Rökkur - 01.06.1932, Side 23

Rökkur - 01.06.1932, Side 23
R Ö K K U R 21 skiftareglum fylgdi hann ávalt: Að taka engan i félag við sig og forðast lántökur. Á meðan hann var að vinna sig upp, vann hann aldrei skemur en 12 stund- ir á sólarhring. Og engar skemt- anir stundaði hann á þeim ár- um eða tók sér hvíld, nema á helgidögum. Langa hvíld frá störfum tók hann fyrst í febrúar 1927. Þegar Edward VII. Bretakon- ungur var prins af Wales, gaf Sir Thomas 500.000 dollara í góðgerðaskyni. Var liann þá kominn í kynni við helstu menn Bretlands og varð mikill vinur prinsins. Sir Thomas hafði mikinn á- áhuga fyrir sportsiglingum. — Hafði hann mikinn áhuga fyrir því, að vinna sigur í kappsigl- ingu við Bandarikjamenn um „The American Yacht Cup“, og lét hann smíða hraðsiglinga- snelckju í því skyni 1898. Hét hún „Shamrock“. Kappsiglingin fór fram 1899, en „Sliamrock“ beið ósigur. Hann reyndi aftur 1901, 1903 og 1920, og fimtu hraðsiglingasnekkjuna lét liann smíða 1929, en hún („Shamrock V.“) beið ósigur í kappsiglingu, sem háð var í fyrra. Snekkja H. Vanderbildt’s, „Enterprise“, bar sigur úr býtum. En Sir Tho- mas var einn þeirra manna, er kunna að taka ósigri með jafn- aðargeði, og aldrei kom honum til hugar að leggja árar í bát. Seinast í fyrra kvaðst hann ætla að reyna einu sinni enn. Var hann í miklum metum með Bretum og eigi síður með Bandaríkjamönnum. Hellsnfar skólabarna í Bretlandi. —° - Á meðal þeirra framfara, sem þjóðféláginu hafa orðið til mestra heilla undanfarinn ald- arfjórðung, ber óhikað að telja hve heilsufar skólabarna hefir batnað í Bretlandi. Jafnvel seim asta áratug, þrátt fyrir atvinnu- leysi í mörgum iðngreinúm, liefir heilsufar barna lialdið áfram að batna. Kemur þetta glögt í ljós í ársskýrslu fræðslu- málaráðuneytisins fyrir 1930, en í ársskýrslu þessari er rit- gerð eftir Sir. George Newman, aðallækni fræðslumálaráðsiiis, um heilsufar skólabarna. Eins og vitanlegt er gerir Sir George aðallega að umtalsefni starf læknanna í barnaskólunum'. Þegar skipulagsbundin lækn- ingastarfsemi hófst í barnaskól- unum árið 1907 er talið að 10%

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.