Morgunblaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2022
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
er nýhafið í New York en það er nú
haldið í 77. sinn.
Þingið hófst með ráðherraviku
sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir utanríkisráðherra tók
þátt í. Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra var viðstödd setningu alls-
herjarþingsins. Ráðherrarnir áttu
viðræður við ráðmenn og sóttu ráð-
stefnu í Washington DC um lofts-
lagsmál og sjálfbæra orkunýtingu.
Alþingismenn hafa sótt allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna um langt
árabil, en eðli máls samkvæmt féll
þátttaka niður í heimsfaraldri síð-
ustu tvö árin. Nú, líkt og árin í að-
draganda heimsfaraldurs, sækja
fjórir þingmenn allsherjarþingið í
október. Þeir þingmenn sem þing-
flokkar hafa tilnefnt eru: Halla
Signý Kristjánsdóttir, Framsókn-
arflokki, Haraldur Benediktsson,
Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir,
Vinstri grænum og og Jóhann Páll
Jóhannsson, Samfylkingunni.
Þingmennirnir verða hluti af
sendinefnd Íslands á allsherjarþing-
inu. Endanleg dagskrá er í vinnslu, í
samráði við fastanefnd Íslands
gagnvart SÞ, en stefnt er að vikunni
10.-14. október, upplýsir Ragna
Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis.
Í framhaldi munu þingmenn fara í
vinnuheimsókn til Washingtonborg-
ar, og er dagskrá þeirrar heimsókn-
ar unnin í nánu samráði við sendiráð
Íslands þar ytra.
Hvert allsherjarþing SÞ stendur
yfir í eitt ár og kemur nýtt þing sam-
an þriðja þriðjudag í september ár
hvert. Menginþunginn í störfum
þess er frá setningu og fram undir
jól. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
eru nú 193 og hefur hvert ríki yfir að
ráða einu atkvæði. Mikilvæg málefni
þurfa samþykki tveggja þriðju hluta
atkvæða á þinginu.
Á allsherjarþinginu í ár koma leið-
togar aðildarríkjanna 193 saman í
eigin persónu í höfuðstöðvunum í
New York í fyrsta sinn í þrjú ár, í
kjölfar heimsfaraldurs.
Þingmenn á allsherjarþingið á ný
- Hlé varð á þátttöku í tvö ár vegna covid - Fjórir þingmenn sækja þing SÞ í New York í október
Ljósmynd/utanríkisráðuneytið
Þingsetning Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og
Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, voru viðstödd setningu allsherjarþings.
Málþing til heiðurs Þórólfi Guðna-
syni, fyrrverandi sóttvarnalækni,
var haldið í gær í tilefni af starfs-
lokum hans. Yfirskrift þingsins var:
Betur vinnur vit en strit – gildi vís-
inda og nýsköpunar í heimsfar-
aldri.
Þingið var haldið í Fróða, sal Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Dagskrá
hófst klukkan eitt og stóð til klukk-
an fjögur. Willum Þór Þórsson heil-
brigðisráðherra setti þingið.
Fundarstjóri var Alma D. Möller
landlæknir og meðal þeirra sem
fluttu erindi voru Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagrein-
ingar, Runólfur Pálsson, prófessor
og forstjóri Landspítala, og Guðrún
Aspelund sóttvarnalæknir. Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra
faðmaði Þórólf að sér í lok þingsins
og afhenti honum blómvönd.
Heiðraður
með blóm-
um og knúsi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Mér finnst skammarlegt að við höf-
um þurft að borga alla upphæðina
enda stóðum við í þeirri meiningu að
tryggingar sem við keyptum myndu
ná yfir allt tjón. Að mínu mati gerð-
umst við ekki sek
um óábyrga hegð-
un. Þú mátt
kannski eiga von
á þessu ef þú
leggur bílnum í
hesthúsi en ekki
þegar þú leggur
bara innan girð-
ingar,“ segir
Tobias Grimstad,
Norðmaður sem
heimsótti Ísland í byrjun síðasta
mánaðar.
Tobias og ferðafélagar hans komu
hingað til lands til að veiða í Minni-
vallalæk og til að vera við brúðkaup
vinafólks. Hremmingar sem hóp-
urinn lenti í með bílaleigubíl gera það
að verkum að ferðin gleymist seint.
„Á síðasta degi veiðinnar lögðum
við bílnum innan girðingar nálægt
aðalveginum. Þetta var á flatlendi og
þarna voru gaddavírsgirðingar. Við
sáum aðra bíla keyra þarna inn enda
voru þar sumarbústaðir og
bóndabæir og engin skilti sem bentu
til annars en að það væri í góðu lagi
að leggja bílnum þarna. Svo þegar
við komum til baka að bílnum voru
10-12 hestar bókstaflega að éta bíl-
inn. Mér er sagt að þeir sæki í saltið
af vegunum en þeir nöguðu líka allt
gúmmí og sökktu tönnunum í lakkið.
Aðkoman var eins og einhver hefði
farið með malarhrífu á bílinn,“ segir
Grimstad.
Hann segir að þó hópurinn hafi
ekki getað annað en hlegið að þessari
aðkomu hafi þeim ekki verið hlátur í
huga þegar haft var samband við
bílaleiguna. „Við fengum engar að-
varanir um að nokkuð sem þetta
gæti gerst en samt var okkur til-
kynnt að við þyrftum að greiða að
fullu fyrir viðgerð á bílnum, alls um
950 þúsund krónur,“ segir hann
þunglega. Grimstad og ferðafélagar
hans leigðu Volkswagen Golf station-
bíl í gegnum bílaleiguna Caritas. Sú
bílaleiga er einskonar milligönguaðili
um leigu á bílum frá einkaaðilum.
„Við skrifuðum undir allt í gegnum
Caritas en við lásum ekki allar 25 síð-
ur samningsins. Hver gerir það,
maður treystir bara fyrirtækinu,“
segir Norðmaðurinn sem kveður
föruneytið sérstaklega hafa keypt
allar tryggingar sem í boði voru til að
gæta fyllsta öryggis. „Svo kemur
þarna í ljós að það er tekið fram að
ekki sé bætt tjón af völdum dýra. Við
urðum því að borga þessa háu upp-
hæð innan tveggja vikna en var ann-
ars hótað málaferlum. Mér finnst
þetta skammarlegt.“
Grimstad segir að hann og ferða-
félagar sínir bíði nú svara frá trygg-
ingafélögum sínum og vonast þeir til
að þau bæti tjónið að einhverju leyti.
Óvíst sé þó hvernig það fari auk þess
sem sjálfsábyrgð komi þar inn.
Hann segist að endingu vera ósátt-
ur við viðskipti sín við bílaleiguna og
kveðst telja að fulltrúar hennar
hefðu átt að upplýsa betur um hvað
fælist í skilmálunum. „Ég mun koma
aftur til Íslands til að veiða en ég
mun ekki nota þessa bílaleigu aftur,“
segir Grimstad.
Viktor Þórisson, eigandi einkabíla-
leigunnar Caritas, segir í samtali við
Morgunblaðið að hér sé um leiðinda-
mál að ræða og harmar að það hafi
komið upp. Skilmálar bílaleigunnar
hafi upphaflega verið byggðir á skil-
málum sem samtök bílaleiga hafi
gefið út og séu í samræmi við það
sem gengur og gerist hér á landi.
Viktor segir að nokkrar tegundir
af tjónum séu alfarið á ábyrgð leigu-
taka, svo sem ef hann keyrir drukk-
inn, tjón af völdum dýra og ef fólk
keyrir yfir á. Þetta er að hans sögn í
fyrsta sinn sem upp kemur tjón af
völdum dýra hjá Caritas. Bílaleigan
hefur starfað síðan árið 2013.
„Meginreglan er sú að fólk á að
skila bílnum í sama ástandi og það
fékk hann. Ef þeir hefðu lagt bílnum
við þjóðveg og lent í þessu tjóni þá
hefði kannski skapast ábyrgð frá eig-
anda hrossanna. Þeir hins vegar
ákváðu að leggja bílnum innan girð-
ingar hjá bónda. Það er vanræksla af
þeirra hálfu.“
Fóru heim einni milljón fátækari
- Norskir veiðimenn í Minnivallalæk þurftu að greiða viðgerðarkostnað á bíl eftir að hestastóð
stórskemmdi bílinn - Ósáttir við bílaleiguna en eigandi hennar segir þá hafa sýnt af sér vanrækslu
Skemmdir Hestarnir gæddu sér á salti sem sest hafði á Volkswagen-bíl
Norðmannanna og ollu skemmdum sem metnar voru á 950 þúsund krónur.
Tobias Grimstad