Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 80
78
ROKKUR
var nú dregið upp að sigluhún og
stefnt til strandar og farið svo ná-
lægt, að ef tollverðir hefði komið
niður að ströndinni, þá hefði þeir
getað skotið á þá. En öll varúð virt-
ist óþörf. Innan stundar komu bát-
ar úr landi. Voru þeir og skipsbát-
urinn hafðir i flutningum, og klukk-
an tvö að morgni næsta dags var
allur farmurinn kominn á land. Og
þegar því var lokið, var hagnaðin-
um skift. Hver maður fékk sinn
hlut. Því skipstjóri hafði vit á því,
að vera reiðilegur við menn sína, til
að koma í veg fyrir alla óánægju.
En ekki var í ráði að hvílast, held-
i:r var ákveðið að sigla til Sardíníu
og taka þar nýjan farm. Hepnaðist
sú ferð einnig vel. Hepnin var með
„La Jeune Amélie“ og þeim, sem á
henni voru. Á Sardíníu var tekinn
farmur af Havana-vindlum, sherry
og Malagavínum, og átti að flytja
þetta til hertogadæmisins Lucca.
Þegar þeir voru í þann veginn að
fara þaðan, lentu þeir i bardaga við
tollgæsluliðið. Einn tollvarðanna
beið bana og tveir skipsmanna af
„La Jeune Amélie“ særðust. Annar
þeirra var Dantés. Hann hafði þó
eigi særst mikið. Byssukúla hafði
strokist við vinstri öxl hans og blóð-
merkt hann dálitið. Dantés hló að
þessu, og það lá við, að hann ósk-
aði þess, að hann hefði verið merkt-
ur betur en raun varð á. í hans aug-
um voru líkamegar kvalir ekkert
óttaefni lengur. Og þegar hann leit
á tollvörðinn engjast sundur og
saman af kvölum, þá hafði það eigi
nein áhrif á hann, og einnig yfir
þessu gladdist Dantés. Honum var
það fagnaðarefni, að öll viðkvæmni
var upprætt úr huga hans, því að
það var á hörku, sem hann mundi
þurfa á að halda í framtíðinni, en
ekki mildi og viðkvæmni. — Dantés
hafði hnotið við, er byssukúlan
straukst við öxl hans, og Jacobo
hélt, að hann hefði hlotið banasár
og æddi til hans. Leit Jacobo á hann
sem vin og félaga og vildi í öllu að
honum hlynna sem best. Heimurinn
fór þá ekki eins mikið batnandi
eins og Pangloss læknir hélt, og
heldur eigi eins versnandi og Dantés
hafði haldið, frá því er hamingjan
sneri við honum bakinu á unglings-
árum. Og þó að Dantés væri hertur
orðinn, þá gat hann þó ekki varist
því, að finna til hlýju, er Jacobo lét
í ljós mikla gleði yfir því, að sárið
var ekki mikið. Smyglarnir höfðu
birgðir græðijurta á skipinu, og voru
þær notaðar til að græða sár Dant-
ésar og greri það fljótt og vel. Yarð
það hlutskifti Jacobo að græða sár
hans. Til þess að prófa hann, bauð
Dantés honum eitt sinn fé, en Ja-
cobo þótti miður, að Dantés skyldi
gera það, og neitaði þvi harðlega, að
taka nokkurn pening af honum.
Leiddi þetta, og eins það, sem á
undan var gengið, til þess að Dantés
og Jacobo urðu félagar. En altaf
leit Jacobo á Dantés sem væri hann
honum æðri, þótt þeir væri jafningj-
ar, að þvi er starfa þeirra á skipinu
snerti.
Og það atvikaðist þá þannig, þeg-
ar þeir sigldu fram og aftur um hið
bláa Miðjarðarhaf og hin örugga
hönd Dantésar stýrði skipinu, og
alt var í besta lagi, að Dantés fræddi
Jacobo á margan hátt, eins og Faria
ábóti hafði áður frætt hann forð-
um, í Ifkastala. Hann gerði Jacobo
kunnan siglingaleiðum öllum, kendi
honum að stýra eftir kompás, kendi
honum að lesa á „bókina miklu“v
sem var opin yfir höfðum þeirra,
himinbókina, stjörnubókina, eða