Rökkur - 01.06.1932, Side 10

Rökkur - 01.06.1932, Side 10
8 R O K K U R ýmis óvinsæl lög, svo sem liegn- ingarlög Primo de Rivera o. fl. Víðtækar ráðstafanir voru gerð- ar til þess að koma betra skipu- lagi á lierinn. Alcala Zamora fór frægðarför til Barcelona, til þess að semja við Francisco Macia, aðalstjórnmálaleiðtoga Cataloniu. En Alfonso liafði enn ekki gefist upp að fullu. Þann 5. maí birti blaðið A. B. C. í Madrid viðtal við liinn afsetta konung. Hvatti Alfonso konungssinna i viðtali þessu, til þess að missa ekki móðinn, sigurinn væri vís í framtíðinni. Þ'ann 6. maí birti Pedro Segura kardínáli, fulltrúi páfans, hið fræga kardínálabréf sitt í Toledo, og fór vinsamleg- um orðum um Alfonso og stjórn hans og livatti kaþólska menn til samvinnu fyri r kirkjuna og konungsveldið. Vakti þetta fá- dæma gremju og þann 10. maí tók múgurinn til sinna ráða og kveikti í húsi því, sem skrifstof- ur A B C voru í og árásir voru einnig gerðar á ritstjórnarskrif- stofur kaþólska blaðsins „E1 De- bate“. — Syndikalistar gerðu til- raunir til þess að koma á bylt- ingakendri stjórn, allsherjar- verkföll voru hafin o. s. frv. Og þótt tilganginum væri ekki náð, jók þetta vandræði og all- mikið tjón ldaust af. Tilraun var einnig gerð til þess að stofna lýðveldi í Andalúsíu og stóð að þeirri tilraun flugmajórinn frægi, Ramon Franco, en eigi hepnaðist honum það. — Þing- kosningar voru nú haldnar þann 28. júní og voru róttækari flokk- arnir i miklum meiri hluta. Þ. 14. júlí komu hinir þjóðkjörnu fulltrúar saman í Madrid og komst nú aftur á þingbundin stjórn í landinu, í fyrsta skifti á átta árum. Þjóðþingið (cortes) tók nú til óspiltra málanna að undirbúa nýja stjórnarskrá og tók það all-langan tíma; er hin nýja stjórnarskrá mjög frjáls- leg, samanborið við grundvall- arlög flestra landa. Gerði þjóð- þingið svo víðtækar breytingar i sambandi við trúarleg m.ál, að Alcala-Zamora, sem er ka- þólskur, baðst lausnar sem for- sætisráðherra þann 14. okí. En það liafði ekki alvarlegar afleið- ingar. Don Miguel Azana mynd- aði stjórn á ný og voru flestir gömlu ráðherranna teknir í stjórn hans. Alcala Zamora hnignaði ekki í áliti að neinu ráði og að eins í bili, enda mátti heita, að allir flokkar væru sam- mála um að kjósa hann fyrir forseta lýðveldisins. Fjárhags- og viðskiftaástæð- ur voru slæmar á Spáni 1931, verri en nokkru sinni. Ástæð- urnar til þess voru margar, ekki síst afleiðingarnar af syndum

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.