Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 58
Uppsetning á sögu
framvindu er óhefð
bundin og nauðsyn
legt að gefa verkinu
séns.
Erpur Eyvindarson er á leið til
Kúrdistan í norðurhluta Írak í
apríl. Hann segir um að ræða
merkilegasta menningarsvæði
veraldar og hvetur fólk til að
opna augun og koma með.
odduraevar@frettabladid.is
„Á meðan við Evrópumenn ljúgum
að sjálfum okkur að við höfum
fundið upp siðmenninguna er
það staðreynd að meðan við átum
mannakjöt og mold þá voru þeir í
Mesópótamíu og Persíu, þar sem
nú er Írak og Íran, að finna upp
tölurnar og fyrsta hjólið, svo fátt
eitt sé nefnt,“ segir rapparinn Erpur
Eyvindarson, gjarnan þekktur sem
BlazRoca, sem er á leið til Kúrdistan
í norðurhluta Írak í apríl.
Erpur fer með ferðaskrifstofunni
Crazy Puffin Adventures en um er
að ræða tólf manna ferð með kúrd
ískum leiðsögumanni. „Allir sem
hafa verið lengur en átta mínútur
á Flórída eða Benidorm vita að það
eru staðir til að andast á, meðan
Kúrdistan er hrein upplifun,“ segir
Erpur sem segir að um sannkallaða
menningarferð verði að ræða.
„Þetta er vagga siðmenningar
innar. Sagan allt fram á þennan
dag hefur verið rosalega stórbrotin
og við ætlum að skoða ýmislegt,
meðal annars höll Saddam Hussein
og annað sem tengist 20. öldinni
en líka elstu hofin sem finna má
á svæðinu sem eru þúsunda ára
gömul.“
Þegar Erpur er spurður hvort
öruggt sé að ferðast til norður
hluta Íraks, sem í raun er Kúrdistan
sem aldrei hefur fengið sjálfstæði,
stendur ekki á svörum: „Það er
mjög rólegt í íraska Kúrdistan þótt
flest stórveldi veraldar hafi skipst á
að hamast á Kúrdunum, hvort sem
það eru Tyrkir, Bretar eða Saddam.
Þetta er þjóð sem á enga vini nema
fjöllin en þegar þeir fá að vera í friði
þá blómstrar allt.“
Erpur segir Kúrda framúrstefnu
lega og stórmerkilega þjóð. „Þeir
eru til dæmis afslappaðir varðandi
trúmál og þarna er miklu meira
jafnrétti á milli kynja. Þeirra helsti
leiðtogi er Abdullah Öcalan, sem
er leiðtogi kúrdíska verkamanna
flokksins og situr í lífstíðarfangelsi
í Tyrklandi en hans hugmyndir
eru afar framfarasinnaðar. Þannig
að þetta er ekkert búrkuævintýri,“
segir rapparinn.
Hann segir svæðið hafa verið frið
sælt um árabil. „Þeir eru að fá um
fjórar milljónir túrista á hverju ári,
á meðan við Íslendingar erum að fá
tvær, svona til samanburðar,“ segir
Erpur.
„Þeir fá miklu meira af túristum
en við en það eru samt ekki ein
hverjir Lonely Planetlúðar eða
Benidormhalarófur. Það eru engir
feitir tjallar með Chelseatattú í
landsliðstreyjum að leita að næsta
full english breakfast, skilurðu?“
Erpur segir helstu ástæðu þess að
hann hafi ákveðið að drífa sig vera
hversu mikill áhugamaður um sögu
svæðisins hann sé. „Við verðum með
þaulkunnugan Kúrda sem leið
sögumann í litlum hópi sem getur
svarað öllu sem brennur á fólki,“
segir Erpur sem fær ekki nóg af að
benda á hve þreytt venjuleg ferðalög
séu orðin.
„Á maður í alvöru að nenna að
skoða sömu dómkirkjurnar í Evr
ópu eða heilsa upp á illa launaða
farandverkamenn í Disneylandi í
þúsundasta skiptið, í alvörunni?
Þetta er bara „groundhog day“ í
ferðalögum og ég held að það sé fullt
af fólki sem vilji frekar sjá eitthvað
sem það hefur aldrei séð áður.“
Erpur segir aðspurður að það
sé fast í hugsun margra að Írak sé
átakasvæði. „Sama hvað menn
halda þá eru vestrænir fjölmiðlar
uppfullir af þeirri vestrænu sýn að
siðmenningin er hér og að restin af
heiminum sé bara einhver frum
skógur,“ segir Erpur sem segir um
mikinn misskilning að ræða.
„Ef þú ferð á svæði þar sem þú
ert með lókal tengingar er það allt
annað, ég myndi ekkert henda mér
í f lipflops og sólarvörn og bruna í
bakpokaferðalag í Bagdad,“ segir
Erpur hlæjandi. „Mæli ekki með, en
maður á aldrei að vera hræddur, af
því að hræðslan stafar bara af van
þekkingu.“
Hann segir mikilvægt að kynna
sér hlutina. „Ef þú kemst að því að
það er ekki fýsilegt að fara til ein
hvers lands þá er það bara þannig.
En það er fullt af löndum þar sem
það er vesen í hluta landsins en þú
getur samt farið þangað. Það eru
bara nokkrir áratugir síðan það var
borgarastyrjöld í NorðurÍrlandi en
Íslendingar fóru samt og versluðu í
Dublin.“
Erpur segir skiljanlegt að margir
haldi að það sé alltaf vesen annars
staðar en á Vesturlöndum, annað frá
Afríku og Miðausturlöndum komist
enda ekki í fréttir. Erpur segist ætla
að vera duglegur að sýna frá ferð
inni á Instagramsíðu sinni slaki
babarinn og snapchattinu babar
inn, en hvetur alla til að koma með.
„Ég mæli bara með því að allir
sem vilja opna augun komi með
í þetta. Þetta er akkúrat það sem
opnar og víkkar sjóndeildarhring
inn. Þetta er eins og að fara úr því
að upplifa raunveruleikann í svart
hvítri tvívídd og þeysa svo yfir í þrí
víddarbíósalinn.“ n
Erpur býður fólki
að sjá í þrívídd í
Kúrdistan
Við ætlum að skoða
ýmislegt, meðal annars
höll Saddam Hussein.
Blaz Roca
Á maður í alvöru að
nenna að skoða sömu
dómkirkjurnar í Evr
ópu eða heilsa upp á
illa launaða farand
verkamenn í Disney
landi í þúsundasta
skiptið, í alvörunni?
Blaz Roca
Erpur segir að
Kúrdistan sé
einfaldlega
vagga vest-
rænnar menn-
ingar. Hann
getur ekki beðið
eftir að mæta.
Fréttablaðið/
SamSett
KviKmyndir
Coupez! /Final Cut
michel Hazanavicius
Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó
Paradís
leikarar: Romain Duris, Bérénice
Bejo, Grégory Gadebois
Nína Richter
Leikstjóri leikstýrir mynd sem
fjallar um leikstjóra að leikstýra
leikara sem leikur leikstjóra. Skilj
iði? Frá leikstjóranum sem færði
okkur The Artist – sem sópaði að
sér fimm Óskarsverðlaunum árið
2012, kemur uppvakningagrín
hryllingsmynd með tilheyrandi
lítrum af gerviblóði, ælu og öðru
efni úr iðrum manna.
Coupez! er endurgerð japönsku
költmyndarinnar One Cut of the
Dead by Shin’ichirô Ueda frá árinu
2017 og þannig órafjarri slípaðri og
yfirvegaðri áferð The Artist, þó að
hin íðilfagra Bérénice Bejo fari með
eitt aðalhlutverka.
Oft verða bíómyndir um leik
stjóra og kvikmyndagerðarfólk
óþolandi sjálfsfimmuseremónía,
en Michel Hazanavicius kemst upp
með það, enda er nálgunin fersk
þrátt fyrir rotið hold. Sömuleiðis
hæðist Hazanavicius að leikstjóra
stéttinni, fantasían um „auteur
inn“, snillinginn með handbragðið,
er tekin og rassskellt hressilega,
meðal annars með vísun í Quentin
Tarantino sem er hálfpartinn
grátbrosleg.
Leikstjórinn er óöruggur
lúði, búinn að yfirgefa listina
fyrir veskið og glata sjálfs
virðingunni og dýrmætum
tengslum í leiðinni. Þetta er
vel gert og myndinni tekst
að vera angurvær fjölskyldu
saga á köf lum án þess að
vera væmin. Myndin hæðist
að tilgerðarlegum töktum
u ng r a st jör nu lei k a r a í
Cannes, Finn egan Oldfield
leikur eiginlega sjálfan sig
í þeim senum. Sagan segir
ódýra brandara á kostnað
samfélagsmiðlastjarna, og
hefur afskaplega litla samúð
með slíkum týpum. Það er
kannski stærsti gallinn, tví
víðar aukapersónur sem
hefði verið gaman að kynn
ast betur.
Það er rétt að gefa ákveð
inn fyrirvara. Uppsetning
á söguframvindu er óhefð
bundin og nauðsynlegt að
gefa verkinu séns og fyrirgefa
ýmislegt fyrstu tuttugu mínút
urnar. Myndin dettur í senur
sem eru í fáránleika sínum hys
terískt fyndnar, sem er hress
andi að finna í bíó á þessum
síðustu og verstu. Hvað er að
gerast? stundu bíógestir upp á
milli hláturrokanna. Ekki missa
af Coupez! í Bíó Paradís, þetta
er algjör bíósalarbíómynd sem
stækkar mikið í samfélagi við
aðra áhorfendur. n
niðurstaða: Fyrir unnendur
kvikmynda og upplifunar í
kvikmyndahúsi má tvímæla-
laust mæla með Coupez!
Uppvakninga-stimpillinn er í
aftursætinu en aðalsagan er
mannleg saga af fólki sem vill
gera sitt besta, oftast. Þetta er
mynd sem kemur fólki í gott
skap og minnir okkur á það sem
skiptir máli, og undirstrikar í
leiðinni að við eigum stundum
að láta smáatriðin eiga sig. Hratt,
ódýrt og viðunandi.
Fersk nálgun á rotið hold
34 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023
lAUGARDAGUR