Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki Ekki verður annað sagt en að septembermánuður hafi veðurfars- lega leikið við Skagfirðinga, enda einn besti mánuður sumarsins fram til þessa, blóm skarta enn sínu feg- ursta og berjaferðir hafa skilað góðu. Að vísu virðist heldur vera að síga á ógæfuhliðina næstu daga, enda Laufskálaréttir á laugardag og oftar en ekki hefur þá verið bæði blautt og hryssingslegt, en ekki orð um það meir. - - - Miklar framkvæmdir hafa verið í sveitarfélaginu í sumar, þannig er stefnt að því að upp- steypu viðbyggingar við sundlaug verði lokið fyrir áramót en í upp- hafi næsta árs verði boðinn út frá- gangur lagna, flísa og rennibrautar, en lokafrágangur verði á árinu 2024. - - - Í vor var tekin í notkun ný viðbygging við leikskólann Ársali, sem er nú fullnýttur en frágangur útisvæða og lóðar er yfirstandandi. Gatnagerðarframkvæmdir eru all- nokkrar, verið er að leggja nýja götu, Nestún, en við hana munu rísa 14 einbýlishús og fjögur par- hús. Lagt hefur verið slitlag á eldri götur í bænum svo sem Borgartún og Kirkjuklauf. - - - Malbikunarframkvæmdir standa nú yfir og þannig hefur at- hafnasvæði Vörumiðlunar, svo og bílastæði við kirkjugarðinn verið malbikuð, en ekki næst væntanlega að leggja á athfnasvæðið við smá- bátahöfnina svo sem ætlað var á þessu sumri. Á hafnarsvæðinu er fyrirhugað að setja niður nýtt stál- þil, 270 metra langt og hefur allt efni verið keypt en ekki verður unnt að framkvæma þetta fyrr en á komandi sumri, en hins vegar er gert ráð fyrir öryggisdýpkun í höfninni nú í haust. - - - Malbikuð hafa verið plön við sundlaugina á Hofsósi, leik- og grunnskólann svo og við kirkjuna, en lokafrágangur leikskólans og lóðar hans verður nú í haust. Við Leikskólann á Hólum er nú verið að endurgera leik- og útivistar- svæði, og hugmyndavinna er í gangi vegna byggingar nýs íþrótta- húss á Hofsósi. Í Varmahlíð er unn- ið að byggingu nýs leikskóla í tengslum við grunnskólnn en þar er einnig unnið að verulegum breyt- ingum á gamla skólahúsinu. - - - Unnið er við lengingu götunnar Birkimels í Varmahlíð um 150-200 metra en þar er gert ráð fyrir að rísi fjögur einbýlishús, þrjú parhús og eitt raðhús með fjórum íbúðum. Þá er verið að endurgera götuna Norðurbrún sem er um 280 metrar. - - - Á vegum Skagafjarðarveitna standa yfir boranir eftir heitu vatni í Reykjarhóli við Varmahlíð og er það Ræktunarfélag Flóa og Skeiða með borinn Nasa sem annast þá framkvæmd, en talið er að allmiklu meiru magni vatns megi ná á þessu svæði. Að sögn forráðamanna sveit- arfélagsins er verkefnastaða erfið þar sem ekki fást verktakar í mörg þau verk sem áformuð eru. - - - Hjá fyrirtækinu Drangeyjar- ferðum sem er í eigu Viggós Jóns- sonar kom sumarið nokkuð vel út, þó siglingar í eyjuna hafi framan af sumri verið stopular, þriðjungur júní var úti og sex daga í júlí var ófært. Sagði Viggó að fjórar komur skemmtiferðaskipa í sumar hefðu skilað allmörgum farþegum og nýt- ing bátsins vel viðunandi. Þá sigldi Viggó einnig til Málmeyjar þó nokkrar ferðir en þar vantar sárleg flotbryggju líkt og er í Drangey, svo farþegar eigi betra með að komast í land. - - - Steypustöðin er með mörg járn í eldi. Fyrirtækið er í fram- kvæmdum við ljósleiðara og raf- strengjalagnir víða um Vestur- og Suðurland, allt austur að Lóni. Sagði Ásmundur Pálmason fram- kvæmdastjóri að sumarið hafi verið gott, mikið byggt bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Ásamt öðrum verktökum annast Steypustöðin lagninu vegarins frá Blönduósi til Skagastrandar og við fleiri vega- lagnir og nú er verið að byggja brú yfir Laxá í Refasveit og munu þeg- ar allt er talið fara um 1.500 rúm- metrar af steypu í það verk. - - - Um næstu mánaðarmót mun lokið við helming Reykjastrandar- vegar en það eru 7-8 km af góðum uppbyggðum vegi, þá sagði Ás- mundur að stórar framkvæmdir væru yfirstandandi, svo sem reið- höll í Hjaltadal og að Staðarhofi við Sauðárkróksbraut. Starfsmenn Steypustöðvarinn- ar eru nú 45 en mun fækka nokkuð um áramót. - - - Á vegum Fisk Seafood eru allir þrír togarar félagsins að landa í þessari viku og er öll starfsemi komin í fullan gang eftir sumarhlé og hófst aftur 1. september. Þá er Fisk að byggja stórt og glæsilegt hús á uppfyllingu Suðurgarðs, sem tekið verður í notkun fullbúið fyrir áramót. Þar mun Fiskmarkaður Snæfellsbæjar starfræktur, en hann tók við af Fiskmarkaði Ís- lands sem starfræktur hefur verið hér um nokkur ár. - - - Svo sem fram hefur komið er mikil gróska í mannlífinu í Skaga- firði og ekki nokkur ástæða til að kvíða komandi vetri. Morgunblaðið/Björn Björnsson Haustskrúði Haustveðrið hefur leikið við Skagfirðinga, blómin á Kirkjutorgi á Sauðárkróki skarta enn sínu fegursta og berjaferðir hafa skilað góðu. Einn besti mánuðurinn framundan 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Íslensk málnefnd hefur gefið frá sér nýja ályktun um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Yfir- skrift ályktunarinnar er að þessu sinni ,,Íslensk tunga og nýir miðlar“. Er þetta í 17. sinn sem slík ályktun er gefin út. Þar er vakin athygli á ýmsum brýnum verkefnum sem krefjast at- hygli hins opinbera og sést greini- lega að fjarskiptabylting nútímans er eitt helsta áhyggjuefnið þegar kemur að varðveislu íslenskunnar. Á netinu er enska tungan í aðal- hlutverki og tungumál fámennra þjóða mega sín lítils gagnvart því ofurefli. Því segir málnefndin að sér- stakan stuðning hins opinbera þurfi til þess að ráðast megi í aðgerðir í þágu íslenskunnar. Meðal þess sem lagt er til er að ráðist verði í átak til að auka áhuga þjóðarinnar á notkun íslensku á net- inu. Stjórnvöld eru meðal annars sögð „þurfa að setja reglur um ís- lenskt viðmót í tölvum og snjall- tækjum“. Mikilvægast þykir að áhugi þjóðarnnar á íslensku efni sé virkjaður og henni auðveldað að sækja í það á stafrænu formi. Málnefndin leggur einnig til að ríkið styðji við stofnun hljóðbóka- og rafbókasafns á netinu, veiti styrki til vandaðra hlaðvarpa, vinnslu alfræði- rits á netinu og rafræns kennslu- efnis, stofnaður verði sjóður til að koma mikilvægu gömlu efni á netið, opinn aðgangur að íslenskum og tví- mála orðabókum og miðlæg málfars- ráðgjöf fyrir fjölmiðla. Málræktarþing Íslenskrar mál- nefndar verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins síðdegis þann 29. september. Íslenskan stendur illa að vígi á netinu - Íslensk málnefnd hvetur til aðgerða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ályktun Lagt er til að íslenkst efni verði gert aðgengilegra á netinu. Skeifan 8 | Hafnartorg Gallery | casa.is Hönnun: Vico Magistretti (1977) Oluce Atollo lampinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.