Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2023, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 21.01.2023, Qupperneq 48
Fyrsti Íslendingurinn Ísland hefur af mörgum verið sagt best í heimi. Einu gildir hvort það er rétt eða rangt, Íslendingar eru framarlega í mörgu. Hér er samantekt um nokkra merka Íslendinga sem náð hafa þeim áfanga að afreka eitthvað fyrst okkar allra. birnadrofn@frettabladid.is Óskarsverðlaun Hildur Guðnadóttir Þann 10. febrúar árið 2020 hlaut Hildur Guðnadóttir Óskarsverð- laun fyrst Íslendinga. Verðlaunin hlaut Hildur fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur var einungis fjórða konan í þá 92 ára sögu Óskarsins til að hljót verð- launin fyrir frumsamda tónlist. Hildur hefur unnið til fjölda virtra verðlauna fyrir störf sín, til að mynda Grammy, Emmy og BAFTA. Ólympíugull Sigurrós Karlsdóttir Sigurrós Karlsdóttir var einungis fimmtán ára gömul þegar hún vann gull á Ólympíuleikum fatlaðra fyrst Íslendinga. Á sama tíma sló Sigurrós heimsmet í 50 metra bringusundi. Sigurrós er fædd á Akranesi og gullið vann hún á Ólympíuleikunum í Arnheim í Hollandi árið 1980. Á Sigurrósu vantar báða handleggi fyrir neðan oln- boga en tími hennar í 50 metra sundinu var 1.06.99 mínútur. Keppendur á Ólympíuleik- unum árið 1980 voru 2.400 frá 43 þjóðlöndum. Sigldi til Kína Árni Magnússon Árið 1760 kom Árni Magnússon til Kanton í Kína en þangað sigldi hann fyrstur Íslendinga. Hann fæddist árið 1729 á Geitastekk í Dölum og var samkvæmt manntali Íslendinga kominn aftur heim til Íslands árið 1801. Þegar hann kom heim hafði hann meðal annars barist gegn Tyrkjum á Miðjarðarhafi. Árni sagði að í Kína væri enginn vetur, heldur eilíft sumar. Dagurinn væri tólf klukkustundir og nóttin líka. Mikið væri um ávexti, fólkið gengi um í víðum buxum úr silki og konurnar væru í afar litlum járn- skóm, svo litlum að þeir pössuðu átta ára gömlu barni. Lauk prófi í listfræði Selma Jónsdóttir Selma Jónsdóttir var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í listfræði. Hún fæddist 22. ágúst árið 1917 og lést þann 5. júlí 1987. Selma lauk BA-prófi í listfræði frá Columbia-háskóla í New York árið 1944. Eftir að ljúka grunnnámi stundaði Selma meistaranám við sama skóla í eitt ár og síðar við Warburg Institute í London á árunum 1946–1948. Hún lauk MA-prófi árið 1949 og vakti ritgerð hennar mikla athygli bæði hér á landi og erlendis. Selma varð síðar fyrsta konan sem hlaut doktors- nafnbót frá Háskóla Íslands. NBA Pétur Guðmundsson Pétur Karl Guðmundsson varð fyrstur íslenskra körfuboltamanna til að vera valinn í NBA-lið. Hann er fæddur í Reykjavík 30. október 1958 og það var árið 1981 sem hann var valinn í NBA og í kjölfarið samdi hann við Portland Trail Blazers. Seinna lék hann með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Pétur, sem er 2,18 metra hár, var einnig atvinnumaður í Argentínu í stuttan tíma og á Englandi. Með Los Angeles Lakers spilaði Pétur með leikmönnum eins Kareem Abdul Jabbar og Magic Johnson. Út í geim Bjarni Tryggvason Bjarni Tryggvason fór fyrstur Íslendinga út í geim. Bjarni fæddist á Íslandi 21. september árið 1945, þegar hann var sjö ára gamall flutti hann með foreldrum sínum til Vancouver í Kanada. Árið 1997 fór Bjarni út í geim þar sem hann varði tólf dögum. Hann sinnti að auki rann- sóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. Þá vann hann einnig við flugvéla- prófanir og þjálfun. Bjarni lést 6. apríl í fyrra, 76 ára að aldri. Járnkarl Sigurður Örn Ragnarsson Sigurður Örn Ragnarsson varð fyrsti Ís- lendingurinn til að vinna heildarkeppnina í Járnkarli (e. Ironman) þegar hann kom fyrstur í mark í keppninni í Barcelona fyrstu helgina í október á síðasta ári. Sigurður keppti fyrir hönd Breiðabliks og kom í mark á 8:42:01 og var sex mínútum á undan næsta manni. Í Járnkarli er synt 3,8 kílómetra í opnu vatni, hjólað 180 kílómetra og hlaupið heilt maraþon. Sigurður synti á 49:40, hjólaði á 4:30:10 og hljóp maraþonið á 3:14:15. 24 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.