Rökkur - 01.06.1932, Side 81
R 0 K Ií U R
79
skýjabókina, eins og Dantés kallaði
hana, Og þegar Jacobo spnrði hann
hvers vegna hann væri að hafa fyr-
ir því að kenna sér, óbreyttum sjó-
manninum, alt þetta, þá svaraði
Dantés:
„Hver veit? Kannske þér verðið
skipstjóri einhverntíma. Samlandi
yðar einn varð keisari.“
Jacobo var sem sé Korsikubúi, en
oss mun hafa láðst að geta þess.
Hálfur þriðji mánuður var nú lið-
inn síðan Dantés gerðist skipsmað-
ur á „La Jeune Amélie“. Hann var
enn leiknari siglingamaður nú en
hann áður var, því að hann hafði
mikið lært af smyglunum. Hann
kunni nú skil á ótal merkjum, sem
smyglar gáfu hverjir öðrum, og
margt fleira hafði hann lært i sjó-
ferðunum þennan tíma. Líldega fór
hann um það bil tuttugu sinnum
fram hjá eyjunni Monte Christo í
ferðum þessum, en fékk aldrei tæki-
færi til að stíga þar á land. Var
honum nú efst í huga, þegar tími
sá væri út runninn, sem hann hafði
lofað að vera á „La Jeune Amélie“,
að leigja sér litla seglskútu og fara
upp á eigin spýtur til Monte
Christo. Dantés vissi vel, að hann
yrði að fara varlega, ef til vill
myndi félagar hans á „La Jeune
Amélie“ gefa honum nánar gætur.
Fangavistin hafði gert Dantés gæt-
inn, en hann vissi þó vel, að altaf
varð að hætta á eitthvað.
Dantés hugsaði títt um þetta, og
eilt sinn: er hann enn var að hug-
leiða þetta með sjálfum sér, kom
skipstjórinn til hans, en hann har
nú hið besta traust til Dantésar og
lagði mikið kapp á að gera hann
fráhverfan því að fara af skipinu.
Þetta var að kveldlagi, og fóru þeir,
Dantés og skipstjóri, til gistihúss
nokkurs í Via del’ Oglio, en þar var
aðalsamkomustaður smyglanna í
Leghorn. Ræddu þeir þar vandamál
sín. Dantés hafði verið nokkrum
sinnum áður á slikum fundi. Og þá
— eins og nú, — er hann virti fyr-
ir sér þessa harðgerðu, frjálsmann-
leg'u og veðurbörðu sjókappa, er
fóru sínu fram í trássi við lög og
rétt um alt Miðjarðarhaf, hugleiddi
hann hve miklum völdum viljasterk-
ur maður gæti náð i þeirra hóp. Að
þessu sinni var rætt um dýrmætan
skipsfarm, heilan skipsfarm af
tyrkneskum teppum og öðrum Aust-
urlandavarningi, sem umhlaða
þurfti, án þess að tollverðir yrðu
varir við, á afskekktum stað, og
smygla að þvi loknu til Frakklands.
Ef þetta áform heppnaðist, var stór-
gróði i aðra hönd. Hver einasti
þátttakandi gat búist við að hagn-
ast um fimtíu til sextíu pjastra.
Skipstjórinn á „La Jeune Amélie“
stakk upp á því, að nota eyjuna
Monte Christo fyrir umhleðslustað.
Kvað hann eyjuna hina ákjósanleg-
ustu til þessara hluta. Hún væri
óbygð, sjóliðsmenn og tollverðir
legði þangað aldrei leið sína. Kvað
hann svo að orði, að samkvæmt
gömlum sögnum hefði Merkúrius,
guð þjófa og kaupsýslumanna —
sem vér nú á tímum aðgreinum i
tvo flokka, en að vísu skylda —
skapað eyju þessa i miðju hafinu,
og síðan hefði eyjan alt frá þeim
tímum verið fyrir utan valdsvið
þeirra, sem laganna ætti að gæta.
Ætti því einnig vel við þess vegna,
að velja stað þennan, þegar eins
væri ástatt og nú.
Dantés varð glaður og hrærður í
geði, er skipstjórinn kom með þessa
uppástungu. Reis hann á fætur og
fór að ganga um gólf, til þess að: