Rökkur - 01.06.1932, Qupperneq 40
38
R Ö K K U R
ínu. Þegar komið var undir
morgun, segir kóngurinn: „Nú
verð eg að i'ara heim, en þarna
kemur stormkóngurinn mágur
ókkar; talaðu við hann, það
gæti verið að hann hefði séð
hana, þvi hann er allstaðar og
smýgur inn í hverja holu.“
í sama vetfangi stóð storm-
kóngurinn hjá þeim og er hann
heyrði hvað það var, sem Argil-
usi var hugur á að vita, þá mælti
hann: „Já, víst veit eg hvar hún
er niður komin. Eldkóngurinn
Hólófernes heldur henni ánauð-
ugri í helli nokkrum neðanjarð-
ar; þar verður hún að þvo eld-
húsgögn lians í logandi læk; það
er ákaflega heitt á henni þar
neðra og mörgum sinnum hefi
eg andað að henni svala.“
„Fyrir það kann eg þér kæra
þökk, mágur,“ mælti Argilus,“
en flyttu mig til hennar eins
fljótt og þú getur.“
• „Það er guðvelkomið,“ ans-
aði stormkóngurinn, tók að
blása og þaut af stað með Argil-
us og var hann óðara kominn
með liest sinn að hellinum. Varð
Trölla-Elín svo fegin, er liún sá
hann, að hún misti ketilinn, sem
hún hélt á, niður i logandi læk-
inn, en Argilus hafði engin orð
heldur kipti liann konu sinni
upp til sín og þeysti burtu eins
hart og hesturinn gat farið.
■ Eldkóngurinn Hólófernes var
þá staddur í herbergi sínu og
heyrði voðahark í hesthúsi
sínu. Hann fer þangað ofan og
sér að Fægarot hestur hans
prjónar upp hneggjandi, gnagar
jötuna og stappar hófum í gólf-
ið. Fægarot var ólíkur öllum
hestum öðrum, hann skildi
manna mál; var sjálfur máli
gæddur og hafði níu fætur.
„Þvi læturðu svona, eins og
þú sért vitlaus?“ kallar Holó-
fernes, „hefirðu ekki fengið
nægju þína af heyi og höfrum
eða hafa þeir gleymt í dag að
brynna þér?“
„Nægju mína hefi eg fengið
af höfrum og heyi og brynt hef-
ir mér verið,“ svaraði Fægarot,
„það er ekki það, sem að er, en
Trölla-Elín liefir verið brott
numin.“
Þá reiddist eldkóngurinn svo
að skeggið dúði og hristist, en
Fægarot sagði:
„Vertu rólegur, þér er óhætt
að borða og drekka, enda að fá
þér dálítinn dúr, taki eg þrjú
stökk að eins, þá liefi eg náð
þeim.“
Holófernes gerði eins og hest-
urinn sagði, og er hann hafði
hrest sig og hvílt sig, varp hann
sér á bak Fægarot og sem hann
hafði tekið þrjú stökkin hafði
hann náð Argilusi, reif Trölla-
Elínu úr fangi hans og kallaði í
því er hann sneri við hestinum: