Rökkur - 01.06.1932, Side 19
R O K K U R
17
sem hafa lagt bann á japanskar
vörur, vegna Mansjúríu-deil-
unnar.
Ítalía 1931.
Árið 1931 liefir að ýmsu leyti
verið erfiðleika-ár i Italíu, eins
og reyndin hefir orðið i flest-
um löndum, en hinsvegar hefir
fjárhags- og viðskiftalíf ítaliu
orðið fyrir minni áföllum en
koinið iiefir í ljós með auðugri
og voldugri þjóðum. — Mesti
f jármálaviðburður innanlands á
árinu var sá, er tekið var þjóð-
lán að upphæð 4 miljarðar líra
til 9 ára. Borgarar landsins
brugðust svo vel við, að þeir
skrifuðu sig fvrir ríkisskulda-
bréfum að upphæð 7 miljörð-
um líra. Ríkisstjórnin álcvað þá
að liækka lánið upp í 5 miljarða
lira. Að lántöku þessari varð
stjórninni mikill styrkur, er
fjárkreppan mikla skall á. Þeg-
ar Bretar hurfu frá gullinnlausn
var talið, að ítalir myndu gera
slíkt hið sama. Ríkisstjórnin gaf
tvisvar ut stuttar tilkynningar
til að neita því, og sem stendur
eru allar líkur til, að sömu
stefnu verði lialdið i þeim mál-
um og að undanförnu.
Snemma árs 1931 flaug flug-
vélaflokkur undir forystu Balbo
flugmálaráðherra, til Suður-
Ameríku. Yar það fyrsta lióp-
flug yfir Atlantshaf, og þótti
frækilegt, þótt fimm flugmenn
léti lif sitt á fluginu. Flugvéla-
flokkurinn lagði af stað frá Bo-
lam i norðvestur Afríku þ. 6.
jan., og kom til Rio de Janeiro
þ. 15. jan.
Deilurnar milli ríkisstjórnar-
innar og páfastólsins vöktu
mikla eftirtekt, og enn meiri
en ella liefði verið, vegna þess,
að talið var, að öll deilumál
liefði verið til lykta leidd. (Sætt-
ir komust á rnilli páfastólsins
og ítalska ríkisins 1929). Um
vorið 1931 liófust deilur af nýju
og voru þær ekki til lykta leidd-
ar fyrr en i liaust sem leið.
Deilan var aðallega um starf-
semi félaganna „Azio ne Catto-
iica“, sem liefir úthreiðslu ka-
þólskunnar og vernd á stefnu-
skrá sinni, en ríkisstjórnin á-
sakaði félagsskap þennan um
starfsemi gegn Fascistaveldinu.
Samkomulag varð með þeim
hætti, að biskuparnir skyldi
liafa yfirumsjón með félögun-
um hver í sínu umdæmi, en
leggja skyldi niður aðalfram-
kvæmdaráðið, sem hafði bælci-
stöð sína í Rómaborg.
Miklar vonir manna um sam-
komulag um flotadeilumál ítala
og Frakka fóru út um þúfur.
Bresku ráðherrarnir Henderson
og Alexander fóru til Róma-
2