Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 4
Costco vissi af bil-
uðum mengunar-
varnabúnaði áður en
olían lak út í kerfið.
Hildur Rós Guð-
bjargardóttir,
bæjarfulltrúi
Samfylkingar
Auðvitað viljum við
forðast í lengstu lög að
keyra verksmiðjuna á
gasi.
Halldór Hall-
dórsson, for-
stjóri Íslenska
kalkþörunga-
félagsins
gar@frettabladid.is
Úkraína Bandaríkin ætla að beita
refsiaðgerðum gegn Wagner-hópn-
um svokallaða sem tekur virkan
þátt í stríði Rússa í Úkraínu.
„Wagner eru alþjóðleg glæpa-
samtök sem halda áfram umfangs-
mik lum grimmdar verkum og
mannréttindabrotum,“ sagði John
Kirby, fjölmiðlafulltrúi Joe Biden
Bandaríkjaforseta, í gærkvöldi.
Sagði Kirby nú vera merki um
núning milli stjórnvalda í Rússlandi
og Wagner-hópsins sem lýtur stjórn
auðmannsins Jevgení Prígozjín, sem
kallaður er „kokkur Pútíns“. n
Refsiaðgerðir gegn
her kokks Pútíns
kristinnpall@frettabladid.is
Hafnarfjörður Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála felldi
úr gildi ákvörðun byggingarfull-
trúa Hafnarfjarðar um samþykki
byggingaráforma um knatthús að
Ásvöllum.
„Þessi niðurstaða kemur mér á
óvart en þetta hlýtur að vera eitt-
hvað sem hægt er að vinna sig í
gegnum,“ segi Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Hauka, sem
kveður tíðindin óvænt.
Í vor verða tvö ár frá skóflustungu
að knatthúsinu. Málið hefur velkst
um í kerfinu vegna gruns um að
framkvæmdin hefði slæm áhrif
á umhverfið og þá sérstaklega
Ástjörn. n
Leyfi fyrir Hauka
úrskurðað ógilt
Vladímír Pútín Rússlandsforseti.
Fréttablaðið/Getty
4 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023
LAUGARDAGUR
Vonast er til að kalkþörunga-
verksmiðja, sem mun skapa
yfir 30 ný störf í Súðavík,
verði gangsett eftir tvö ár.
Verksmiðjan mun að öllum
líkindum ganga fyrir gasi
fyrst um sinn þar sem enn
hefur ekki tekist að tryggja
verkefninu orku og leggja raf-
streng um Súðavíkurhlíð.
ggunnars@frettabladid.is
orkumál Unnið hefur verið að því
að koma verksmiðju Íslenska kalk-
þörungafélagsins á laggirnar í Álfta-
firði við Súðavík svo árum skiptir.
Viljayfirlýsing um verkefnið var
fyrst undirrituð fyrir sjö árum en
síðan þá hefur verið unnið að því að
afla verkefninu nauðsynlegra heim-
ilda og ganga frá skipulagi.
Þessi vinna hefur tekið mun
lengri tíma en gert var ráð fyrir í
upphafi. Nú hillir hins vegar undir
að verkefnið verði að veruleika.
Kalkþörungafélagið hefur tryggt
sér nýtingarleyfi upp á 125 þúsund
rúmmetra af kalkþörungum á
hverju ári. Framkvæmdir eru hafnar
við landfyllingu undir starfsemina á
Langeyri rétt innan við íbúðabyggð
í Súðavíkurþorpinu.
Við það skapast yfir 30 ný störf í
sveitarfélagi sem telur einungis um
240 íbúa.
Halldór Halldórsson, forstjóri
Íslenska kalkþörungafélagsins, segir
ánægjulegt að skriður sé loks að
komast á verkefnið. Framkvæmdir
við landfyllingu gangi vel og svæðið
sé farið að taka á sig mynd.
„Þetta er mikið hagsmunamál.
Ekki bara út af þeim verðmætum
sem skapast heldur líka fyrir sam-
félagið í Súðavík í heild,“ segir Hall-
dór.
Að hans sögn á þó eftir að ryðja
stærstu hindruninni úr veginum
því enn eigi eftir ganga frá samn-
ingum við Orkubú Vestfjarða um
raforkuna sem þarf til að knýja
verksmiðjuna. Halldór segir að þótt
orkuþörf verksmiðjunnar sé ekki
nema sjö til átta megavött á ári þá
sé það margfalt meira en núverandi
aðstæður í Súðavík bjóði upp á.
„Samskiptin við Orkubúið hafa
verið jákvæð en það er ekki búið að
skrifa undir neinn samning. Auð-
vitað viljum við forðast í lengstu lög
að keyra verksmiðjuna á gasi en ef
þessi strengur verður ekki kominn
í tæka tíð þá einfaldlega neyðumst
við til þess.“
Halldór segist vonast til að hægt
verði að leysa málið og að strengur-
inn verði kominn áður en starf-
semin fari af stað.
„Við getum alveg klárað þetta,
en tíminn er að verða naumur. Ég
kann ekki að skýra af hverju þetta
hefur tekið svona langan tíma en
það eiga örugglega allir sinn þátt í
því. Aðalmálið núna er að koma raf-
orkumálum í Súðavík í viðunandi
horf svo við getum nýtt græna orku
frekar en gas,“ segir Halldór. n
Ný verksmiðja í Súðavík mun ganga
fyrir gasi í byrjun því raforku skortir
Vinna er hafin við grjótgarð og landfyllingu á svæðinu þar sem kalkþörungaverksmiðja mun rísa rétt innan við Súðavík.
MyND/aðSeND
kristinnhaukur@frettabladid.is
Hafnarfjörður Hildur Rós Guð-
bjargardóttir, fulltrúi Samfylking-
arinnar í minnihluta bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar, telur meirihlutann
ekki taka mengunarslysið í Costco
nógu alvarlega.
Telur Hildur bæinn hafa brugðist
tilkynningarskyldu sinni til íbúa og
bæjarfulltrúa. Þá hafi Umhverfis-
stofnun ekki strax verið látin vita.
„Íbúar voru ekki látnir vita hver
upptökin væru. Ekki heldur við
í minnihlutanum sem sitjum í
nefndum,“ segir Hildur sem lagði
fram tillögu um rannsókn á til-
drögum og viðbrögðum við slysinu
í bæjarstjórn í vikunni.
Það var fyrir jól sem íbúar í norð-
urbæ og vesturbæ Hafnarfjarðar
fundu stæka ólykt sem minnti á
olíulykt. Sumir fundu fyrir ógleði
og höfuðverk vegna lyktarinnar.
„Fólk var við það að hætta við fjöl-
skylduboð því þetta gerðist yfir
hátíðirnar,“ segir Hildur.
Þremur vikum seinna kom í
ljós að lyktin kom frá bensínstöð
Costco þar sem búnaður brast. Í
minnisblaði veitustjóra kemur
fram að Costco hafi vitað af bil-
uðum viðvörunarbúnaði áður en
það gerðist.
„Costco vissi af biluðum meng-
unarvarnabúnaði áður en olían lak
út í kerfið. Af hverju er ekki tilkynn-
ingarskylda hjá svona fyrirtæki?“
segir Hildur. „Mín ósk er að það
verði farið í rannsókn á þessu slysi
og ábyrgð sett á rétta staði.“
Aðspurð um Costco segir Hildur
ólíklegt að nokkuð verði aðhafst
gegn því fyrirtæki. Engin sektar-
ákvæði séu í lögum og fyrirtækið
hafi ekki misst starfsleyfi sitt. Einn-
ig segist hún sjálf ekki kalla eftir því.
Hún vilji hins vegar fá rannsókn á
slysinu til þess að hægt verði að bæta
verkferla og gera betur í framtíðinni
ef svona gerist á nýjan leik. n
Bæjarstjórn taki mengunarslys ekki alvarlega
Fyrirhugað knatthús. MyND/haukar