Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Hringbraut 52, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Í einkasölu: 4ra herbergja efri hæð í tvíbýli í Reykjanesbæ með sérinngangi og sólpalli. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 56.000.000 kr. Stærð 130 m2 H var voruð þið þegar þið sáuð auglýsingu Oatly um haframjólk? Þið vitið, skiltið It’s like milk but made for humans, sem blasti dag einn við á biðskýlum og vefborðum um land allt. Ég man að ég var á Suðurlandsbrautinni, ók hjá og þegar ég las línurnar hugs- aði ég um nýmjólk, já, hún væri í raun handa kálfum, við drykkjum hana samt… Heimkomin opnaði ég miðlana og sá ótal færslur fólks sem var ekki skemmt yfir hinu enska skilti og snaraði fram betri lausnum. Ég varð miður mín. Hvernig gat það gerst að ég hugsaði ekki umsvifalaust um árás enskrar tungu þegar ég sá skiltið? Ég, sem hef um árabil greint lúmsk áhrif ensku á orðfæri okkar í lærðum(!) pistlum, starfað á auglýsingastofum við að varna því að enskur texti kaffæri allt, lagað beinþýðingar, kannski ekki stundað heimsósómatal en a.m.k. bent á þróun. Svo keyri ég fram hjá auglýsingu á ensku á Suðurlands- braut og fer að hugsa um mjólk! Mér leið örlítið bet- ur þegar ég sá Eirík Rögnvaldsson játa í viðtali að „maður sér þetta svo oft að maður tekur ekki eftir því alltaf“ (ef hann er orðinn ónæmur get ég máski lagt frá mér hrísvöndinn), hann ræddi skiltaþróun, minnti á lög um að auglýsingar fyrir íslenska neytendur skuli vera á íslensku, o.s.frv. – þið fylgdust eflaust með þessu moldviðri sem endaði með því að Oatly þáði tillögu Bjarkar Eiðs- dóttur og uppfærði: Eins og mjólk en gerð fyrir fólk. Og þá gerði vart við sig önnur tilfinning, betri en hin fyrri, sem var sú að mörg hundruð manns, nei, mörg þúsund manns halda auðvitað kyndlinum á lofti þótt einn klikki, þótt fimm klikki. Fólki er ekki sama um íslenska tungu. Fólk rímar ekki bara við mjólk, fólk er á vaktinni, það vill vanda sig og lætur ekki útlend fyrirtæki komast upp með moðreyk. Og – hér kemur frábært – þetta er ekki eingöngu fólk með íslensku að móðurmáli eins og algengt er að halda þegar (svonefnd) málvernd á í hlut. Í umræðunni sem fylgdi, einnig í tengslum við skyld efni, s.s. málanám á vinnutíma, kom fram að enska er svo ríkjandi í Reykjavík að best væri að kenna íslensku á Tenerife (skemmtilegur pistill Michelle Spinei á Vísi), að stuðningur við að sækja vönduð íslenskunámskeið er lykillinn að gagnvirkri aðlögun í samfélaginu (yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna) og að það er ekki erfitt að læra íslensku, heldur að sannfæra samfélagið um að maður vilji læra íslensku (gæðaspjall Lestarinnar á Rás 1 við Jelenu Ciric, Jón Símon Markússon og Aleksöndru Kozimala). Ég gæti haldið áfram en þið sáuð vísast þessi dæmi, bæði þið ykkar sem svolgruðuð í ykkur íslenskt mál með móðurmjólkinni (jebb, mjólk) og þið sem lesið þennan pistil á máli sem þið hafið lært sem annað eða þriðja mál. Við ykkur, hin síðarnefndu, vil ég segja að það er eitt heljarinnar happ að vita að þið standið vaktina þegar við hin sofnum ofan í mjólkursúpuna. Mjólkurskegg málnotandans Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com U mræðuaðferð meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur færist nú úr ráðhúsinu yfir Vonarstræti í þinghúsið. Athygli er beint að gamalkunnum málefnum án þess að boða lausnir eða málalyktir. Úr borgarstjórn má nefna fimm mál: Sundabraut, flugvöllinn í Vatnsmýrinni, umferðar- götur í stokk, borgarlínu og nú síðast þjóðarhöll í þágu íþrótta. Burðarflokkarnir í meirihluta borgarstjórnar: Píratar, Samfylking og Viðreisn stofnuðu sameiginlega til sex tíma umræðu á alþingi þriðjudaginn 20. september um tillögu til þingsályktunar sem allir 17 þingmenn flokkanna þriggja flytja (í þingflokki sjálfstæðismanna sitja einnig 17 þingmenn) um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald við- ræðna við Evrópusambandið. Flokkarnir þrír hafa áhuga á að Ísland gangi í Evrópu- sambandið. Þeir flagga þeirri skoðun sinni þó misjafnlega mikið. Hún bar til dæmis ekki hátt fyrir þingkosningarnar fyrir einu ári. Yfirlýstur næsti formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, telur ESB-aðild ekki brýnt úrlausnarefni. Helga Vala Helgadóttir, þing- flokksformaður Samfylkingar- innar, er „innilega ósammála“ Kristrúnu um þetta en segir þó „engan ágreining“ á milli þeirra! Helga Vala vill áfram stól þing- flokksformannsins þótt Logi Ein- arsson hætti sem flokksformaður í lok október. Logi er einmitt fyrsti flutningsmaður tillögunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2023 um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusam- bandið. Orðalagið um að „halda áfram“ viðræðum er undarlegt. Össur Skarphéðinsson, þáv. utanríkisráðherra Samfylk- ingarinnar, setti viðræðurnar á ís í janúar 2013. Þáverandi framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra slitu viðræðunum formlega árið 2015 og Ísland var tekið af lista ESB-umsóknarlanda. Í greinargerð með tillögunni núna er þess getið að 19. mars 2013, á meðan vinstri ESB-stjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur sat enn við völd, flutti Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, þá í Sjálfstæðisflokknum, ein tillögu um að sam- hliða þingkosningum 27. apríl 2013 yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um hvort ESB-viðræðunum ætti að halda áfram. Tillagan kom ekki einu sinni til umræðu á þinginu. Í greinargerð tillögunnar var hún meðal annars rök- studd á þann veg að „mjög áríðandi“ væri fyrir Íslendinga að loka ekki ESB-dyrunum á þeirri stundu. Árið 2013 ætti að samþykkja nýja sjávarútvegsstefnu ESB, viðræður yrðu um viðamikinn fríverslunarsamning milli Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna og David Cameron, þáv. forsætisráðherra Breta, vildi efna til viðræðna um um breytingar á aðildarsamningi Breta. Öll þessi mál gætu skipt Íslendinga miklu um langa framtíð. Ekkert af því sem þarna er nefnt hefur síðan breytt neinu um tengsl Íslands og ESB eða veikt stöðu Íslend- inga á alþjóðavettvangi. Viðræður fulltrúa ESB og Bandaríkjanna um fríversl- unarsamning (TTIP-viðræðurnar) hófust vissulega árið 2013, þeim lauk án niðurstöðu árið 2016. Formlega var bundinn endir á þær árið 2019 enda talið um úrelta hug- mynd að ræða. Fyrir bandarísku öldungadeildinni liggur tillaga frá því sumar um heimild fyrir Bandaríkjastjórn til fríverslunar- viðræðna við ríkisstjórn Íslands. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra hitti flutningsmenn tillögunnar í Washing- ton 21. september sl. Viðræður Breta við ESB fóru á allt annan veg en Cameron ætlaði. Bretar gengu úr ESB í ársbyrjun 2020. Síðan 27. apríl 2013 hefur engin íslensk ríkisstjórn viljað ganga í ESB. Þess vegna hefur verið tilgangslaust að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um ESB- aðild. Hefur sú staða sem kynni að skapast vegna ótíma- bærrar atkvæðagreiðslu rétti- lega verið kennd við „pólitískan ómöguleika“. Enginn flokkur vill hins vegar nýja umsókn án um- boðs þjóðarinnar í atkvæða- greiðslu. Það er stóri pólitíski lærdómurinn af umsóknar- frumhlaupinu sumarið 2009. Efnislegu rökin fyrir tillögu stjórnarandstöðuflokkanna nú birtast í þessum orðum í greinargerð hennar: „Óhætt er að segja að vatnaskil hafi orðið í umræðunni um stöðu Íslands í Evrópu með innrás Rússa í Úkraínu.“ Fullyrðingin um „vatnaskil“ vegna innrásarinnar er rétt en rangt að staða Íslands í Evrópu hafi breyst við innrás- ina. Það er einfaldlega röng fullyrðing hjá flutnings- mönnum að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að taka „af- stöðu til aðildar að Evrópusambandinu vegna nýs veru- leika í öryggis- og varnarmálum“. Fimm andmæli má nefna: Í fyrsta lagi er óskynsamlegt og óþarft við þær að- stæður sem nú ríkja í alþjóðlegum öryggis- og efnahags- málum að stofna til stórdeilna hér um ESB-aðild. Í öðru lagi er ekkert nágrannaríki Íslands við Norður- Atlantshaf í ESB en þau eru Noregur, Færeyjar, Bret- land, Grænland, Kanada og Bandaríkin. Í þriðja lagi eru EES-ríki tilgreind með ESB-ríkjum sem samstarfsaðilar NATO í grunnstefnu NATO frá 29. júní 2022. Í fjórða lagi stefnir ESB að nánu samstarfi í öryggis- málum við aðildarríki EES-samningsins auk Kanada og Bretlands eins og segir grunnskjali sambandsins um ör- yggismál frá 21. mars 2022. Í fimmta lagi geta Íslendingar gerst aðilar að áætlunum Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum af þeim þunga sem íslensk stjórnvöld kjósa. Að þrír af fimm stjórnarandstöðuflokkum ákveði að ganga fram á þennan veg í upphafi nýs þings sýnir að þeir geta ekki sameinast um neitt viðfangsefni líðandi stundar. Stjórnarandstaðan gengur veikburða og sundruð til verk- anna sem bíða haustþingsins. Stjórnarandstaða í ESB-faðmi Flokkarnir þrír hafa áhuga á að Ísland gangi í Evrópusam- bandið. Þeir flagga þeirri skoð- un sinni þó misjafnlega mikið. Bjorn Bjarnason bjorn@bjorn.is Að þessu sinni var hinn árlegi minningarkvöldverður um Margréti Thatcher haldinn í Tallinn í Eist- landi 22. september 2022. Úkraínski þingmaðurinn Oleksíj Gontsjerneko, sem hefur látið mannréttindabrot Rússa til sín taka í Evrópuráðinu, flutti ræðu kvöldsins, og mæltist honum vel. Hann kvað stríðið í landi sínu snúast um vestræna menningu, sem Rauði herinn rússneski ógnaði. Daginn eftir tók ég þátt í málstofu um, hvaða stjórnmálastefna ætti að vera leiðarstjarna hægri manna. John O’Sullivan mælti fyrir hefð- bundinni íhaldsstefnu, Federico Reho fyrir kristilegri lýðræðisstefnu og Anna Wellisz fyrir þjóðernis- stefnu, en ég lýsti hinni frjálslyndu íhaldsstefnu eða frjálshyggju, sem ég hef skrifað tveggja binda bók á ensku um, og eru fjórir hornsteinar hennar einkaeignarréttur, við- skiptafrelsi, valddreifing og virðing fyrir venjum og hefðum. Á meðal hugsuða, sem varið hafa þessi verð- mæti, eru David Hume, Adam Smith, Edmund Burke, Alexis de Tocqueville, Friedrich von Hayek, Wilhelm Röpke, Michael Oakeshott og Karl Popper. Ég kvað muninn á frjálshyggju minni og harðri íhaldsstefnu einkum fólginn í tvennu. Íhaldsmenn tryðu ekki á framfarir og vissu oftast bet- ur, á móti hverju þeir væru en hvað þeir styddu. Þeir gætu því veitt okk- ur takmarkaða leiðsögn inn í fram- tíðina. Og þótt þeir skildu það eins vel og við frjálshyggjumenn, að frelsið væri afkvæmi langrar sögu- legrar þróunar, aðallega í ríkjum Engilsaxa og á Norðurlöndum, virt- ust þeir ekki vera þeirrar skoðunar eins og við, að það ætti erindi til allra jarðarbúa. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Tallinn, september 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.