Rökkur - 01.06.1932, Side 24

Rökkur - 01.06.1932, Side 24
22 R O K K U R af skólabörnum í London hafi skort nægilega næringu til við- haids og vaxtar. Nú að eins 1%. Að því er þetta snertir eru fram- farirnar því að þakka, að börn- in eiga nú kost á að fá máltíðir í skólunum. 1 barnaskólum í London, sem starfræktír eru af því opinbera, fengu og börnin 4,760,004 mjólkurmáltíðir árið sem leið, og 776,192 börnum var gefið þorskalýsi i skólunum, samkv. fyrirskipunum skóla- læknanna. En auk þessa er betur annast um börnin á heimilunum en áð- ur og þau fá næringarmeiri og betri fæðu á heimilunum en áður. Vert er að geta þess í sam- bandi við þetta, að áður en skipulagsbundin starfsemi liófst um matgjafir í skólunum, héldu margir því fram, að for- éldrar mundu hætta að leggja sig fram um það að láta börn sín fá nóg að borða á heimilun- urn, en alveg hið gagnstæða hefir komið i ljós. Ef til vill er engin framför síðustu 24 ára ánægjulegri en sú, að ábyrgðar- tilfinning foreldra fyrir börnun- um Iiefir mjög aukist. — Ríkið getur ekki upp á eigin spýtur bjargað börnunum, segir Sir George Newman, en það getur kent foreldrunum að bjarga þeim og aðstoðað þá til þess, og þetta hefir ríkið gert í stórum stíl. Foreldrar barnanna hafa yfirleitt mikinn áhuga fyrir starfsemi bæjarfélaga og ríkis í þessa átt. Þannig' koma 75% foreldra skólabarna í London til þess að vera við, er læknis- skoðun á börnum þeirra fer fram í skólunum. — í skýrsl- unni segir ennfremur, að skóla- börn i sveitum Bretlands séu nú betur nærð en nokkuru sinni siðan skýrslugerð um þessi efni hófst. Frá árinu 1907 hefir heil- brigði skólabarna yfirleitt farið stöðugt batnandi, bæði að því er þyngd og vöxt snertir er um framför að ræða, og seinast en ekki síst hefir lireinlætistilfinn- ing barnanria aukist mjög frá því er var, og hefir þetta alt leitt til þess, að mótstöðuafl skola- barna gegn veikindum hefir aukist mjög mikið. Heilbrigði barnanna, er þau fara úr skól- unum, er langtum betri en áð- ur var, og útlit og heilbrigði barna, er þau koma í skólana, er og að miklum mun betra en fyrrum. Starfsemi sú, sem far- ið hefir fram í skólunum í þess- um efnum, er undir yfirumsjón skólalæknanna, en þess ber eigi síður að geta, að lijúkrunar- konur skólanna og kennararnir eiga mikinn þátt í þeim fram- förum, sem orðið hafa. Og kennararnir og hjúkrunarkon- urnar eiga ef til vill mestan þátt

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.