Fréttablaðið - 21.01.2023, Page 20

Fréttablaðið - 21.01.2023, Page 20
Maður var hálfringl- aður og vissi ekkert hvað var að gerast nema að það væri eldgos. Ágústa Berg Sveinsdóttir Á mánudaginn eru liðin fimmtíu ár frá því að eldgos hófst óvænt í Vestmannaeyj- um. Ágústa Berg Sveinsdóttir var tólf ára þegar gosið hófst og segir hún minninguna um það enn ljóslifandi. Ég var tólf ára og ég man þetta eins og það hafi gerst í gær, svona áföll gleymast ekki,“ segir Ágústa Berg Sveinsdóttir þegar hún rifjar upp nóttina 23. janúar árið 1973. En þá nótt hófst óvænt eldgos í Heimaey, einu byggðu eyju Vest- mannaeyja. Á mánudaginn eru 50 ár liðin frá gosinu sem stóð yfir í rúmt hálft ár. „Við fjölskyldan vorum vakin upp um miðja nótt af föðurbróður mínum og fjölskyldu, allir fóru á fætur og út um eldhúsgluggann sáum við eldtunguna fara niður eftir hlíðinni og ég man hvað þetta var ofboðslega áhrifamikið,“ segir Ágústa. „Maður var hálfringlaður og vissi ekkert hvað var að gerast nema að það væri eldgos,“ útskýrir hún. Fjöl- skyldan hóf strax að gera sig ferð- búna til að f lýja gosið. „Ég klæddi mig í fötin yfir náttfötin,“ rifjar Ágústa upp. Hún segir að þegar fjölskyldan hafi verið búin að átta sig á því hvað væri að gerast hafi leiðin legið niður á bryggju. Föðurbróðir hennar hafi verið vélstjóri á Kristbjörgu VE og með henni hafi þau siglt til Þorláks- hafnar. „Það var mjög áhrifamikið þegar við vorum að sigla út úr innsigling- unni. Ég neitaði að fara niður og leggja mig, ég var svo of boðslega hrædd en pabbi sat þarna uppi með mér og þegar við vorum komin fyrir klettsnefið þá var mjög þungur sjór og maður varð strax sjóveikur,“ segir Ágústa. Erfið sjóferð Daginn og kvöldið fyrir gosið hafði verið mjög vont veður í Eyjum. Það var í raun lán í óláni því veðrið hafði hamlað því að fiskiskipafloti Eyja- manna væri á sjó. Því var hægt að flytja alla upp á land en um fimm þúsund manns bjuggu í Vestmanna- eyjum í janúar 1973. „Þessi sjóferð var alveg gríðarlega erfið,“ segir Ágústa. „Það var mikil sjóveiki og það lágu tveir og tveir saman í koju. Ég man ekki hvað það voru margir þarna en það var legið Eyðileggingin í gosinu í Eyjum var mikil og fóru mörg hús undir ösku. Ágústa segir alla hafa verið boðna og búna að hjálpa Eyjamönnum og var henni til að mynda boðið til Noregs ásamt fleiri börnum. Það segir hún hafa verið erfitt fyrir barn sem hafði lent í því áfalli sem gosið var. Á úrklippu úr norsku dag- blaði hér að neðan má sjá Ágústu lengst til hægri. Fréttablaðið/GVa Ágústa ásamt eiginmanni sínum Gunnari Árna Vigfússyni. Mynd/aðsend Kirkjugarðurinn í Vestmanna- eyum fór undir þykkt vikurlag í gosinu. Ösku- lagið sem huldi garðinn var 1,5 til 2,5 metrar. Fjöldi sjálfboða- liða víðs vegar að úr heiminum gróf garðinn upp, það var að mestu gert með handafli. Fréttablaðið/GVa Svona áföll gleymast ekki Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is alls staðar. Þeir sem voru vanir, eins og pabbi og svona, fóru um með öll ílát sem til voru í skipinu til fólksins og alls staðar var fólk ælandi í potta og poka sem þeir svo tæmdu,“ segir hún. „Þetta var alveg svakalegt og minningin er svo ljós,“ bætir Ágústa við. Við komuna til lands var tekið á móti fólkinu í Þorlákshöfn. Þar segir Ágústa strætisvagna og rútur hafa ferjað fólkið til Reykjavíkur. „Við fórum í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem var tekið ótrú- lega vel á móti okkur. Það var búið að leggja fullt af dýnum og teppum á gólfin í stofunum og þar gat maður lagt sig,“ segir hún. Ágústa segir að gosið hafi komið öllum að óvörum og enginn hafi verið undir það búinn. Aldrei hafi farið fram neinar æfingar um við- brögð við eldgosi í skólum í Eyjum eða eitthvað slíkt. „Mín upplifun er sú að þetta hafi gengið ótrúlega smurt fyrir sig.“ Situr enn í henni Ágústa starfar í Grunnskóla Seyðis- fjarðar og síðastliðið haust fór hún inn í alla bekki skólans og sagði krökkunum frá gosinu og sinni sögu. „Þetta situr enn þá í manni en það hjálpar mikið að tala um þetta,“ segir hún. „Á þessum tíma var ekkert til sem hét áfallahjálp eða neitt svoleiðis. Ég fékk örugglega taugaáfall eftir á, maður vissi ekkert hvar maður ætlaði að eiga heima eða neitt,“ segir Ágústa og bætir við að börn hafi ekki mikið fengið að vera með á þeim tíma. „Það var ekki verið að upplýsa börn á þessum tíma. Þetta var öðru- vísi þá og svo held ég að fullorðna fólkið hafi líka bara verið í áfalli og svo upptekið af þessu öllu að það gleymdi að sinna þeim sem í kring voru,“ segir Ágústa. Þegar hún kom til lands með mömmu sinni og pabba, Bedda bróður sínum, sem var rúmlega eins árs, og Báru systur sinni, sem var að verða tíu ára, fengu þau í fyrstu inni hjá vinum og kunningjum. Stuttu síðar f luttu þau í Ölfusborgir þar sem Ágústa segir þeim hafa liðið vel. „Það var settur á skóli fyrir krakka frá Vestmannaeyjum til að byrja með þar sem kennarar frá Eyjum sáu um kennslu og þarna voru krakkar á svipuðum aldri og ég,“ segir Ágústa. „Við bjuggum þarna frá því í lok janúar fram í nóvember, þá vildi mamma fara heim aftur. Það var í lagi með húsið okkar svo við gátum það,“ segir hún. Um sumarið hafði Ágústa þó farið aftur til Eyja að passa fyrir frænku sína sem rak þar matstofu og fæddi þá sem unnu að uppbygg- ingu í Vestmannaeyjum. Hún segir það hafa verið afar skrítið að koma aftur heim. Svört aska hafi legið yfir öllu og engir ljósastaurar hafi virkað. „Maður var bara hálfhræddur,“ segir hún. „Ég man hvað ég var fegin að lög- reglustöðin væri tveimur húsum frá svo ég væri fljót að hlaupa þangað ef eitthvað kæmi fyrir. Þarna var ég alveg að verða þrettán ára,“ segir hún. „En svo þarna í nóvember var þetta öðruvísi og ég var voða glöð að komast heim,“ segir Ágústa. „Það var gott að komast heim og hitta aftur vini mína sem fluttu líka aftur til baka.“ Eldgosinu í Vestmannaeyjum lauk þann 3. júlí árið 1973. Uppbygg- ing í Eyjum tók tiltölulega stuttan tíma og um haustið var fólk, líkt og Ágústa og hennar fjölskylda, farið að snúa aftur til Eyja og skólastarf hófst þar að nýju. Ekki fóru þó allir til baka og búa nú um 4.400 manns í Vestmannaeyjum. n 20 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.