Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 6
Langflestar stelpurnar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og orðið óléttar út af því. Anna Þóra Baldursdóttir, hjá Haven Rescue Home Fólk flykkist hingað í tugþúsundatali til að upplifa nóttina og þá sérstaklega það sem skín á nóttunni, sem eru norðurljósin. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræði- kennari helgisteinar@frettabladid.is umhverfismál Sævar Helgi Braga­ son stjörnufræðikennari gagnrýnir ljósmengun sem hafi færst í aukana undanfarin ár. Ljósmengunina segir Sævar ekki aðeins hafa það í för með sér að ekki sjáist til himins á nóttunni, heldur hafi lýsingin heilsuspillandi áhrif á bæði fólk og umhverfið. „Það sem við höfum lært er að þessi mikla raf lýsing hefur rask­ andi áhrif á líkamsstarfsemi okkar og veldur því meðal annars að við sofum verr. Það eru líka rannsóknir sem benda til þess að fækkun skor­ dýra og fugla í heiminum megi að mörgu leyti rekja til of mikillar raf­ lýsingar á nóttunni.“ Sævar segir ljósmengun vera stórt vandamál um allan heim en fáir vilja grípa til aðgerða þar sem fólki finnst oft óþægilegt að vera í miklu myrkri. Hann segist ekki tala fyrir því að slökkva á öllum ljósum, heldur ætti að haga lýsingunni skynsamlega og minnka birtuna þar sem á við. „Við megum heldur ekki gleyma að myrkrið er ekki bara heilsusam­ legt, heldur er það auðlind. Fólk flykkist hingað í tugþúsundatali til að upplifa nóttina og þá sérstaklega það sem skín á nóttunni, sem eru norðurljósin,“ segir Sævar. n Segir myrkrið heilsusamlega auðlind benediktboas@frettabladid.is selfoss Guðrún Arndís Tryggva­ dóttir gaf Árborg málverkið Kafar­ ann sem verður sett upp á gangi sundlaugarbyggingarinnar á Sel­ fossi. Skilmálar Guðrúnar eru að ef verkið verði fært af einhverri ástæðu geti hún eða afkomendur hennar fengið verkið til baka. Enda sé ástæða gjafarinnar sú að sund­ laugargestir fái notið þess við heim­ sókn í laugina. Gjöfin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni sem þakk­ aði kærlega fyrir höfðinglega gjöf. „Sveitarfélagið getur ekki ábyrgst verkið í almenningsrými í sund­ lauginni, það er tryggt það sérstak­ lega fyrir skemmdum,“ segir þó í bókun bæjarráðs. n Ábyrgjast ekki kafarann í lauginnni Guðrún Arndís Tryggvadóttir, listakona DAGSKRÁ í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 23. janúar 2023 kl. 13:00 - 17:00 Verið velkomin í stóra sal HR V101 - aðgangur ókeypis - beint streymi á www.mbl.is Opnun: dr. Ragnhildur Helga dóttir, rektor Fundarstjóri fer yfir markmið ráðstefunnar Söguleg atriði Pétur H. Ármansson, arkitekt Hús og heilsa dr. Alma D. Möller, landlæknir Byggeskader Trond Bøhlerengen, Sintef, Noregi „Fúsk!“ dr. Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur RK Design 2/3 fúsk er ekki alslæmt Einar K. Haraldsson, tækni­ fræðingur Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður stýrir pallborðs­ umræðum Fundarstjórn: dr. Ólafur H. Wallevik Prófessor við HR dr. Ríkharður Kristjánsson, RK Design Árni Björn Björnsson, VFÍ Indriði Níelsson, VERKÍS Þorvaldur Gissurarson, ÞG Verk Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, EFLA Kolbeinn Kolbeinsson, KK Consulting Þorsteinn Þorsteinsson, VÍS Kl. 15:00 Pallborðsumræður RÁÐSTEFNA UM RAKA­ SKEMMDIR OG MYGLU Fagráðið Betri byggingar í samvinnu við IceIAQ og HR heldur ráðstefnu með áherslu á bygginga galla og „fúsk“ í nýlegum byggingum. Haldið til heiðurs dr. Ríkharði Kristjánssyni. kristinnpall@frettabladid.is reykjavíkurborg Kolbrún Bald­ ursdóttir úr Flokki fólksins gagnrýn­ ir að American Bar fái undanþágu til að sýna frá úrslitaleiknum um Ofur­ skálina í amerískum ruðningi. „Í ljósi umræðunnar um hávað­ ann í miðbæ og vinnu við að koma böndum á hann koma upp í hugann margar spurningar sem tengjast leyfi af þessu tagi,“ segir í bókun Kolbrún­ ar. Þetta er í annað sinn sem Kolbrún setur sig upp á móti tímabundnu áfengisleyfi American Bar vegna Super Bowl en hún lýsti óánægju sinni með leyfið árið 2019. n Á móti undanþágu vegna Ofurskálar Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Heimilið HRH í Kenía er eitt af fáum úrræðum fyrir bæði unga móður og barn. Anna Þóra Baldursdóttir sem rekur heimilið keypti nýlega land undir kjúklingaræktun. kristinnhaukur@frettabladid.is hjálparstarf Anna Þóra Baldurs­ dóttir og félagar hennar sem reka heimilið Haven Rescue Home fyrir ungar mæður nálægt Naír­ óbí í Kenía hafa keypt land undir kjúklingaræktun. Það er hluti af því að gera heimilið sjálf bært en í dag treystir starfið nær algjörlega á framlög einstaklinga. „Eiginlega er þetta fjármagnað í gegnum Snapchat,“ segir Anna Þóra sem hefur búið í Kenía í tæp átta ár. Heimilið hefur verið starfandi í tæp sex. Þar starfa auk Önnu Þóru átta starfsmenn, svo sem félagsráðgjafi, kennari og sálfræðingur. Á Snapchat leyfir Anna Þóra fylgjendum að sjá hvernig lífið á heimilinu er, bæði hvað gengur vel og hvað illa. Mæð­ urnar eru allar á barnsaldri, frá 12 til 18 ára. „Langf lestar stelpurnar hafa orðið fyrir kynferðisof beldi og orðið óléttar út af því,“ segir Anna Þóra. Allar eru þær sendar af barna­ verndarfulltrúa en sumar hafa verið komnar á götuna, að betla. Sumar þurfa aðeins að dvelja á heimilinu í stuttan tíma, vegna erfiðra heimil­ isaðstæðna eða fátæktar. Flestar dvelja í tvö eða þrjú ár en þær sem hafa ekkert öruggt bakland lengur. Elsta stúlkan sem dvelur á heimil­ inu núna er 18 ára með fimm ára dóttur sinni. Anna Þóra kom upprunalega til Kenía sem sjálf boðaliði til þess að hugsa um ungbörn sem höfðu verið yfirgefin. En eftir samtöl við heima­ fólk áttaði hún sig á því að mesta þörfin var á heimili þar sem bæði móðir og barn gátu dvalið, menntað sig og komið fótunum undir sig í líf­ inu. Haven Rescue Home er einn fárra staða í Kenía sem bjóða upp á þetta. „Minn draumur var sá að þær myndu allar fara mjög langt í námi. En reynslan sýnir að maður þarf að sætta sig við að þær muni hafa það þokkalegt í lífinu,“ segir Anna Þóra. „Flestar fara ekki í háskóla en þær klára eitthvert nám og læra oft iðn eins og hárgreiðslu, saum eða veit­ ingaþjónustu. Þetta er vissulega árangur þó að hann sé ekki jafn háleitur og ég hafði upphaflega.“ Þegar stúlkurnar koma á heimilið eru miklar líkur á að þær myndu yfirgefa barnið sitt og margar eru ekki sáttar við að vera sendar þang­ að. Þegar þær fara frá heimilinu er sá möguleiki hverfandi í f lestum tilvikum. Anna Þóra, sem á í dag fjögurra ára gamla stelpu, segist hafa svo­ litla heimþrá en hún sé alls ekki til­ búin til að flytja heim strax. Hún sér fram á að gera þetta í langan tíma. „Draumurinn er að koma þessu í góðan farveg til að ég geti verið hluta ársins hér og hluta á Íslandi,“ segir hún. Kjúklingaræktunin er hluti af því að gera heimilið sjálf bært. Kjötið verður selt og eggin nýtt á heimil­ inu. Anna Þóra segir að þetta skapi um 100 til 150 þúsund krónur á mánuði. „Okkur munar helling um það,“ segir hún. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig megi styrkja starfsem­ ina á Facebook­ og Instagram­síð­ unum Styrktarfélag HRH. n Stefnt að sjálfbæru heimili ungmæðra Anna Þóra Baldursdóttir og íbúar á Haven Rescue Home. Mynd/Aðsend 6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.