Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 47
R O K K U R
45
sínum látnum fluttist hún enn
á ný, þessu sinni til Southamp-
ton, 1805, en dvaldist þar eigi
langvistum. Frá þvi 1809 til
dauðadags — að undantekn-
um stuttum ferðum til Lun-
dúna og nokkrum mánuðum í
"Winchester — átti hún heima
i Chawton, skamt frá fæðing-
arstað sinum. Hún andaðist i
Winchester, hinni fornu liöf-
uðborg Englands, 18. júlí 1817.
Harmaði Walter Scott dauða
hennar með þessum orðum:
„Hve hörmulegt, að slíkur
snillingur skyldi deyja svo
snemma!“ Þau orð bergmála
svipaðar hugsanir fjölda ann-
ara, þá og síðar. Jane Austen
«r grafin í dómkirkjunni i
Winchester; sækir þangað ár-
lega margt aðdáenda skáld-
konunnar. En langt út yfir gröf
og dauða ná áhrif hins sanna
snillings, hvort sem hann finn-
ur list sinni búning i svölum
marmaranum eða málmi máls-
ins.
Rithöfundarferill Jane Aust-
en var jafn öfgalaus sem
hversdagslíf hennar. Hún
þurfti aldrei að iioffast i augu
við örbirgð eða skort; liinsveg-
ar var hún aldrei borin á hönd-
um gleðidrukkinna aðdáenda,
þó að liún eignaðist þá og eigi
enn, í þúsundatali. Samt var
hún bráðþroska og byrjaði
snemma á ritstörfum. Þrjár af
skáldsögum sínum ritaði liún
áður en hún var liálf-þrítug.
En hún vann í kyrþey að skáld-
sagnagerðinni og iiafði ímu-
gust á auglýsingum. Þær fjór-
ar af skáldsögum hennar, sem
prentaðar voru að lienni lif-
andi, báru ekki nafn hennar,
en kunnugir vissu hver höf-
undurinn var. Jane Austen
hafði því eigi ritfrægð fyrir
augum. Hún ritaði sér til
dægrastyttingar, af djúpri,
innri þörf. Og lienni voru riku-
leg laun gleðin, sem fylgir því
að semja — skapa. Og svo var
djúp listhneigð hennar, að hún
liélt ótrauð áfram að rita
skáldsögur, þó að bókaútgcf-
endur kynnu eigi að meta verk
liennar framan af. Sá skiln-
ingsskortur virðist, ef til vill,
æði kynlegur nú, en hann er
langt frá því að vera einsdæmi
í bókmentasögunni.
Fyrsta skáldsaga Jane Aust-
en, og sú, sem óliætt mun
mega telja livað viðfrægasta,
Pride aiul Prejudice, var rituð
1796, þegar skáldkonan var 21
árs gömul. En Cadell bókaút-
gefandi hafnaði bókinni og var
hún ekki prentuð fyrr en sex-
tán árum siðar, þá breytt að
nokkuru. Sömu sögu er að
segja um fleiri af liinum fvrri
bókum skáldkonunnar. Þær