Rökkur - 01.06.1932, Side 55
Goethe
í íslenskum bókmentum,
Eftir dp. Alexander Jóhannesson.
Þegar Matthías Jochumsson
var 80 ára, fekk hann m. a.
skeyti frá nemöndum menta-
skólans í Reykjavík:
Goethe var Þjóðverjum gefinn,
Grikkjum Hómerus,
Shakespeare Engla ættum,
okkur Matteus.
(Sögubrot af sjálfum mér.
Rvík 1922, 456).
í þessum orðum felst einnig
viðurkenning liinna ungu ís-
lensku mentamanna 20. aldar-
innar, að skáldsnillingurinn
Goethe gnæfi upp úr djúpi ald-
anna eins og Hómer og Shake-
speare. 1 öllum skólum hins
germanska lieims, ])ar sem þýsk
tunga er numin, eru fram á
þenna dag lesin rit Goethes,
einkum Faust, ljóð hans og sög-
ur. Þorv. Thoroddsen segir í
Minningabók sinni (Khöfn
1922, 105): Þegar eg var í skólá,
las eg töluvert af þýskum
skáldskap, einlcum Schiller,
Goethe og Heine -— og þetta
hefir haldist óbreytt fram á
þenna dag. Jónas Hallgrímsson
þýddi í Grasaferðinni kvæði
Scliillers úr Wallenstein: Dun-
ar í trjálundi, dimm þjóta ský
— og þá segir systirin í sögunni:
Þú átt gott að geta skilið þjóð-
verskuna og það væri vel gert
af þér að kenna mér dálítið
líka. Mér er kvöl í að skilja
ekkert af þvi, sem þeir liafa
gert, hann Schiller og aðrir á
Þýskalandi. Jónas Hallgríms-
son þýddi einkum ljóð eftir
Schiller og Heine, en liann hefir
stuðst við kvæði Goethes: Ich
denke dein, wenn mir der
Sonne Schimmer vom Meere
strahlt — er Mattlnas Jocliums-
son hefir þýtt (Ljóðmæli III,
209) — í kvæðinu Söknuður: