef- ur verið breytt á. Sektir og fangelsisdómar boðaðir - Breytingar á umferðarlögum vegna rafhlaupahjóla - Bönnuð innan 13 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæl Sífellt fleiri kjósa að ferðast um á rafhlaupahjólum og ráðherra vill breytingar á umferðarlögum. Refsivert verður að aka þeim undir áhrifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.