Fréttablaðið - 21.01.2023, Page 14

Fréttablaðið - 21.01.2023, Page 14
Segja má að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sé eina alvöru barnastjarna landsins frá því frægðar­ sól Kötlu Margrétar og Rutar Reginalds skein sem skærast. Jóhanna Guðrún hefur verið landsþekkt nánast frá tíu ára afmælisdegi sínum, þegar fyrsta plata hennar kom út og sló í gegn. Það eru því fáir sem þekkja pressuna sem fylgir kastljósi fjölmiðla jafn vel og hún. Þrátt fyrir það segir hún frá því, hér í þessu tölublaði, að þegar fjölmiðlar tilkynntu að hún ætti von á barni í nýju sambandi hafi henni fundist farið yfir strikið. „Þarna var valdið tekið úr höndum mér og fannst mér farið algjörlega yfir línuna og ráðist inn í mitt persónulega rými,“ segir Jóhanna í viðtalinu en ekki var fengin staðfesting á þunguninni hjá henni sjálfri. Jóhanna, sem er að eigin sögn ýmsu vön þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun, lýsir þessu sem því versta sem hún hafi lent í, í þeim efnum. Hún hafði ekki sagt ungri dóttur sinni að von væri á litlu systkini og þurfti að gera það í gegnum síma þegar fréttin birtist. Þó svo að í f lestum tilfellum sé það gleðiefni í lífi fólks að von sé á barni eru þær fréttir líka viðkvæmar og kannski eðlilegast að foreldrarnir sjálfir vilji sjá um slíkar tilkynningar. Barnastjörnur eða ekki. n Barnastjarna með barni bjork@frettabladid.is Jóhanna, sem er að eigin sögn ýmsu vön þegar kemur að fjölmiðla- umfjöllun, lýsir þessu sem því versta sem hún hafi lent í, í þeim efnum. Frönsku bíói Franska kvik­ myndahátíð­ in hófst í gær í Bíó Paradís og stendur til 29. janúar. Um er að ræða franska kvik­ myndaveislu þar sem brot af bestu kvik­ myndum ársins er sýnt og þar á meðal myndin Grand Marin eða sjókonan. Heiðursgestur hátíðar­ innar, Dinaru Drukanova, leikstýrir bæði myndinni og fer með aðalhlut­ verkið. Ostasnúð og kaffi Plantan kaffi­ hús, á horni N j á l s g ö t u og Baróns­ stígs, er lík­ lega með eitt besta morg u nt il­ boð bæjarins. Kaffidrykkur og ostasnúður á þúsund krónur. Allt sem í boði er á Plöntunni er vegan og í kaffidrykkina er notuð hafra­ mjólk. Á matseðlinum er, ásamt ostasnúðunum góðu, fjölbreytt úrval af samlokum og um helgar er boðið upp á bröns. n Um helgina | Við mælUm með | eva laufey kjaran markaðs­ og upplifunarstjóri Hag­ kaupa og þekktur sjónvarpskokkur, naut bóndadagsins með fjölskyld­ unni í gær. Þau elduðu góðan mat og horfðu saman á Idolið. „Svo er þorrablót hérna á Akra­ nesi á laugardaginn [í dag] og við ætlum að fara saman þangað vina­ hópurinn,“ segir Eva Laufey. Spurð að því hvort hún sé mikið fyrir þorramat segir hún svo ekki vera. „Bara alls ekki, þetta snýst bara um stemninguna og það er mikil stemning þarna og sem betur fer er boðið upp á annan mat líka,“ segir hún. Gauti Þeyr Másson betur þekktur sem tónlistarmaður­ inn Emmsjé Gauti, ætlar að eiga fjöl­ breytta og skemmtilega helgi. „Ég ætla að taka solid blöndu af fjölskyldutíma og góðu kvöldi með vinum,“ segir Gauti en hann og eig­ inkona hans, Jovana Scully, giftu sig 6. ágúst síðastliðinn og samtals eiga þau þrjú börn. „Svo gigga ég í Keflavík á laugar­ dag,“ segir Gauti en hann spilar á klúbbnum LUX í Reykjanesbæ í kvöld. Þorgerður katrín Gunnarsdóttir þingmaður segir helgina ein­ kennast af handbolta og þvotti. „Vonandi verð ég bara í vímu eftir sigur á Svíum á föstudaginn og bíð spennt eftir leik á móti Brössum sem við þurfum líka að vinna. Það er svona mín draumsýn,“ sagði Þor­ gerður í samtali við Fréttablaðið fyrir leikinn. Þorgerður fór til Svíþjóðar og fylgdist með fyrstu þremur leikj­ um íslenska landsliðsins en sonur hennar leikur með liðinu. „Sama hvernig fer verður maður með hugann við handbolta, ætli maður reyni ekki að fara líka í þvottahúsið sem hefur látið á sjá síðustu vikur. Ég viðurkenni það að heimilið hefur verið í betra standi.“ n Spóann gerði Inga meðal annars úr hýði af hvítlauk, Myndlistarkonan Inga Höskuldsdóttir býr til myndir af hinum ýmsu dýrum úr matarleifum. Nú stendur yfir sýning á verkum hennar í Hannesarholti, sýninguna kallar hún Burtfloginn kjúkl­ ingur og teiknaðar kartöflur. birnadrofn@frettabladid.is Þetta byrjaði eiginlega allt þannig að ég fór að leika mér með matinn,“ segir myndlistarkonan Inga Hösk u ld sdót t ir. Nú stendur yfir sýning á verkum hennar í Veitingastofum Hann­ esarholts í Reykjavík, sýningin ber heitið Burtf loginn kjúklingur og teiknaðar kartöflur. Á sýningunni sýnir Inga ljós­ myndir sem hún hefur gert úr mat­ arafskurði. „Ég er fyrst og fremst myndlistarkona en fyrir hálfgerða tilviljun fór ég að vinna í eldhúsi og er alltaf með ruslafötu með afskurði fyrir framan mig,“ segir hún. „Ég bý til myndverk úr afskurð­ inum sem kemur til þegar ég er að elda og svo tek ég ljósmyndir af því,“ segir Inga. „Þegar ég er að skræla kartöflur eða rauðrófur, skera utan af melónum eða bara hvað sem er þá nota ég það sem fellur til,“ segir hún. Inga segir aukna meðvitund um sóun í samfélaginu og að fólk sé farið að huga betur að því að nýta það sem til er. „Undirtónninn í sýn­ ingunni er matarsóun, ofgnótt og neysluvenjur okkar mannfólksins en fyrst og fremst er ég að nýta þann efnivið sem hendi er næst, í mynd­ sköpun,“ segir hún. „Það er frábært að nýta þau efni sem til eru á skap­ andi hátt,“ segir hún. Inga hvorki borðar né eldar kjöt svo verk hennar eru að langmestu leyti úr grænmeti. Sýningin var opnuð um síðustu helgi og aðspurð segir Inga fólk hafa tekið vel í myndirnar hennar. „Það eru kannski ekki margir að gera nákvæmlega þetta svo ég hef fengið góðar undirtektir,“ segir hún. „Opnunin var mjög skemmtileg og það var fullt allan tímann svo ég er mjög ánægð,“ bætir hún við. Sýningin er opin á milli 11.30 og 16 alla daga nema sunnudaga og mánudaga og stendur til og með 1. febrúar. n Inga leikur sér að matnum Inga í eldhúsinu þar sem mikið af hennar listsköpun fer fram. fréttablaðið/ernir Lundi sem Inga bjó til úr afskurði af ýmsum ávöxtum og grænmeti. Sitjandi hrafn sem er að mestu leyti úr rauðkálsafskurði. 14 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.