Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 50
Þegar seinna flóðið skall á voru margir í bænum viti sínu fjær af hræðslu við að allt fjallið myndi fara niður. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Arnar Guðmundsson Fýlshólum 7, Reykjavík, lést 16. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 11. Kolbrún Sigurjónsdóttir Sigurjón Arnarsson Elín Þórunn Eiríksdóttir Herborg Arnarsdóttir Margeir Vilhjálmsson Dagur, Selma Sól og Viktor Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhannes Víðir Haraldsson flugstjóri, Forsölum 1, lést á Líknardeild Landspítalans 12. janúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju, mánudaginn 30. janúar kl. 13. Skapti Jóhannesson Hólmfríður Sigurðardóttir Haraldur Jóhannesson Soffía Guðrún Gísladóttir Jökull Trausti, Matthías, Kristófer Víðir, Ásdís Elín Jóhanna Kara og Fróði Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Bjargar Einarsdóttur rithöfundar. Guðmundur Ingi Haraldsson Bjarnfríður Guðmundsdóttir Einar Hrafnkell Haraldsson Guðrún Sigurjónsdóttir María Haraldsdóttir Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Skarphéðinsdóttir áður til heimilis að Hraunbæ 103, sem lést laugardaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 27. janúar kl. 13.00. Streymt verður frá athöfninni í gegnum streymi.syrland.is Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun, umhyggju og alúð. Hulda Pétursdóttir Guðmundur Egilsson Skarphéðinn Pétursson Anna Baldvina Jóhannesd. Guðrún Pétursdóttir Bjarni Guðmundsson Pétur Hans Pétursson Laufey Sigríður Jónsdóttir Kristín Pétursdóttir Þorsteinn B. Sveinsson Steingrímur Guðni Pétursson Sigríður Lepore ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Minningarathöfn fer fram á Pat- reksfirði á sunnudag, fjörutíu árum eftir að fjórir létust í tveimur krapaflóðum sem féllu á bæinn. arnartomas@frettabladid.is Á sunnudaginn verða liðin fjörutíu ár frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð. Fjögur létust í f lóðunum og nítján hús skemmdust. Í tilefni af tímamótunum verður efnt til minningarathafnar í Pat- reksfjarðarkirkju á sunnudaginn. Egill St. Fjeldsted, sagnfræðingur og Patreksfirðingur, gerði grein fyrir ham- förunum í bók sinni Krapaflóðin á Pat- reksfirði 1983 sem kom út árið 2020. „Ég missti þannig séð af þessu en var staddur uppi í íþróttahúsi þegar flóðið skall á,“ segir Egill sem var þá þrettán ára gamall. „Heimili mitt rétt slapp en ég sá það ekki sjálfur.“ Meðal þeirra sem létust í f lóðinu var sex ára gömul stúlka, systir besta vinar Egils. Í aðdraganda f lóðanna hafði verið mikil snjókoma í desember og janúar á Vesturlandi og Vestfjörðum. „Á Patreksfirði voru allar götur lok- aðar og það var ekkert f logið í rúmar tvær vikur,“ segir Egill. „Bærinn var alveg á kafi.“ Daginn fyrir f lóðin kom asahláka ofan í allan snjóinn og rétt fyrir hádegi vöruðu almannavarnir við snjóflóða- hættu í öðrum hluta bæjarins. „Það hafði aldrei komið f lóð niður þetta gil, en þekkt var að þar kæmu niður vatnsspýjur í leysingum,“ segir Egill og vísar til Gilseyrargils þar sem fyrra flóðið átti upptök sín. „Um morguninn voru menn farnir að reyna að veita vatni frá húsunum þegar snjórinn í gilinu var orðinn nán- ast heiðblár vegna vatnsþrýstings og vatn sprautaðist þar upp úr eins og gos- brunnur.“ Óttuðust að fjallið myndi fara Um hálf fjögur brast þetta og þá rann krapinn, vatn og snjór sem tók með sér grjót úr gilinu, niður í gegnum bæinn með ofangreindum afleiðingum. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru í björgun- araðgerðir en ógæfan var ekki yfirstaðin. Annað flóð féll á bæinn stuttu síðar, niður Litladalsá. „Strax eftir fyrsta f lóðið var bærinn rýmdur í kringum gilið, alltaf f leira og f leira fólk, þangað til þetta var komið upp í fjögur til fimm hundruð manns sem sett voru í félagsheimilið innan við ána þar sem seinna flóðið féll,“ segir Egill. „Þegar að seinna flóðið skall á voru margir í bænum viti sínu fjær af hræðslu við að allt fjallið myndi fara niður.“ Svo ótrúlega vildi til að áður en flóðin skullu á var verið að undirbúa þorrablót um kvöldið. „Félagsheimilið var fullt af þorramat, sem kom sér ótrúlega vel fyrir þá sem gistu þar, sem og björgunarsveitarmenn sem komu til hjálpar,“ segir Egill. Minningarstund verður í Patreks- fjarðarkirkju klukkan 14, að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðs- aðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurð- ardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitar- stjóri Patreksfjarðarhrepps, taka til máls. n Fjörutíu ár frá flóðunum á Patró Fjögur létu lífið og tíu slösuðust í flóðunum. Myndir/AðsendAr Allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í björgunarstarfinu. 26 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 LaUGaRDaGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.