Rökkur - 01.06.1932, Page 39

Rökkur - 01.06.1932, Page 39
ROKKUIi 37 mér í bikarinn einu sinni enn.“ Argilus gerði svo, og er eld- kóngurinn liafði drukkið, þá sprakk önnur stálgjöi’ðin af mitti hans. Hann brosti aftur í kampinn og mælti: „Nú hefirðu hrest mig tvisv- ar á vini, láttu mig nú fá einn bikar vatns, og jafnskjótt sem Argilus hafði þriðja skiftið látið að bæn hans, þá sprakk þriðja gjörðin og hvarf þá eldkóngur- inn. Trölla-Elín var varla komin liálfa leið á ferð sinni, þá veit hún ekki fyrri til en Holófernes stendur hjá henni. Hann var bálreiður, logaskeggið dúði fram og aftur og tók hann svo til orða: „Þú hefir smánað mig og hrygghrotið; þú hefir lagt þrjá lieri mína að velli og haldið sjálfum mér í dróma, en nú ert þú á mínu valdi og nú skaltu ekki framar vera drotning mín, heldur hin lí tilf jörlegasta af am- háttum mínum.“ Trölla-Elín hafði látið ham- remi sína, er hún giftist Argil- usi og varð því mótstaða henn- ar árangurslaus með öllu; eld- kóngurinn tók þrjú stökk og var horfinn með hana heim i ríki sitt. Nú voru liðnir þrír dagar og ekki kom Trölla-Elín. Þá varð Argilusi þungt í skapi og réð hann af að fara á fund hinna þriggja mága sinna, ef hann mætti nokkurs vísari verða hjá þeim, hvað af henni væri orðið. Hann kemur til sólkóngsins ög ekki fyr en um kvöldið; var þá sólkóngurinn að eins nýkominn heim. J „Kom heill, mágur,“ mælti sólkóngurinn. „Æ, nú er illa komið mágur,“ sagði Argilus, „eg er allstaðar að leita að Trölla-Elínu konu minni, veist þú ekkert um hvar hún er niður komin?" Hefirðu hvergi séð hana?“ „Nei,“ svarar sólkóngurinn,“ „eg hefi hvorki heyrt hana né séð, en vera má að hún láti ekki sjá sig nema á nóttu, og er þá næst að þú spyrjir mág okkar, mánakónginn.“ Snæddu þeir saman um kvöldið og fór Argilus því næst að finna mánakónginn. Hann kom til liallar hans í það mund er hann æílaði að hefja nætur- göngu sína og tjáði honum vandræði sín. „Hvergi hefi eg séð hana,“ svaraði mánakóngurinn, „en komdu nú og við skulum vera á reiki saman í nótt. Það er ekki að vita nema við komum augá á hana einhversstaðar.“ Þeir gengu alla nóttina, en urðu hvergi varir við Trölla-El-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.