Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Enn einn úr forystu verkalýðs- hreyfingarinnar hefur hrökkl- ast frá vegna valdabaráttu og yfir- gangs fámennrar klíku. Halla Gunn- arsdóttir, fram- kvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu. - - - Halla segir í sam- tali við mbl.is að búið sé „að mála upp þá mynd að Drífa Snædal hafi verið eitthvert vandamál innan Alþýðusambandsins. Ég hef starfað með henni og stutt hennar verk þannig að ef það er upplifun þeirra sem taka munu við, að hún sé vandamál, þá er ég það líklega líka.“ - - - Aðspurð segir hún um átökin inn- an ASÍ: „Þau hafa verið um völd og yfirráð, ekki um málefni, um þau er mikill samhljómur. Eftir hópuppsagnir Eflingar varð klofn- ingurinn mjög ljós. Hluti hreyfing- arinnar er tilbúinn til að standa að eða styðja hópuppsagnir, eða í það minnsta láta ógert að mótmæla þeim, eingöngu til að standa vörð um völd. Og þar er þögn formanns VR ærandi.“ - - - Valdabaráttan innan ASÍ er lítið annað en einmitt það, valda- barátta. Þar fara fram fáeinir, fyrst og fremst tveir, formenn með afar veikt umboð sem eru að reyna að sölsa undir sig verkalýðshreyf- inguna. - - - Þetta kann að vera að takast, en hver verður kostnaðurinn af þessum herleiðangri? Verður hann til að styrkja verkalýðshreyfinguna eða auka trú almennings á henni? Því er fljótsvarað: Nei. Málefnalaus valdabarátta STAKSTEINAR Ragnar Þór Ingólfsson Halla Gunnarsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) hitt- ust á þriðjudaginn var, að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnar- sonar, formanns Rafiðnaðar- sambands Ís- lands (RSÍ). „Við lögðum fram okkar kröfugerðir og megináherslur við gerð kjara- samninganna,“ segir Kristján. Hann segir að líklega verði kröfugerðirnar birtar eftir helgi. En hver eru helstu áhersluatriðin? „Meginatriðið er að viðhalda og auka kaupmátt launa. Við höfum ekki enn lagt fram kröfur um launaliðinn. Þá teljum við mjög brýnt að fara í styttingar á vinnu- tíma og einföldun á því fyrirkomu- lagi. Við stigum eitt skref síðast og viljum fylgja því eftir til að ein- falda og skýra styttinguna. Síðan eru atriði sem snúa að launatöfl- um og lágmarkslaunum sem við þurfum að fara yfir. Við förum fram á að fjölmargir liðir kjara- samninganna þar verði leiðréttir og bættir. Til dæmis orlofsréttur, veikindaréttur og slík atriði,“ seg- ir Kristján. Hann segir að kórónuveirufar- aldurinn hafi opnað augu manna fyrir ýmsu sem samningsaðilar þurfi að ræða í kjaraviðræðunum. Eitt af því er t.d. reynslan sem fékkst af fjarvinnu í faraldrinum og fleira. Næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður en hann verður í næstu viku. Þar verður farið í að ræða skipulag og að tímasetja ein- staka liði kjaraviðræðnanna. Auk RSÍ eru í samfloti iðnaðar- manna Byggiðn, FIT, MATVÍS, VM og Samiðn. Þessi félög hafa öll aðsetur í Húsi fagfélaganna á Stórhöfða 31 í Reykjavík. Áhersla lögð á að viðhalda og auka kaupmátt launa - Viðræður iðnaðarmanna og SA Kristján Þórður Snæbjarnarson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Matvælaráðherra hefur að tillögu Matvælastofnunar samþykkt breyt- ingar á reglugerð um flutning líf- lamba á milli landsvæða svo fleiri bændur geti keypt lömb sem hafa verndandi eða mögulega verndandi arfgerð gegn riðu. Breytingin er gerð í kjölfar athug- unar sem leitt hefur í ljós að til eru gripir sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki (ARR) og mögulega verndandi arfgerð (T137). Heimilt er að flytja hrúta á sæðingarstöðvar og verður það gert áfram. Strangar reglur gilda um flutning búfjár milli varnarhólfa í því skyni að draga úr hættu á að sjúkdómar, ekki síst riða, berist víðar. Sam- kvæmt fyrri ákvæðum reglugerð- arinnar var flutningur lamba óheim- ill inn á svæði þar sem greinst hafði riða. Til að vinna megi gegn sjúk- dómnum telur Matvælastofnun mikilvægt að hægt sé að flytja lömb á fæti frá einu riðusvæði til annars að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði er meðal annars sett um að sóttvarnarsvæðið sem lömbin koma frá sé minna sýkt af riðu en svæðið sem þau eru flutt á, eða að útbreiðsla riðu á svæðunum sé sam- bærileg. Þar sem ætla má að eftirspurn eftir þessum lömbum sé meiri en framboð hefur Mast skilgreint hvaða svæði og bæir skuli njóta forgangs. Heimilt að flytja líflömb á ný svæði - Fleiri geta keypt lömb sem eru með verndandi arfgerð gegn riðu Morgunblaðið/Skúli Halldórsson Fé Lömb og fullorðið fé í réttum. Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) Opinn fundur um framtíð Reykjavíkurflugvallar Mánudaginn 26. september kl. 17:00-19:00 Hvað er framundan? Félag sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri Félag sjálfstæðismanna í Vesturbæ og Miðbæjarhverfi Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi Nánar á Facebook-síðu Varðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.