Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Tvær sýningar verða opnaðar á Listasafninu á Akureyri í dag. Annars vegar er það sýning Krist- ins G. Jóhannssonar, Málverk, og hins vegar sýning á verkum Re- bekku Kühnis, Innan víðáttunnar. Sýningarnar verða opnaðar kl. 15. Kristinn er fæddur árið 1936 og nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og við Edinburgh Coll- ege of Art. Hann lauk kennara- prófi 1962 og starfaði við kennslu og skólastjórn í tæpa fjóra ára- tugi. Kristinn efndi til fyrstu sýn- ingar sinnar á Akureyri árið 1954, en sýndi fyrst í Reykjavík átta ár- um síðar, í Bogasal Þjóðminja- safnsins 1962, og sama ár tók hann í fyrsta sinn þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum. Hann hefur síðan verið virkur á sýninga- vettvangi. Auk málverka liggja eftir Kristin grafíkverk þar sem hann sækir efni í gamlan íslenskan útskurð og vefnað. Hann hefur myndskreytt fjölda bóka, meðal annars Nonnabækur og ýmsar þjóðsögur. „Ég hefi árum saman gengið til litgrasa og forma í brekkurnar og heiðina sem við mér blasa dag hvern og í spegil Pollsins og í vaðlana, ofið saman litbrigði jarðarinnar með mínum hætti. Í þessum nýlegu málverkum leitar landslagið og málverkið eins kon- ar jafnvægis, sátta,“ er haft eftir Kristni í tilkynningu frá safninu. Sýningarstjóri er Brynhildur Kristinsdóttir. Landslag skynjunar Rebekka Kühnis er frá Wind- isch í Sviss, fædd árið1976 og út- skrifaðist með meistaragráðu í listkennslufræðum frá Hochschule der Künste í Bern. Síðan hefur hún starfað sem listakona og myndlistarkennari. Hún flutti til Akureyrar 2015. „Ég hef alla tíð haft listræna þörf fyrir að leysa upp umhverfi mitt, eða í það minnsta að umbreyta því í eitthvað loftkenndara og óljósara,“ segir Rebekka. „Ég upplifi íslenska náttúru sem ósnortna og ekki eins skilgreinda og afmarkaða eins og náttúruna í heimalandi mínu. Það er eins og allt sé kvikt og breyti- legt og að ég sé hluti þess alls. Þessi skynjun birtist í túlkun minni á íslensku landslagi. Verkin einkennast af fjölmörgum við- fangsefnum, svo sem tvíræðni, gagnsæi, hreyfingu og marglögun. Kannanir á möguleikum línulegrar framsetningar leika stórt hlutverk í þessu samhengi. Hingað til hef ég aðallega notað grafíska tækni í verkum mínum, en á þessari sýn- ingu mun ég í fyrsta sinn sýna olíumálverk.“ Kristinn Í nýlegum málverkum sem sýnd eru „leitar landslagið og málverkið eins konar jafnvægis, sátta.“ Rebekka Hún upplifir íslenska náttúru sem ósnortna og sú skynjun birtist í túlkun hennar á íslensku landslagi. Litbrigði jarðar og breyti- leg náttúra í verkunum - Tvær sýningar opnaðar í dag í Listasfninu á Akureyri Leikhópurinn Lotta sýnir Pínulitla Mjallhvíti í Tjarnarbíói á morgun kl. 12.30 og 14 og laugardaginn 1. október kl. 14 og 15.30. Aðeins verða þessir tveir sýningardagar í Tjarnarbíói. Miðar fást á tix.is „Leikhópurinn Lotta hefur ferðast um landið í 16 ár með glæ- nýja metnaðarfulla söngleiki fyrir börn á öllum aldri. Vegna Covid- faraldursins þurfti hópurinn að draga seglin örlítið saman undan- farin tvö ár en sat þó ekki auðum höndum. Í sumar fórum við um landið með þrjátíu mínútna sýningu unna upp úr sýningunni Mjallhvít og dvergarnir sjö. Sagan hefur ver- ið sett í glænýjan búning, henni breytt örlítið til að standast tímans tönn og bera út fallegan boðskap sem hefur alltaf verið hluti af hug- sjón okkar,“ segir í tilkynningu. Handrit og leikstjórn er í höndum Önnu Bergljótar Thorarensen. Pínulitla Mjallhvít Lottu í Tjarnarbíói Fyrstu snjóar nefnist ný sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals sem opnuð verður í dag kl. 10 á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni má sjá lykilverk frá ferli Kjarvals auk verka sem koma sjaldnar fyrir almennings sjónir. Segir í tilkynningu frá safn- inu að málverk og teikningar frá öllum ferli Kjarvals varpi ljósi á fjölbreytileikann og breiddina í lífs- verki listamannsins þar sem náttúran og íslenskt landslag hafi verið helsta viðfangsefni hans. Verkin á sýningunni eru öll feng- in úr safneign Listasafns Reykja- víkur. Fyrstu snjóar Kjarvals Lykilverk Hluti verksins „Fyrstu snjóar“ eftir Kjarval frá árinu 1953. Í nýrri skýrslu á vegum PEN í Bandaríkjunum, samtökum rithöf- unda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, er varað við því hversu bókabönn hafa færst í vöxt þar í landi. Fram kemur í skýrslunni að á tímabilinu frá júlí 2021 til júní 2022 hafi 2.532 bóka- bönnum verið komið á í bandarísk- um skólum, sem náðu til 1.648 titla eftir 1.261 ólíkan höfund og hafði einnig áhrif á 290 myndlistarmenn. Bókabönnin áttu sér stað í 138 skólaumdæmum í 32 ríkjum Banda- ríkjanna. Alls eru 5.049 skólar í um- dæmunum 138 og skráðir nemendur um fjórar milljónir. Séu bönnuðu bækurnar greindar út frá innihaldi má sjá að 41% þeirra fjölluðu með einhverjum hætti um hinsegin mál- efni, í um 40% þeirra voru hörunds- dökkar persónur í forgrunni, 21% þeirra fjölluðu beinlínis um rasisma og kynþætti, í 22% bókanna var fjallað um kynþroska, kynlíf, kyn- ferðislegt ofbeldi, þunganir eða fóst- ureyðingar og 10% þeirra fjölluðu um aktivisma. Nærri 50% þeirra bóka sem bannaðar voru reyndust ungmennabækur, en samtals 317 myndabækur voru einnig bannaðar. Að mati PEN í Bandaríkjunum má rekja 40% bókabannanna til lagabreytinga eða pólitísks þrýst- ings af hendi ráðamanna ríkjanna. Samtökin telja að a.m.k. 50 hópar beiti sér markvisst fyrir bókabönn- um í landinu og noti samfélagsmiðla sem vopn í baráttu sinni. Um 73% þessara samtaka voru stofnuð 2021. Í skýrslu PEN í Bandaríkjunum er bent á að bókabönn séu í eðli sínu ólýðræðisleg þar sem lítill hópur úti- loki efni fyrir þorra almennings sök- um þess að það falli minnihlutanum ekki í geð. „Þetta hefur skaðleg áhrif á nemendur sem eiga rétt á því að hafa aðgang að fjölbreyttu efni,“ eins og segir í skýrslu PEN í Banda- ríkjunum sem lesa má á pen.org. Bókabönn færast í vöxt í Bandaríkjunum - 1.648 titlar bannaðir á aðeins einu ári Morgunblaðið/Styrmir Kári Bann Bókabönn frá júní 2021 til júlí 2022 ná til yfir fimm þúsund skóla. Tónskáldið Her- dís Stefánsdóttir semur tónlist við næstu kvikmynd leikstjórans M. Night Shyamal- an, Knock at the Cabin. Herdís greindi frá þessu í gær á samfé- lagsmiðlinum Instagram og skrifaði á ensku að loksins gæti hún sagt frá því að hún væri að semja tónlist við fyrrnefnda kvik- mynd og að hún væri væntanleg í kvikmyndahús í febrúar á næsta ári. Með helstu hlutverk í myndinni fara Jonathan Groff, Dave Bautista og Rubert Grint en sá síðastnefndi er hvað þekktastur fyrir að leika Ron Weasley í kvikmyndunum um Harry Potter. Í Knock at the Cab- in segir af fjölskyldu sem tekin er í gíslingu í kofa einum úti í skógi og ætlast gíslatökumennirnir til þess að hún afstýri heimsendi. Shya- malan vakti fyrst athygli með kvik- mynd sinni The Sixth Sense árið 1999. Semur fyrir Shyamalan Herdís Stefánsdóttir Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleik- ari og Matthias Engler slagverks- leikari koma fram á tónleikum í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 20 og eru þeir á dagskrá tón- leikaraðarinnar Hljóðön. Yfirskrift tónleikanna er „Ernste Musik“ eða „alvarleg tónlist“ á íslensku og á efnisskránni verk sem eru allt frá því að vera einbeitt og alvarleg í efnistökum sínum yfir í verk sem „vinna á gáskafullan og óræðan hátt með þann alvarleika sem svo oft einkennir heim samtíma- tónlistar“, eins og segir í til- kynningu. Frumflutt verður nýtt verk eftir Gunnhildi sem hún samdi fyrir tón- leikana og má einnig heyra tónlist eftir Luciano Azzigotti, Matthias Kaul, Gérard Grisey og Simon Steen-Andersen og fleiri. Gunn- hildur og Matthias eru staðar- listamenn tónleikaraðarinnar Hljóðön starfsárið 2022-2023 og munu koma aftur fram á vortón- leikum í apríl á næsta ári. Alvarleg tónlist leikin í Hljóðön Dúó Matthias Engler slagverksleikari og Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari. Vættatal nefnist samsýning Arn- gríms Sigurðssonar og Matthíasar Rúnars Sigurðssonar sem opnuð verður í dag kl. 16 í Ásmundarsal. Má á henni sjá nýjar höggmyndir Matthíasar og ný olíumálverk Arn- gríms við hljóðheim Kraftgalla. „Verkin eru ólík að efnistökum en tengjast innbyrðis á þann hátt að í hverju þeirra kemur fyrir ímynd- uð vera, eða vættur. Saman mynda verkin því einskonar vættatal. Sum- ar verurnar minna á eitthvað kunnuglegt eins og kött eða letidýr en aðrar eru óræð skoffín sem hafa fengið að skríða fram í rólegheit- unum með pensilpoti eða juði fræsi- tannar,“ segir í tilkynningu. Kraftgalli er tónlistarverkefni Arnljóts Sigurðssonar sem í tilefni sýningarinnar vann hljóðmynd sem er sett saman úr fjögurra rása kass- ettuupptökum og tilhöggnum hljóð- um sem kallast á við hina sjálf- sprottnu vætti sýningarinnar, eins og því er lýst. Sýningin Vættatal í Ásmundarsal Sýna Arngrímur og Matthías. Breski rithöf- undurinn Hilary Mantel er látin, 70 ára að aldri. Samkvæmt frétt The Guardian lést hún á fimmtudag „skyndilega en með friðsælum hætti, umkringd sínum nánustu“. Mantel vann Booker-verðlaunin tvisvar, fyrst fyrir skáldsöguna Wolf Hall (2009), þar sem hún fjallaði um hvernig Thomas Crom- well komst til valda við hirð Hinriks VIII., og síðan fyrir framhald bók- arinnar sem nefnist Bring Up the Bodies (2012). Fyrir þá bók hlaut hún einnig Costa-bókaverðlaunin 2012. Þriðja bók Cromwell-þríleiks- ins, The Mirror & the Light, kom út 2020 og komst á langlista Booker- verðlaunanna. Ben Hamilton, sem var umboðsmaður Mantel allan fer- il hennar, segir það mikinn heiður að hafa fengið að vinna með Mantel enda hafi hún verið einn merkasti höfundur samtímans. Hilary Mantel látin, 70 ára að aldri Hilary Mantel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.