Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Um 50 manns, fólk á öllum aldri, kom til að tína fræ og njóta fræðslu og útiveru í skóginum þegar lands- átak í söfnun á birkifræi hófst formlega í Garðsárreit í Eyjafjarð- arsveit síðdegis í fyrradag. Alls safnaðist um hálf milljón birkifræja í góðu haustveðri. Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir landsátakinu í þriðja sinn í samvinnu við fyrirtæki, félög og einstaklinga um allt land. Vilja stofnanirnar virkja landsmenn til þátttöku í því að ná markmiði stjórnvalda um að breiða birkiskóg- lendi út á 5% landsins fyrir árið 2030 en núverandi útbreiðsla er um 1,5%. Fram kemur í tilkynningu landsátaksins að mikilvægt sé að ná góðu sambandi við félög um allt land, ekki síst skógræktarfélögin sextíu sem eru með um átta þúsund félagsmenn innan sinna raða. Var talið við hæfi að Skógræktarfélag Eyfirðinga riði á vaðið og byði fólki til fræsöfnunar í einum reita sinna. Viðburðurinn í Garðsárreit tókst að sögn vel, var haldinn í góðu haustveðri og haustlitirnir skört- uðu sínu fegursta, ekki síst í birk- inu sem var heiðgult og með nóg af fræreklum til að tína. Kristinn H. Þorsteinsson verkefnisstjóri fræddi fólk um birki, söfnun á birkifræi, meðhöndlun á fræinu og sýndi einn- ig hvernig sá má fræi í potta og rækta eigin plöntur. Slegið var á að fræin sem söfn- uðust á tveimur klukkutímum séu um hálf milljón talsins, vel þroskuð og efnileg. Í kjölfarið verður haft samband við skógræktarfélög um allt land og þau hvött til að bjóða upp á sam- bærilega viðburði. Fræsöfnun Fólk á öllum aldri tók þátt í því að safna birkifræi í Garðsárreit og tók með því þátt í að hefja landsátak Skógræktar og Landgræðslu. Hálf milljón fræja - Átak í söfnun birkifræja hafið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls veiddust 920 hreindýr til 20. september er veiði lauk. Felldar voru 465 kýr og 455 tarfar. Að auki verður leyft að veiða samtals 46 kýr frá 1.-20. nóvember á svæðum 8 og 9. Heimilað var að veiða allt að 1.021 hreindýr á þessu ári, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september og veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. Það er því ljóst að a.m.k. 55 hreindýr náist ekki að því gefnu að allar kýrnar sem leyft er að veiða í nóvember verði felldar. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Umhverfisstofnunar (UST) náðist ekki að veiða 15 tarfa og 33 kýr á veiðisvæði 2. Á svæði 5 náðist ekki einn tarfur, þrír tarfar á svæði 7 og einn tarfur á svæði 8. Ein kýr gekk af á svæði 6 og önnur á svæði 7. Gripið var til aðgerða á svæði 2 Skýringin á því hve lítið veiddist á svæði 2 er hve lítið fannst af dýrum á því svæði sem löngum hefur verið eitt gjöfulasta hreindýraveiðisvæðið. Það nær m.a. yfir Fljótsdalshrepp og hluta Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jök- uldal austan Jökulsár á Brú, Hró- arstungu, Fell, Velli og Skriðdal vestan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Horn- brynju. UST segir að það hafi verið orðið ljóst um miðjan ágúst að mjög fá hreindýr höfðu sést á svæði 2. UST ákvað þá í samráði við Náttúrustofu Austurlands, hreindýraráð og Félag leiðsögumanna með hreindýraveið- um að grípa til aðgerða. Þær voru m.a. að heimila skaranir yfir á önnur svæði, veiðimenn með leyfi á svæði 2 gátu því veitt á öðrum svæðum. Einnig að beina þeim tilmælum til leiðsögumanna að hlífa dýrum á svæði 2 eins og kostur var að óbreyttu ástandi. Þá var ákveðið að endurúthluta ekki veiðileyfum á svæði 2 sem var skilað og að endur- greiða þau að fullu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var 48 leyfum skilað á svæði 2 og 58 leyfi á svæði 2 voru notuð á öðrum svæðum. Samkvæmt því voru aðeins 64 dýr af þeim 170, sem kvóti var fyrir á svæði 2, veidd þar. Ljóst þykir að rannsaka þurfi hvað hefur valdið fækkun hreindýra á svæði 2 og að endurskoða þurfi út- hlutun veiðikvóta á svæðinu, að sögn Umhverfisstofnunar. Ekki náðist að veiða út á 55 hreindýraveiðileyfi - Hrun varð í veiði á svæði 2 - Kallar á endurskoðun kvóta Hreindýrakvótinn » Náttúrustofa Austurlands lagði fram tillögu að hrein- dýrakvóta 16. nóvember 2021. » Þar kom m.a. fram að taln- ingar 2021 gæfu til kynna að fjöldi hreindýra væri nokkuð minni en áætlun hafði bent til. » Vísbendingar voru um að fjöldi dýra hefði verið ofmetinn á ákveðnum svæðum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hreintarfur Veiðitímabili hreindýra er lokið, fyrir utan nóvemberveiði. ELDRI BORGARAR: Aðventurferðir til Kaupmannahafnar 2022 1. ferð: 20.-23. nóvember 2. ferð: 27.-30. nóvember 3. ferð: 4.-7. desember – UPPSELT Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum ! ! ! ! ! Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljóm sveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.