Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 26
24
R O K K U R
Ferðalög fuglanna.
(Grein sú, sem hér fer á eftir,
er eftir enskan fuglavin. —
Hér á landi licfir liáttum far-
fugla verið minni gaumur gef-
inn en skyldi. Með samtökum
þcirra manna, sem best eru
settir til þess að athuga komu
og brottför farfugla, mætti á
skömmum tíma safna margvís-
legum fróðleik um ferðir þeirra,
og gæti það bæði verið til gagns
og gamans).
Farfuglum er eiginlegt að
fara með ströndum fram á ferð-
um sínum, hvar sem því verður
við komið. Margir farfuglar frá
heimskautslöndum, Norður-
löndum og meginlandi álfunn-
ar, fljúga vestur á bóginn og
slást í för með breskum far-
fuglum, og eykst við það liinn
mikli fjöldi haustfugla, sem
svífur suður með Bretlands-
ströndum, yfir Ermarsund og
þaðan suðvestur með vestur-
strönd álfunnar. Þessi langa
strönd er fuglunum öruggur
leiðarvísir til vetrarstöðva
þeirra. Margir smáfuglar fljúga
að eins á meðan bjart er, þegar
þeir fara með ströndum fram,
fara í hægðum sinum og lialda
jafnvel kyrru fyrir nokkura
daga. Svo er t. d. um máríuerl-
ur, svölur o. m. fl.
Þegar menn gefa gætur að
farfuglum, sem fljúga á daginn,
keniur það í ljós, að hér um bil
5 af liundraði (lauslega áætlað)
hvíla sig með skömmu milli-
bili, en viðstöðutiminn fer eft-
ir atvikum. Ef veður er kyrt og
gott, fara þeir sér hægt, og nota
tækifærið til þess að tína sér
flugur, sem nóg er af í þara-
brúkum. Meðal flughraði flestra
farfugla er um 25 mílur enskar
á klukkustund í kyrru veðri.
Þegar stinningskaldi er, og fugl-
arnir eiga gegn veðri að sækja,
dregur úr hraðanum, en flýtir
honum, ef vindurinn er á eftir.
Svölur þjóta áfram á bylgju-
flugi í hér um bil 40 feta hæð,
og geta flogið um 100 mílur á
klukkustund.
Þessir litlu fuglar fljúga
venjulega um sex stundir á dag
að haustinu, og hvílast oftast
upp úr hádegi. Margir fuglar
fljúga dag eftir dag, allir í eina
átt, allir í skipulegum fylking-
um, allir jafnhratt, þegar um
eina og sömu tegund er að
ræða, og lialda uppi óslitnum
straumi i nokkura daga, hvíld-
arlaust, nema þegar stórviðri
eða þokur skella á, sem neyða
þá til þess að halda kvrru fyrir.
Oft ber það við, að fuglar,
sem fljúga um nætur, tefjast
við vita eða fara sér þar að
voða.