Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 14
12
R O K K U R
Cape Verde eyjum, Saint Tho-
mas og Guinea. Varð að senda
flotadeild til þess að bæla nið-
ur uppreistirnar og varð það
kostnaðarsamt. — Þótt viðskifti
væri slæm og lekjur af sköttum
40 milj. escudos minni en 1930,
voru fjárlög afgreidd með
tekjuafgangi. En til þess varð
að leggja skatt á laun allra
starfsmanna rikisins. — I júli
var gengi escudo fest, þannig,
að 110 escudos jafngilti einu
sterlingspundi.
Lágt verð á vini og landbún-
aðarafurðum leiddi af sér at-
vinnuleysi. Búskapurinn bar sig
ekki. Hafa þó laun sveitaverka-
manna lækkað svo, að þau nema
að eins 6 escudos á dag. Einnig
er þess að geta, að fólksflutn-
ingar til Argentínu, Brazilíu og
Bandaríkjanna hafa stöðvast,
svo atvinnuleysingjar geta ekki
komist þangað eins og fvrr á
tímum, þegar bart var í ári
heima fyrir. — Horfurnar í
Portúgal 1932 eru vfirleitt
mjög slæmar.
Frakkland 1931.
Veldi Frakklands hefir aukist
æ meir að undanförnu og árið
1931 verður að telja, að veldi
Frakka sé meira en nokkuru
sinni síðan á mestu veldisdögum
Napóleons mikla. Kom það bet-
ur í ljós en áður, hve mikil
stjórnmálaáhrif Frakkar liafa,
er Laval forsætisráðherra fór til
Washington í október, til þess
að ræða lieimsvandamálin við
Hoover forseta. Skoðanir
Frakka máttu sín meira sem
kunnugt er. En fjármálaáhrif
Frakka eru að sínu leyti eigi
minni, nema síður sé, en stjórn-
málaáhrif þeirra. Frakkar ráða
yfir meiri gullforða en nokkur
önnur þjóð, að að eins einni
undantekinni. I neðanjarðar-
geymslum Frakklandsbanka
er 70,000,000,000 franka virði af
gullstöngum. Þegar stjórnmála-
veldi Breta var lamað varð
þess skamt að bíða, að fjár-
málaveldi þeirra biði alvarlegan
hnekki. I hvorttveggja skiftið
hagnaðist Frakkland, sem nú
varð aðállánveitandi ýmissa
þjóða í austurálfu og víðar. Og
þar með fengu Frakkar betri
aðstöðu til að beita stjórnmála-
áhrifum sínum meira og víðar
en áður. Fjármál Þjóðverja
versnuðu á árinu. Frakkland
lánaði bæði Þýskalandi og Bret-
landi af gnægð sinni. Pólland,
Rúmenía, Búlgaría, Júgóslavía,
Tékkóslóvakía, Spánn og Grikk-
land — öll þessi ríki fengu lán
í Frakklandi 1931. Ekkert liefir
verið látið uppi um það opinber-
lega, að Frakkland hafi hagnast