Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 33
„Núna þarf maður ekki að
standa lengur í harkinu sem
fylgir því að vera íslenskur at-
vinnumaður í einstaklings-
íþrótt.“
Þetta segir fremsti skíða-
maður landsins, Sturla Snær
Snorrason, í viðtalinu við Bjarna
Helgason á síðunni hér til hliðar
þar sem hann fer yfir þá erfiðu
ákvörðun sína að hætta keppni, á
sama tíma og hann er nær því en
nokkru sinni fyrr að komast inn í
heimsbikarinn í svigi, stóra svið-
ið í hans íþrótt.
Sturla hefur einfaldlega ekki
efni á að halda áfram og segir
erfitt fyrir fólk í einstaklings-
íþróttum að fá stóra fjárstyrki.
Þetta er gömul saga og ný og
hefur oft verið rifjuð upp þegar
okkar fremsta íþróttafólk hættir
keppni á besta aldri.
Fámenn þjóð eins og sú ís-
lenska ætti að eiga meiri mögu-
leika á að ná langt í einstaklings-
greinum en í hópíþróttum. Það
væri allavega rökrétt.
En reyndin er önnur. Flest af
okkar fjölhæfa og efnilega
íþróttafólki velur hópíþróttirnar
fram yfir einstaklingsgreinarnar
á unga aldri vegna þess að
möguleikarnir þar eru svo marg-
falt meiri og tækifærin fleiri.
Íslenskur knattspyrnumaður
getur unnið sér inn góðar ævi-
tekjur á fimmtán árum með því
að vera í hópi um það bil fimm
þúsund þeirra bestu í Evrópu á
meðan skíða- eða frjáls-
íþróttamaður sem nær að vera
meðal tíu bestu á heimsmeist-
aramóti eða Evrópumóti er
skuldum vafinn og réttindalaus
eftir ferilinn.
Ég veit að íþróttaforystan
leggur sig alla fram um að hlúa
sem best að okkar fremsta
íþróttafólki en eigum við ekki
einhverjar leiðir til að gera betur
en þetta?
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Olísdeild karla
FH – Valur ............................................ 28:33
Staðan:
Valur 3 3 0 0 96:80 6
Fram 3 2 1 0 85:76 5
Grótta 3 2 0 1 87:76 4
Haukar 3 2 0 1 83:80 4
Stjarnan 3 1 1 1 85:81 3
ÍBV 2 1 1 0 78:63 3
KA 3 1 1 1 87:89 3
Selfoss 3 1 0 2 80:87 2
ÍR 3 1 0 2 81:103 2
Afturelding 3 0 1 2 75:78 1
FH 3 0 1 2 81:91 1
Hörður 2 0 0 2 55:69 0
Grill 66 deild karla
Þór – Fjölnir ......................................... 27:29
HK – Kórdrengir.................................. 41:26
Víkingur – Selfoss U ............................ 37:32
Fram U – KA U .................................... 27:30
Grill 66 deild kvenna
Víkingur – Fjölnir/Fylkir .................... 28:17
Grótta – Valur U................................... 29:21
ÍR – HK U............................................. 36:13
Danmörk
Ribe-Esbjerg – Lemvig....................... 31:25
- Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Arnar Birkir Hálfdánsson
2. Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot í
marki liðsins.
- Daníel Freyr Andrésson varði 1 skot í
marki Lemvig.
Frakkland
Sélestat – Aix ....................................... 26:29
- Grétar Ari Guðjónsson varði 3 skot í
marki Sélestat.
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 5
mörk fyrir Aix.
Austurríki
Alpla Hard – West Wien ..................... 26:26
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
%$.62)0-#
Valskonur geta í dag tryggt sér Ís-
landsmeistaratitil kvenna í fótbolta
annað árið í röð og í þrettánda
skipti alls. Þær sækja Aftureldingu
heim í Mosfellsbæinn í næstsíðustu
umferð Bestu deildar kvenna og
liðin eru í ólíkri stöðu. Valur verður
tvöfaldur meistari í ár með jafntefli
á meðan Aftureldingu dugir ekkert
annað en sigur til að halda í vonina
um að halda sér í deildinni. Valur
er með 39 stig gegn 33 hjá Breiða-
bliki fyrir leikinn í dag en Valur
vann einmitt úrslitaleik liðanna í
bikarkeppninni fyrir mánuði.
Valur meistari í
Mosfellsbæ?
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Bikarmeistarar Verða Valskonur
líka Íslandsmeistarar í dag?
Skautafélag Akureyrar sigraði
NSA Sofia frá Búlgaríu, 6:5, eftir
framlengingu og bráðabana í fyrsta
leik sínum í 1. umferð Evrópu-
keppni karla í íshokkí í Búlgaríu í
gær. Jóhann Leifsson skoraði tvö
marka SA, Gunnar Arason, Andri
Mikaelsson og Birkir Einisson eitt
hvor, og Jóhann skoraði síðan bæði
mörk SA í bráðabananum sem fór
2:1. SA leikur í dag við Sisak frá
Króatíu, sem vann Tartu frá Eist-
landi 7:2 í gær, og við Tartu á
morgun. Sigurvegari riðilsins
kemst í 2. umferð.
Evrópusigur
hjá SA í Sofia
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Drjúgur Jóhann Leifsson skoraði í
leiknum og í bráðabananum.
Í FOSSVOGI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska U21-árs landsliðið í knatt-
spyrnu karla mátti þola 1:2-tap fyrir
Tékklandi þegar liðin mættust í fyrri
leik umspils um laust sæti á EM
2023, sem fram fer í Georgíu og
Rúmeníu, á Víkingsvelli í gær.
Ísland náði forystunni eftir tæp-
lega hálftíma leik þegar Sævar Atli
Magnússon skoraði af öryggi úr
vítaspyrnu sem hann hafði sjálfur
nælt í með fyrirgjöf sem fór í hönd
Martins Vitíks, varnarmanns Tékk-
lands.
Tékkar jöfnuðu hins vegar metin
nokkrum mínútum síðar, á 34. mín-
útu, þegar Matej Valenta skoraði
með hnitmiðuðu skoti eftir gott spil
en sofandahátt í vörn Íslands. Á 71.
mínútu skoraði Václav Sejk svo sig-
urmark gestanna með skalla eftir
fyrirgjöf Adams Gabriels þegar Ísak
Óli Ólafsson var skyndilega einn að
dekka þrjá Tékka í vítateignum.
Sigur Tékklands var verðskuld-
aður enda skapaði liðið sér talsvert
fleiri og betri færi en það íslenska.
Agaður og skipulagður varnarleikur
Tékka sá svo til þess að Ísland skap-
aði sér engin opin færi í leiknum og
ljóst að sú staðreynd að tékkneska
liðið hafi haldið marki sínu hreinu í
sjö af tíu leikjum sínum í undan-
keppninni er engin tilviljun.
Íslenska liðið átti í stökustu vand-
ræðum með að opna tékknesku
vörnina og þurfti að reiða sig á skot
fyrir utan vítateig í þeirri von að
skora annað mark en hafði ekki er-
indi sem erfiði þegar kom að slíkum
tilraunum.
Lykilmanna sárt saknað
Ljóst má þykja að íslenska liðið
saknaði tveggja mest skapandi leik-
manna sinna, Kristians Nökkva
Hlynssonar og Kristals Mána Inga-
sonar, sárt í gær. Kristian tók út
leikbann og verður með í síðari
leiknum í Tékklandi en Kristall er
frá vegna meiðsla. Þeir tveir voru
markahæstu leikmenn Íslands í und-
ankeppninni, þar sem Kristian skor-
aði sex mörk og Kristall fjögur.
Erfitt verkefni í Tékklandi
Ísland fer því einu marki undir til
Tékklands þar sem síðari leikurinn
fer fram í Ceské Budovojice næst-
komandi þriðjudag.
Verkefnið sem bíður íslenska liðs-
ins er ærið enda ekki hlaupið að því
að skora gegn Tékkum á þeirra
heimavelli. Í undankeppni EM tókst
aðeins einu liði að gera það í fimm
heimaleikjum Tékka. Það var ógnar-
sterkt lið Englands í 2:1-sigri þeirra
ensku.
Verkefni Íslands er þó síður en
svo óyfirstíganlegt enda munurinn
aðeins eitt mark. Fleiri leikmenn
verða þó að sýna sitt rétta andlit í
síðari leiknum ætli liðið að knýja
fram góð úrslit þar sem of margir
þeirra náðu sér ekki á strik í gær.
Erfiður róður fyrir hönd-
um eftir tap á heimavelli
- Ísland einu marki undir til Tékklands - Tékkar gáfu engin færi á sér í gær
Morgunblaðið/Eggert
U21 Andri Fannar Baldursson lék afar vel fyrir íslenska U21-árs landsliðið þegar það tapaði fyrir því tékkneska.
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals tylltu sér á
topp úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeild-
arinnar, að nýju með góðum 33:28-sigri á FH í
Kaplakrika í gærkvöldi. Valur er þar með eina lið
deildarinnar sem er með fullt hús stiga, 6 talsins, að
þremur leikjum loknum.
Eftir talsvert jafnræði í fyrri hálfleiknum leiddi
Valur með tveimur mörkum í leikhléi, 17:15.
Í síðari hálfleik var áfram jafnræði með liðunum,
eða allt þar til hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður.
Þá tók Valur til sinna ráða og náði mest sjö marka
forystu þegar um sjö mínútur lifðu leiks.
_ Arnór Snær Óskarsson var markahæstur Vals-
manna með 7 mörk og skammt undan var bróðir
hans Benedikt Gunnar með 6 mörk. Björgvin Páll
Gústavsson varði 14 skot í marki Vals.
_ Markahæstur í liði FH var Jakob Martin Ás-
geirsson með 6 mörk og þar á eftir kom Ásbjörn
Friðriksson með 5 mörk. Phil Döhler varði 13 skot í
marki FH. gunnaregill@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta Finnur Ingi Stefánsson tekur hressilega á Jakobi Martin Ásgeirssyni, sem var marka-
hæstur hjá FH með sex mörk, í leiknum í Kaplakrika í gærkvöldi.
Valur einn með
fullt hús stiga